Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80: 25-27 25 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknaíclag íslands og Læknaíclag Rcykjavikur 80. ARG. - JANUAR 1994 Skimun fyrir litningagöllum: Ávinningur fyrir samfélagið? Vægi meðfæddra sjúkdóma og erfðagalla hefur aukist í nræðravernd og barnasjúkdómafræði á undanförnum árum með betri greiningaraðferðum. Mikill kostnaður fyrir einstaklinga og samfélag og ómælanlegir erfiðleikar fylgja fötlun af þessum sjúkdómum. Því hefur verið reynt að finna leiðir til að skima fyrir algengum erfðagöllum snemma í meðgöngu. Skimprófin verða að vera einföld og áreiðanleg. Markmið þeirra er að afmarka hópa einstaklinga sem eru í aukinni hættu á að eignast afkomendur með meðfædda sjúkdóma og bjóða þeim nákvæmari greiningaraðferðir á fyrri hluta meðgöngu. Skimpróf fyrir litningagöllum segja aðeins til um líkur þess að litningagalli finnist. Þegar líkurnar eru utan fyrirfram ákveðinna áhættumarka er boðin greining með athugun á fóstur- eða fylgjufrumum, sem nást með legvatnsástungu eða fylgjusýnitöku. Neikvætt skimpróf útilokar ekki litningagalla, en gefur vísbendingu um að ekki sé mikil hætta á að barn með litningagalla fæðist. Litningagallar eru mikilvæg orsök meðfæddra sjúkdóma. Um það bil sex af hverjum 1000 börnum fæðast með litningagalla og hjá tveimur þriðju þeirra fylgir einhver vanskapnaður eða vangefni. Algengasti gallinn er þrístæða litnings 21, sem finnst hjá einu af hverjum 900 börnum og leiðir af sér Downs heilkennið (»mongólisma«). Yfir 95% Downs heilkenna má rekja til þrístæðu 21, en tæplega 5% til litningayfirfærslu (translocation), sem oftast nær er 21/21 eða 14/21 víxlun. Svo til öll böm með Downs heilkenni eru þroskaheft og því fötluð og um helmingur (40%) er að auki með hjartagalla. Þrístæður litninga 13 og 18 sjást stöku sinnum, en alvarlegur vanskapnaður leiðir þá oftast til dauða innan fárra vikna. Hér á Iandi hefur í 20 ár verið leitað að litningagöllum með legvatnsprófi hjá konum 35 ára og eldri og í vissum áhættuhópum. Um 8-11% verðandi mæðra á Islandi eru >35 ára við áætlaðan fæðingardag (1) og er þeim boðin legvatnsástunga. Hjá um það bil einni af 120 þessara kvenna greinist þrístæða 21. Ahættan við 35 ára aldur er venjulega talin um ein af 375 fæðingum, en ein af 200 við 38 ára aldur og ein af 100 við fertugt. Vegna þess að einungis 30% allra litningagalla verða meðal kvenna 35 ára og eldri (2,3), hefur þessi aðferð haft takmörkuð áhrif til að fækka fæðingum barna með litningagalla. Flestar konur sem fæða börn með þrístæðu 21, eða 70%, eru yngri og hafa ekki átt kost á sambærilegri þjónustu. Legvatnsprófun hjá öllum konum er hinsvegar ekki framkvæmanleg vegna óheyrilegs kostnaðar og hættu á fósturláti (um 0,5%). Almenn ómskoðun við 18-19 vikna meðgöngulengd, þar sem meðal annars er leitað að sköpulagsgöllum, hefur staðið í sex til átta ár. Við venjubundna ómskoðun í meðgöngu má greina ýmis afbrigði í útliti fósturs sem geta gefið vísbendingu um litingagalla. Hjartagallar, útvíkkun á nýmaskjóðum, blöðrumyndun í æðaflækjum heilans, fósturbjúgur, vaxtarseinkun og stutt útlimabein eru meðal þessa. Jákvæð forspárgildi slíkra einkenna hafa verið áætluð um 3-4%, en mun ýtarlegri rannsóknir þarf til að ákvarða raungildi þeirra (4). Rannsóknir í Evrópu og Norður-Ameríku sýna að almenningur kýs að hafa aðgang að slíkri þjónustu (5,6). Þeir sem nýta sér þessa þjónustu geta valið að ljúka þunguninni eða halda henni áfram, ef eitthvað afbrigðilegt finnst. I báðum tilvikum er foreldmm veittur stuðningur og í því síðara má oft undirbúa viðeigandi meðferð eftir fæðingu barnsins. Fyrir um það bil 10 árum fannst fylgni milli lágra gilda alfafósturprótíns (alphafetoprotein, AFP) f sermi þungaðra kvenna og þrístæðu 21 hjá fóstri (7). Fylgni er einnig við önnur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.