Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 35 stefnt að í áratugi en ekki tekist. Hér á hann einkum við lágmarksstaðla við gæðaeftirlit, teymisvinnu, persónuleg tengsl lækna og hjúkrunarfræðinga við skjólstæðinga sína og alhliða heilsugæslu, þar nreð talið í skólum, mæðra- og ungbarnavernd og slysaþjónustu. Það sem hefur einkennt nýja starfshætti í heimilislækningum hér á landi er hópstarf og teymisvinna og sú staðreynd að starfsfólk stöðvanna ber ábyrgð á íbúum ákveðins svæðis; samfélagslega ábyrgð. Þetta þýðir að því er ekki aðeins skylt að sinna þeim sem til þeirra leita, heldur einnig þeim sem ekki eru þess megnugir af ýmsunr ástæðum, einkum geðrænum eða félagslegum. Þessi vinnutilhögun hefur meðal annars leitt til betri heimahjúkrunar, hraðari útskrifta frá sjúkrahúsum og möguleika fólks á að eyða síðustu ævistundunum í heimahúsum ef það kýs svo. í Svíþjóð eiga sér stað miklar sviptingar í skipulagi heimilislækninga. Helstu nýjungar þaðan eru þær að það stendur til að gera reksturinn sjálfstæðari með svonefndu huslákar-kerfi. Þessu kerfi svipar að mínu mati til gamla númerakerfisins okkar. Nú eru þó til staðar aðrar forsendur en þá voru, svo sem kröfur um gæðatryggingu sem nánar verður vikið að síðar. Það verður því mjög áhugavert fyrir okkur að fylgjast með hvernig þessi tilraun Svía tekst. í Englandi hefur einnig átt sér stað tilfærsla á fjármálalegri ábyrgð til heilsugæslunnar. Kostnaður vegna tilvísana til sérfræðinga og innlagna á sjúkrahús er þá greiddur úr sjóðurn heilsugæslunnar. Samkvæmt nýlegri grein í British Medical Journal (4), hefur þetta fyrirkomulag ekki leitt til mikilla breytinga varðandi starfshætti lækna enn sem komið er, að minnsta kosti ekki hvað varðar fjölda tilvísana til sérfræðinga. Af því má kannski draga þá ályktun að ögun í faginu sé dýrmætari og vænlegri til árangurs en tilraunir til að stýra vinnubrögðum lækna með fjármagni. Eitt er víst að krafist verður frekari fjárhagslegrar ábyrgðar í starfi hjá öllum læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki í nánustu framtíð. GÆÐAMAT Umræða um góða þjónustu í heilbrigðiskerfinu er ekki ný af nálinni, en nýju lífi hefur þó verið hleypt í umræðu og vinnubrögð um mat á gæðum þjónustunnar og hvemig við getum komið á sjálfvirku og skilvirku kerfi til að tryggja eftirlit með gæðum. Hér hafa heimilislæknar riðið á vaðið. Sem lið í þessari gæðatryggingu má nefna Staðal í heimilislækningum sem nýlega var gefinn út í endurbættri (annarri) útgáfu af nefnd á vegum Félags íslenskra heimilislækna og er einnig til í enskri útgáfu (5). Svipuð þróun í gæðaeftirliti á sér stað víðar erlendis. Hluti þessa starfs birtist í formi rannsókna, en þó eiga þær erfitt uppdráttar, þar eð ekki er alltaf hægt að beita hefðbundnum rannsóknaraðferðum við gæðamat (6). Naflaskoðunum af þessu tagi hefur því verið misvel tekið af starfsfélögum. Það er skoðun mín að þegar grúskarar hafa náð betri tökum á rannsóknaraðferðum á þessu sviði muni skrif og áhugi á gæðamati aukast til muna í nánustu framtíð. SJÚKLINGAR MEÐ NÝTT HLUTVERK Þekking almennings á heilbrigði, heilsuvernd, sjúkdómum, lyfjum og þeirri þjónustu sem heilbrigðiskerfið getur boðið upp á, hefur stóraukist á síðustu árum. Þetta stafar meðal annars af bættri menntun og fræðslu í landinu í heild og útgáfu ýmissa fræðirita fyrir almenning. Má þar nefna sem dæmi tímaritið Heilbrigðismál og Islensku lyfjabókina. Almenningur gerir nú meiri kröfur til lækna en áður og tekur meiri þátt í ákvörðunum um eigið heilbrigði og heilbrigðisstefnu almennt. Þessi nýjung leiðir til þess að læknirinn verður að stíga ofan af stallinum og er það að jafnaði til bóta. Sú nýjung að leyfa sjúklingum að lesa sjúkraskrána finnst mér hins vegar vera afturför og takmarka vinnubrögð lækna. Læknar eiga drjúgan þátt í aukinni þekkingu almennings um heilbrigðismál. Þeir hafa verið iðnir við að skrifa fræðslugreinar fyrir almenning í dagblöð til dæmis í tengslum við átaksverkefni eins og gigtarárið og ár aldraðra. Heimilislæknar hafa einnig lagt fram sinn skerf í þessu efni. Eitt djarfasta og eftirminnilegasta átak á þessu sviði var þegar Pétur Pétursson vakti athygli almennings á algengi steranotkunar meðal vaxtaræktarmanna og hættunni sem því fylgir. Orð hans í útvarpinu »eistun á þessum ræflum rýrna og verða ræfilsleg« vöktu þá athygli og umtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.