Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80: 21-24 21 Sigurður Einarsson, Helgi K. Sigurðsson, Sólveig D. Magnúsdóttir, Helga Erlendsdóttir, Haraldur Briem, Sigurður Guðmundsson ALDURSBUNDIÐ ALGENGI MÓTEFNA GEGN CHLAMYDIA PNEUMONIAE Á ÍSLANDI ÁGRIP Chlamydia pneumoniae er nýlega uppgötvaður sýkill, og bendir flest til að hann sé algeng orsök loftvegasýkinga. Markmið þessarar athugunar var að kanna algengi hans á Islandi. Rannsóknin var gerð á 1020 sermisýnum frá einstaklingum á aldrinum 10-99 ára. Sýnunum var deilt í hópa eftir aldri einstaklinga og tók hver hópur til 10 ára tímabils. IgG og IgM mótefni voru mæld með flúrskinsaðferð (micro-immunofluorescence). Jákvæð sýni voru þau talin þar sem IgG títer var 1/32 og IgM >1/16. Meðalalgengi (istaðalfrávik) IgG í aldurshópunum var 53±16% og vikmörk (range) 14-66%. Hvorki reyndist kynja- né árstíðamunur á algengi. Algengi IgG mótefna var lægst hjá börnum undir 10 ára aldri (p<0,001) en fór síðan stigvaxandi til sjötugs (P<0,005). í fyrstu atrennu greindust IgM mótefni hjá 34 einstaklingum og voru flestir þeirra í elstu aldurshópunum. Eftir að þessi sýni höfðu verið meðhöndluð með IgG mótefni úr geitum til að fella út sértæk truflandi IgG mótefni var ekkert sýni IgM jákvætt. Samkvæmt þessum niðurstöðum er algengi C. pneumoniae sýkinga hátt á Islandi og svipað því er greinst hefur í nálægum löndum austan hafs og vestan. Nauðsynlegt er að gæta varúðar við túlkun jákvæðra prófa úr IgM mótefnamælingum hjá eldra fólki. INNGANGUR Chlamydia pneumoniae er tiltölulega nýgreindur sýkill sem er algeng orsök sýkinga í efri og neðri öndunarfærum og getur valdið Frá lyfjadeild og sýkladeild Borgarspítalans, Reykjavík. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Sigurður Guðmundsson lyflækningadeild Landspítala, 101 Reykjavík. Rannsókn þessi var að hluta unnin sem rannsóknarverkefni 4. árs læknanema (S.E., H.K.S., S.D.M.) og sem hluti B.S. verkefnis í læknadeild H.í. (S.E.). svæsnum lungnabólgum (1). Flestar sýkingar eru þó einkennalitlar eða einkennalausar (2-4). Bakterían var fyrst einangruð 1965 í Taiwan, en var ekki þekkt sem orsök öndunarfærasýkinga fyrr en 1983 (1,5). Rannsóknir í nágrannalöndunum sýna að C. pneumoniae er algeng orsök lungnabólgu utan sjúkrahúsa og innan (6,7). Nýlegar rannsóknir sem gerðar voru á Norðurlöndum og í Seattle hafa leitt í ljós að algengi mótefna gegn C. pneumoniae er á bilinu 50-60% hjá einstaklingum eldri en 10 ára (4,8), og að sýkingar í börnum yngri en fimm ára eru fátíðar (1,9,10). Ekki er vitað um tíðni eða aldursdreifingu sjúkdómsins hér á landi, en hins vegar hefur C. psittaci greinst hérlendis öðru hvoru um árabil. Sú greining hefur verið gerð með komplementbindiprófi (complement fixation) sem ekki greinir á milli C. psittaci og C. pneumoniae (1). Því er mögulegt að mörg (og ef til vill flest) tilvik psittacosis sem talin hafa verið greind hérlendis hafi í reynd verið C. pneumoniae sýkingar. Unnt er að greina C. pneumoniae sértækt með flúrskinsaðferð (micro-immunofluorescence) og því ákváðum við að kanna dreifingu mótefna gegn C. pneumoniae hjá Islendingum bæði með tilliti til kyns og aldurs. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Sermisýni voru fengin úr sýnabanka sem safnað var frá einstaklingum sem komið höfðu í blóðrannsókn á Borgarspítalann á tímabilinu frá mars 1989 til maí 1990. Sýnunum var upphaflega safnað til algengirannsóknar á HIV mótefnum (11). Þeint var safnað (oftast sem afgangssermi) frá öllum sem blóð var tekið úr af hvaða ástæðu sem var á nefndu tímabili (raðsöfnun). Persónuupplýsingum um þessi sýni hafði verið eytt, svo einungis lágu fyrir upplýsingar um aldur og kyn þeirra sem sýnin höfðu gefið. Upplýsingum um ástæður blóðtöku, sjúkdómseinkenni og fleira í þeim dúr var einnig eytt. Sýnunum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.