Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1994, Qupperneq 32

Læknablaðið - 15.01.1994, Qupperneq 32
22 LÆKNABLAÐIÐ sem höfðu verið geymd við -70°C, var skipt niður á ársfjórðunga eftir því hvenær árs þau voru tekin. Ur þessum banka voru valin af handahófi 889 sýni, en þess gætt að svipaður tjöldi fengist úr hverjum aldurshópi og ársfjórðungi. Sýnin voru síðan flutt og geymd við -30°C þar til þau voru þídd á rannsóknardegi. Ennfremur voru fengin blóðsýni frá 47 ”heilbrigðum” vistmönnum á tíræðisaldri að Hrafnistu í Reykjavík. Frá rannsóknastofu Landspítalans voru fengin sermisýni úr 84 bömum innan við 10 ára aldur er þangað höfðu komið til blóðrannsókna af ýmsu tagi. Þar var ennfremur um raðsöfnun á afgangssermi að ræða og upplýsingar um sjúkdómseinkenni voru ekki til reiðu. Þessi sýni voru skilin samdægurs og sermið geymt við -30°C. Sýnunum frá Hrafnistu var safnað á tveimur vikum í apríl 1992 og bamasýnunum í desember 1991 til maí 1992. Sýnin urðu því alls 1020. Sýnin voru flokkuð eftir aldri einstaklinga í 10 nær jafn stóra aldurshópa frá 0 til 99 ára. Mótefni voru mæld með flúrskinsaðferð (micro-immunofluorescence) (12,13). Aðferðin byggir á bindingu mótefna í sýninu við C. pneumoniae mótefnavaka (Washington Research Foundation, Seattle, USA) sem framleiddur er með því að HeLa-229 frumustofn er sýktur með C. pneumoniae. Frumurnar eru síðan ræktaðar, sýktar frumur skildar frá og meðhöndlaðar með formalíni. Mótefnavakinn er settur á til þess hönnuð gler. Sermisýnin sem mæla þarf eru síðan raðþynnt og sett á glerin. Sýnin voru fyrst skimuð með sérþynningu 1/16 fyrir leit að IgM mótefnum og 1/32 fyrir IgG. Öll jákvæð IgM sýni og öll vafasýni úr IgM og IgG mælingum voru þynnt frekar, allt að 1/512. Flúrskinsmerkt (fluorescein isothiocyanate) mótefni (IgM eða IgG) gegn mannamótefnum í sýnunum var því næst bætt á glerin og Evans blár litur notaður til skerpingar. Að lokum voru sýnin skoðuð í flúrskinssmásjá (Leitz Laborlux D, type 020-435-037, Ernst Leitz Wetzlar Gmbh, Þýskaland). Mótefnasvörun var talin marktæk ef IgM greindist í þynningu >1/16 en IgG í þynningunni 1/32 (13). Sértæk IgG mótefni í sermi geta truflað greiningu IgM mótefna gegn sama inótefnavaka einkum ef IgM gigtarþættir (rheumatoid factors) eru í serminu, en IgG jákvæð sýni (%) Aldurshópar Mynd. Dreifing IgG mótefna eflir aldurshópum. Barrar tákna 95% vissumörk. n = fjöldi sýna í hverjum aldurshópi. þeir geta myndað mótefnafléttur (immune complexes) með IgG sem síðan valda falskt jákvæðri greiningu IgM í sýninu (14). Sýnt hefur verið fram á að IgM gigtarþættir geta valdið falsk jákvæðum niðurstöðum á þennan hátt við ákvörðun á IgM mótefnum gegn C. pneumoniae (15). Þess vegna voru IgM jákvæð sýni (34 að tölu) þynnt að þynningu 1/512 og mæld aftur eftir að IgG hafði verið felldir út með IgG mótefni unnu úr geitasermi (caprine anti-human IgG, GullSORB™, Gull Laboratories, Salt Lake City, Utah, USA). IgM gigtarþættir voru einnig mældir í IgM jákvæðum sýnum með ELISA aðferð (16) á rannsóknadeild Landspítala í ónæmisfræði. Við staðtölulega úrvinnslu niðurstaða var notað kí-kvaðrat próf (x2-test) og stefnupróf (trend test) (17); 95% vissumörk (confidence intervals) voru reiknuð eftir binomial dreifingu (18). NIÐURSTÖÐUR Heildarfjöldi mældra sýna var 1020, og í hverjum aldurshópi voru frá 84 til 107 sýni (meðaltal ± staðalfrávik: 102±7). Hlutfall karla og kvenna í rannsókninni var 498/522 (1,0/1,05) konum í hag en jöfn kynjaskipting fékkst í öllum hópunum nema í aldurshópunum 0-9 ára (karlar/konur: 47/37= 1,0/0,8) og 90-99 ára (karlar/konur: 35/70=1,0/2,0). Algengi IgG mótefnasvörunar eftir aldurshópum er sýnt á mynd. Meðalalgengi (± staðalfrávik) IgG í aldurshópunum var 53±16% (vikmörk

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.