Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 28
18 LÆKNABLAÐIÐ Nýrnamynd er sú rannsókn sem mælt er með sem fyrstu rannsókn, leiki grunur á nýrnafrumukrabbameini, einnig hjá sjúklingum sem eingöngu hafa blóð í þvagi (22). Síðan veltur það á klínískum einkennum og niðurstöðu nýrnamyndarinnar hvaða rannsókn er skynsamlegast að gera næst. Hafi sjúklingur til dæmis klár einkenni nýrnafrumukrabbameins og óreglulega þétta fyrirferð á nýrnamynd er samkvæmt nýjustu rannsóknum mælt með að taka beint tölvusneiðmyndir af nýrum (23,24). Ef grunur er um góðkynja blöðru (cysta) á nýrnamynd er hins vegar mælt með ómun til að staðfesta greininguna (22). Tölvusneiðmyndir hafa smám saman ýtt slagæðamyndatöku til hliðar í greiningu nýrnafrumukrabbameins (23- 26) og aðeins er mælt með slíkri rannsókn í undantekningatilvikum, til dæmis þegar grunur leikur á afbrigðilegu æðakerfi til nýrans eða ef fyrirhuguð er aðgerð á nýra hjá sjúklingi með eitt nýra (22). Tölvusneiðmynd hjálpar einnig til við stigun (23,24). Segulómun af nýrum er ekki talin hafa það mikla kosti umfram tölvusneiðmyndir að hún svari kostnaði (27). Hér á landi hefur tölvusneiðmyndum af nýrum fjölgað síðustu ár til samræmis við þróun erlendis (28). Við lestur sjúkraskýrslna í rannsókn okkar er þó ljóst að ómskoðun hefur oft verið gerð á undan tölvusneiðmyndum og stundum slagæðamyndataka einnig. Spyrja má hvort hægt sé að fækka rannsóknum og styðjast meir við tölvusneiðmyndir. Slagæðamyndatöku þarf ekki að gera nema í undantekningatilvikum og leiki grunur á stórum bláæðadröngli í nýrnaslagæð eða neðri holæð kemur til greina að gera ómskoðun eða holæðarmyndatöku sjáist hann ekki á tölvusneiðmynd. Það er ljóst að nokkur töf verður á greiningu nýrnafrumukrabbameins. Þar kemur til bæði læknatöf og einnig sjúklingatöf. Kanna þarf nákvæmlega með framsýnni rannsókn hversu mikil töfin er og hver þáttur sjúklinga og lækna er í þessu sambandi. Til þess að bæta greiningu nýrnafrumukrabbameins og þar með fækka sjúklingum sem greinast með meinvörp er nauðsynlegt að læknar þekki betur einkenni sjúkdómsins og sjúklingar séu rannsakaðir nánar ef grunur er fyrir hendi. Til mikils er að vinna því lífshorfur sjúklinga rneð meinvörp eru miklu verri (<10% fimm ára lífshorfur) en þeirra sem hafa staðbundið nýrnakrabbamein við greiningu (allt að 80% fimm ára lífshorfur) (11,29,30). ÞAKKIR Þakkir fyrir veitta aðstoð fá Egill Jacobsen, Sverrir Haraldsson og Ólafur Örn Arnarson. yfirlæknar á þvagfæraskurðdeildum Landspítalans, Borgarspítalans og Landakots. Einnig fá Shree Datye yfirlæknir á skurðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, Þorsteinn Gíslason sérfræðingur á Landakoti, Helgi Sigvaldason verkfræðingur og starfsmenn Krabbameinsskrár sérstakar þakkir. Engilbert Sigurðsson læknir las greinina í handriti og eru honum þakkaðar góðar ábendingar. Styrkir til rannsóknarinnar fengust úr þremur sjóðum: Vísindasjóði Landspítalans og Rannsóknastofu Háskólans, Minningarsjóði Bergþóru Magnúsdóttur og Jakobs J. Bjarnasonar og Vísindasjóði Krabbameinsfélags Islands. HEIMILDIR 1. Thompson IM. Peek M. Improvement in survival of patients with renal cell carcinoma - The role of serendipitously detected tumors. J Urol 1988; 140: 487-90. 2. Parkin DM, Muir CS, Whelan SL, et al. Cancer incidence in tive continents, Vol. VI, Intemational agency for research on cancer. Lyon: WHO, 1992. 3. Dánarmeinaskrá Hagstofu Islands. Reykjavík, 1993. 4. Thorhallsson P, Tulinius H. Tumours in Iceland: 3. Malignant Tumours of Kidney. A histological Classification. Acta Path Microb Scand 1981; Sect. A, 89: 403-10. 5. Einarsson GV, Njálsson Þ, Eyjólfsson O, Benediktsson H: Oncocytoma renis. Læknablaðið 1985; 71: 246-8. 6. Taron RE. Test for trend in lifetable analysis. Biometrika 1975; 62: 679-82. 7. Holland JM. Cancer of the kidney - Natural history and staging. Cancer 1973; 32: 1030-42. 8. Silverberg E. Cancer statistics 1989. Cancer J Clin 1989; 39: 3-20. 9. Mellemgaard A, Olsen JH. Nprgárd N, et al. Nyrecancer i Danmark 1943-1986. Kræftstatistik nummer 27. Ugeskr læger 1990; 152: 3255-8. 10. Nikonoff T, Skau T. 159 fall av renalt adenokarcinom. God prognos vid nefrektomi om tumören ar intrakapsulart begransad. Lákartidningen; 89: 477-80. 11. Skinner, DG, Colvin RB, Vermillion CD. et al. Diagnosis and management of renal cell carcinoma - A clinical and pathologic study of 309 cases. Cancer 1971; 28: 1165-77. 12. Dayal H, Kinman J. Epidemiology of kidney cancer. Semin Onc 1983; 10: 366-77. 13. Davis BE, Weigel JW. Management of advanced renal cell carcinoma. AUA update series. 1990; Lesson 3, Vol: IX: 17-23. American Urologic Association.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.