Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 9 Þrátt fyrir að meltingarónot (non-ulcer dyspepsia) hafi enga alvarlega líkamlega fylgikvilla hefur sjúkdómurinn veruleg áhrif á heilbrigðisútgjöld (26). Gagnstætt sársjúkdómum, hefur engin meðferð sannað gildi sitt við meltingarónotum (27). Þrátt fyrir það eru magasárslyf mikið notuð við meltingarónotum og þessi rannsókn sýnir að í rúmlega 40% tilvika voru lyfin gefin við meltingarónotum. Sænsk rannsókn sýndi að sjúklingar með meltingarónot þurftu meiri utanspítalaþjónustu en sjúklingar með sársjúkdóm og að 98% þeirra fengu lyfjameðferð (28). Algengt er að fá um 50% svörun við meðferð með lyfleysu (placebo) hjá sjúklingum með meltingarónot og í tveimur rannsóknum fékkst 62% og 69% svörun við lyfleysumeðferð (24,29). Upphaflega voru magasárslyfin skráð við sársjúkdómum eingöngu en með aukinni reynslu og þekkingu á öryggi þeirra voru þau notuð í vaxandi mæli við öðrum sjúkdómum (30,31). Þessi rannsókn sýnir að í 33% tilvika voru lyfin gefin án undangenginnar rannsóknar, það er að segja eftir viðtal við lækni eingöngu. Þetta þarf ekki að vera röng notkun (23,32,33) og getur sparað rannsóknir, tíma og peninga. Þeir skammtar sem notaðir voru af lyfjunum voru langoftast í samræmi við skilgreindan dagskammt (DDD) þannig að því leyti voru lyfin rétt notuð. Rannsóknin sýndi einnig að magn ávísaðs lyfs var að meðaltali ekki óhóflegt. Spurningunni um það hvers vegna notkun magasárslyfja er tvisvar til þrisvar sinnum meiri hér en á hinum Norðurlöndunum (17) er ennþá ósvarað. Faraldsfræði sársjúkdóms er mismunandi, til dæmis eru magasár algengari en skeifugarnarsár á Islandi, öfugt við hin Norðurlöndin þar sem skeifugamarsár eru algengari (19-22). Hlutfallsleg tíðni sársjúkdóms í þessum löndum er hins vegar óþekkt. Samanburðarrannsókn hefur sýnt að magabólgur eru algengari meðal Reykvíkinga en Kaupmannahafnarbúa (34). Bráðabirgðaniðurstöður úr faraldsfræðilegri rannsókn benda til að tíðni mótefna gegn Helicobcicter pylori sýkinga sé hærri á Islandi en í Svíþjóð (35). Aðrir þættir geta einnig haft áhrif á notkun magasárslyfja, eins og vinnuálag og streita en rannsóknir Hjartaverndar hafa sýnt að vinnuálag var meira á Islandi en á hinum Norðurlöndunum (36). Oljóst er hvaða áhrif þessi atriði hafa á notkun magasárslyfja. Líklegra er að notkunarvenjur lækna og óskir sjúklinganna eigi meiri þátt í mismunandi notkun lyfjanna. Tvær danskar rannsóknir (30,37) eru sambærilegar við okkar rannsókn en önnur þeirra (30) er of gömul til að geta varpað ljósi á spurninguna um mismunandi notkun magalyfja. Bytzer og félagar (37) gerðu tvær rannsóknir á notkun magasárslyfja í Danmörku, fyrir og eftir að H,-blokkar og súkralafat var leyft í lausasölu árið 1989. Báðar dönsku rannsóknirnar sýndu að um 80% sjúklinganna höfðu gengist undir rannsóknir áður en lyfi var ávísað en í okkar rannsókn var hlutfallið lægra eða 67%. Fyrri rannsóknin byggðist á því að spurningarlisti var sendur til lækna sem höfðu gefið út lyfseðil og sýndi hún að staðfestur sársjúkdómur var ástæða lyfjaávísunar í 48% tilvika og órannsökuð meltingarónot (dyspepsia), sem áður höfðu svarað lyfjameðferð, í 19% tilvika. Seinni rannsóknin byggðist á því að spurningarlisti var sendur til sjúklinga, sem framvísuðu lyfseðli í apóteki, er það svipuð aðferð og notuð var í okkar rannsókn. Þessi rannsókn sýndi að 65% sjúklinganna höfðu staðfestan sársjúkdóm. Báðar dönsku rannsóknirnar sýna því mun hærra hlutfall sársjúkdóms en kemur fram í okkar rannsókn (28%) og að sama skapi lægra hlutfall meltingarónota hjá notendum lyfjanna. Því er líklegt að skýringin á mikilli notkun magasárslyfja á Islandi sé að verulegu leyti mikil notkun lyfjanna við meltingarónotum (non-ulcer dyspepsia). Erfitt er að gefa ráðleggingar um lyfjameðferð fyrir sjúklinga með meltingarónot, en í ljósi umræðunnar hér að framan er ljóst að séu lyf gefin ætti að velja ódýrustu lyfin. Magasárslyfin eru árangur áratuga þróunar í læknavísindum. Þau eru mjög virk og hafa fáar aukaverkanir, jafnvel þótt þau séu notuð í langan tíma. Jafnframt því að hafa gerbreytt meðferð á sárum og bólgum í vélinda, maga og skeifugörn, þá verka þau einnig vel á lífsstílstengd einkenni frá þessum líffærum. Þetta leiðir til þeirrar freistingar að nota lyfin lanptínium saman frekar en að breyta lífsstfl. A tímum kreppu og vaxandi kostnaðar í heilbrigðisþjónustu hlýtur að vakna sú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.