Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80: 33-39 33 Jóhann Ág. Sigurðsson NÝJUNGAR í HEIMILISLÆKNINGUM EINN HLEKKUR í KEÐJUNNI Haustið 1992 flutti Guðmundur Þorgeirsson erindi um grunnrannsóknir í læknisfræði í tilefni af komandi afmælisári Læknafélags íslands (1). Þar færði hann rök fyrir því að grunnrannsóknir og framfarir nýttust að jafnaði á mörgum og oft gjörólíkum sviðum. Nýjar uppgötvanir í læknisfræði eru á sama hátt sjaldnast bundnar við eina sérgrein læknisfræðinnar, heldur nýtast þær innan hverrar sérgreinar fyrir sig þó í mismiklum mæli sé. Heimilislækningar byggjast á þekkingu frá mörgum sérgreinum auk eigin kjarna. Það er því ljóst að umfjöllun um nýjungar í heimilislækningum snýst oft um efni sem eru skyld öðrum greinum læknisfræðinnar. Þessar nýjungar hafa jafnvel verið reyndar þar og síðan teknar upp í heimilislækningum. Sem dæmi má nefna að fLestar nýjungar og framfarir í lyfjameðferð við of háum blóðþrýstingi má rekja til grunnrannsókna í efna- og lífeðlisfræði. Eftir að rannsóknarferli í tilraunaglösum og dýratilraunum lýkur eru ný lyf gjarnan prófuð fyrst á fólki inni á sjúkrahúsum undir eftirliti lyflækna. Þegar nægileg reynsla er fengin af nýjum lyfjum og þróun þeirra komin á lokastig eru þau einkum notuð af sjúklingum utan sjúkrahúsa í umsjá heimilislækna. Meðferð sem áður var nýjung innan lyflækninga er nú orðin nýjung innan heimilislækninga. Hin nýja þekking á beitingu streptókínasa við að leysa upp blóðkekki í bráðri kransæðastíflu er enn dæmigerð nýjung í lyflæknisfræði. Hins vegar eru margir heimilislæknar úti á landsbyggðinni farnir að beita henni við bráðatilvik af þessu tagi. Byggt á erindi fluttu á visindaþingi Læknafélags íslands 15. september 1993 sem haldið var í tengslum við 75 ára afmæli LÍ. ERU NÝJUNGAR FRAMFARIR? Með hugtakinu nýjung er átt við eitthvað nýtt, nýstárlegt eða tilbreytingu. í hugum flestra er nýjung tengd einhverju jákvæðu, einhverju nýju sem bundnar eru vonir við á þeim tíma sem um hana er fjallað. Nýjung er því eitthvað sem tengt er nútíðinni. Sé nýjung skoðuð í tímans rás verður hún að þróun. Sé hugtakið skoðað í sögulegu samhengi er gott að hafa hugfast að iðulega hefur tíminn leitt í Ijós að nýjungar í læknisfræðinni hafa ekki alltaf leitt til framfara. Má í því sambandi minna á að fyrri tíma nýjungar voru eitt sinn fólgnar í því að taka mönnum blóð við hvers kyns veikindum. Fyrir um tveimur áratugum voru miklar vonir bundnar við lyfið klófíbrat (Atromid) sem átti að lækna sjúklinga með of háa blóðfitu, en síðar kom í ljós að það gerði meiri skaða en gagn. Lyfið talídómíd var algjör nýjung við svefnleysi á sínum tíma, en fljótlega kom í ljós að það olli alvarlegum fósturgöllum. AÐFERÐIR Miklar og hraðar breytingar hafa orðið innan læknisfræðinnar á síðustu áratugum. Til þess að fá sem gleggsta mynd af skoðunum lækna á nýjungum í heimilislækningum hérlendis og erlendis, skrifaði ég nokkrum valinkunnum starfsbræðrum á Norðurlöndum og Bretlandi (sjá kafla um þakkir) og spurði þá hvað þeim fyndist merkast á þessu sviði, án þess að skýra nánar hvað ég meinti með orðinu nýjung. Svörin voru margvísleg og lítil skörun á efnisatriðum. Allir voru sammála um að ekki væri hægt að aðgreina tækninýjungar í faginu frá nýjungum í skipulagi, uppbyggingu, kennslu og rannsóknum. Það sem hér verður fjallað um byggist að nokkru leyti á skoðunum þeirra. SKIPULAGSBREYTINGAR Merkasta framfaraskrefið sem stigið hefur verið í heimilislækningum hér á landi er án
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.