Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 48
38 LÆKNABLAÐIÐ NÝJUNGAR í MEÐFERÐ Margar og merkar nýjungar hafa verið á döfinni varðandi meðferð á þvagfærasjúkdómum á síðustu árum. Segja má að þar hafi rannsóknir í heimilislækningum verið í fararbroddi. Bakterían Staphylococcus saprophyticus er sérstæð að því leyti að hana er einkum að finna hjá fólki utan sjúkrahúsa (14,15). Hún var áður talin meinlaus eins og nafnið gefur til kynna og sýkingarmáttur hennar í þvagfærasýkingum uppgötvaðist ekki fyrr en farið var að rannsaka sjúklinga utan sjúkrahúsa. Dr. Mabeck, nú prófessor í heimilislækningum í Arósum, lýsti einna fyrstur einkennum og náttúrulegum gangi einfaldra þvagfærasýkinga hjá konum sem leituðu til heimilislækna og reyndust vera með coagulasa negatíva stafílokokka í þvagi. Rannsóknir sýndu að bakterían er næst algengasta orsök þvagfærasýkinga hjá konum á frjósemisskeiði. Frekari rannsóknir á þvagfærasýkingum hjá fólki utan sjúkrahúsa hafa leitt í ljós að hægt er að meðhöndla þessar einföldu sýkingar í mun skemmri tíma en áður eða frá einum upp í fimm daga í stað tveggja vikna áður fyrr og verður að telja þetta til merkari nýjunga innan læknisfræðinnar með tilliti til minni kostnaðar, minni hættu á þróun ónæmra bakteríustofna og minni óþæginda fyrir sjúklinginn. Það telst einnig til merkra nýjunga í heimilislækningum hér á landi að læknar eru farnir að hugsa um það í alvöru að nota hollensku aðferðina við meðferð á eymabólgu, en hún felst í því að nota ekki sýklalyf við meðhöndlun á eyrnabólgum hjá börnum eldri en tveggja ára. Þessi afstaða á nú vaxandi fylgi að fagna vegna nýrra upplýsinga um aukna tíðni ónæmra bakteríustofna svo sem betalactamasa framleiðandi baktería og fjölónæmra pneumókokka (16). Notkun acíklóvír eða Zovirax í töfluformi við Herpes zoster útbrotum fer vaxandi. Þetta lyf er mjög dýrt og því þýðingarmikið að vita hvort nokkuit gagn er í slíkri meðferð. Islensk rannsókn á fylgikvillum ristilútbrota bendir til þess að fylgikvillar þessa sjúkdóms séu óverulegir hjá yngra fólki (17). Hugsanleg lyfjameðferð getur því helst komið til álita hjá gömlum konum með þennan sjúkdóm. Lengi hefur verið deilt um það hvort gagn sé í að leita að blóði í hægðum með hemókúlti hjá einkennalausu fólki. Nýverið birtust í The New England Journal of Medicine niðurstöður rannsókna sem sýna gagnsemi í þá áttina (18) og því er að vænta að heimilislæknar muni nú taka aukinn þátt í reglubundinni kembileit að ristilkrabbameini með því að leita að blóði í hægðum. Á síðustu árum hafa komið fram mörg ný lyf á markaðinn, sem talin eru mun betri en þau gömlu. Má þar nefna lyf við háþrýstingi, mígreni, sveppasýkingum, magasári, astma og háum blóðfitum. Fyrir utan betri virkni á sínu sviði er það sameiginlegt flestum þessara lyfja, að þau eru mjög dýr. Það vekur yfirvöld til unthugsunar um það hvort þjóðin hafi efni á að nota hvaða lyf sem er og hvort allir hafi rétt á mestu og bestu læknismeðferð sem völ er á. Undirmiga er algeng meðal barna og þetta því algengt vandamál í fjölskyldum. Áður var talið að hér væri um sálrænan sjúkdóm að ræða en nýjustu rannsóknir hafa leitt ýmislegt annað í ljós. Flestir eru nú löngu hættir að nota lyf eins og tofraníl sem meðferð á undirmigu. Heilsugæslan hefur á síðustu árum boðið vætuvara til láns eða sölu fyrir börn með þetta vandamál. Þvaghemlandi hormónið ADH hefur lengi verið til í lyfjaformi. Á síðustu árum var það eingöngu notað tilfallandi hjá undirmigubörnum sem vildu fara í útilegur eða sofa hjá vinum sínum. Nú er komin það góð reynsla á þetta lyf að þorandi er að nota það í lengri tíma. Þessi nýjung telst til verulegra framfara innan barnalækninga og heimilislækninga. LOKAORÐ Hér að framan hefur aðeins verið stiklað á stóru og fjallað um hluta allra nýjunga í heimilislækningum á síðustu árum. Ekki hefur skapast rými til að nefna allar tækninýjungarnar í búnaði, svo sem eymasmásjána, handhæg blóðsykursmælingartæki og blóðþrýstingsmæla til notkunar í heimahúsum, hraðpróf (kits) við sjúkdómsgreiningar og svo framvegis. Ég hef lagt sérstaka áherslu á það að nýjungar í faginu fjalla ekki bara um ný tæki og ný lyf. Það vekur hins vegar athygli í þessu samhengi, að í sumum tilvikum tekur það meira en 20 ár að festa merkar nýjungar í sessi, sérstaklega þegar um er að ræða skipulagsbreytingar og kennslu, en aðrar svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.