Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1994, Síða 47

Læknablaðið - 15.01.1994, Síða 47
LÆKNABLAÐIÐ 37 að þessi ávinningur sé einn mesti sigur heilbrigðisyfirvalda í baráttunni við sýkingar (11). Engu að síður er talið að í vanþróuðum ríkjum deyi um fimm þúsund börn á dag vegna sjúkdóma sem hægt er að bólusetja fyrir eins og mislingum. barnaveiki og stífkrampa. Þegar ég var krakki veiktust nokkur börn á svipuðum aldri og ég af lömunarveiki og önnur fæddust með fæðingargalla vegna rauðra hunda. Þessir sjúkdómar sjást nú varla lengur. Þegar ég var að ljúka héraðsskyldunni í Bolungarvík árið 1977 geisaði þar mislingafaraldur. Skömmu síðar hófust kerfisbundnar bólusetningar við mislingum. Þessi sjúkdómur er nú orðinn afar sjaldgæfur hér á landi. Árið 1988 var tekin upp kerfisbundin bólusetning við rauðum hundum, mislingum og hettusótt (MMR) og ári síðar bólusetning við heilahimnubólgu af völdum bakteríunnar Haemophilus influenzae b. (Hib). Árangurinn lét ekki á sér standa (8). Allt þetta hefur gjörbreytt vinnu heimilislækna á síðustu árum. Þá má einnig minna á umfangsmiklar bólusetningar á hverju hausti við inflúensu og nýjustu ónæmisaðgerðir við lungnabólgu með pneumókokkabóluefnum hjá eldra fólki. íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem fyrstir tóku upp þessar bólusetningar í ríku mæli og árangur þeirra hefur vakið athygli víða erlendis. Ný bóluefni eru einnig væntanleg, en verið er að prófa ný bóluefni fyrir meningókokkum af flokki B og flokki A/C (11). Einnig er verið að gera tilraunir á bóluefni við mislingum sem hægt er að gefa börnum strax upp úr þriggja mánaða aldri í stað 18 inánaða eða tveggja ára eins og nú er. VÍSINDARANNSÓKNIR Aukin þátttaka heimilislækna í vísindarannsóknum á síðustu árum telst einnig til ánægjulegra nýjunga innan fagsins. Með tilkomu prófessorsembættisins í heimilislækningum hefur aðstaða til rannsóknarstarfa batnað verulega. Haldin hafa verið samtals fimm námskeið um vísindarannsóknir fyrir heimilislækna og hlúð hefur verið að tugum rannsóknarverkefna. Árangurinn er þegar að koma í ljós (12) og mun hann væntanlega koma læknum að gagni í klínísku starfi. Á síðustu árum hefur orðið algjör bylting í fjármögnun til rannsóknarstarfs í heimilislækningum bæði hér á landi og erlendis. í Fréttabréfi lækna (9/93) mátti sjá tilkynningu frá stjórn Félags íslenskra heimilislækna þar sem Vísindasjóður félagsins úthlutaði samtals tveimur milljónum árið 1993 til rannsóknarstarfa í heimilislækningum. Þennan rannsóknarsjóð hefur félagið fjármagnað á eigin spýtur. Litlu fé hefur hins vegar enn sem komið er verið ráðstafað til rannsókna í heimilislækningum frá Vísindaráðssjóði Islands eða Háskóla Islands. í Noregi hefur Norska læknafélagið veitt fé í rannsóknarstöður í heimilislækningum svonefnd almen praktiker stipendiat sem nægt hefur til fastra launa í einn til þrjá mánuði í senn og í sumum tilvikum lengur. Þessi nýjung hefur leitt til gróskumikils rannsóknarstarfs í heimilislækningum í Noregi og fjölda doktorsritgerða. Er það von mín að hægt verði að koma á svipuðu fyrirkomulagi hérlendis á næstu árum. í þessu samhengi er vert að minnast á nýja möguleika til að kynna rannsóknir, hugmyndafræði og nýjungar í heimilislækningum. Norræn þing heimilislækna, sem haldin eru annað hvert ár hafa verið frjór jarðvegur í þessu samhengi, allt frá fyrsta þinginu í Kaupmannahöfn 1979. í framhaldi af þessum rannsóknarþingum, stofnuðu heimilislæknafélög Norðurlanda nýtt læknisfræðitímarit, Scandinavian Journal of Primary Health Care, sem nú er viðurkennt í Index Medicus og er einn helsti vettvangur til kynningar á vísindagreinum innan fágsins. Mikil áhersla er lögð á það að kynna marktækar niðurstöður í fræðunum. Stofnað hefur verið í Bretlandi svonefnt Cochrane collaboration (13), en það eru samtök lækna víða um heim, sem hafa það að markmiði að safna saman marktækum upplýsingum rannsókna í heilsugæslu og koma þeim á framfæri. Hér er átt við niðurstöður úr tilviljanakenndum úrtaks- viðmiðunarrannsóknum (randomized controlled trials) í heilsugæslunni. Svipaða miðstöð er nú verið að setja á laggirnar í Kaupmannahöfn fyrir Norðurlöndin.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.