Læknablaðið - 15.05.1994, Page 6
170
LÆKNABLAÐIÐ
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Gögn: Gagnagrunnur frá tölvu
Rannsóknarstofunnar í Domus Medica var
nýttur til þessa verkefnis. Rannsóknarstofan
býður upp á allar algengar rannsóknir
í blóðmeina- og efnameinafræði og
er opin öllum læknum til þjónustu.
Þeir læknar sem senda sjúklinga sína
reglulega á rannsóknarstofuna eru allir
starfandi í Reykjavík eða nálægum
þéttbýlisstöðum, annað hvort á eigin stofum
eða heilsugæslustöðvum. Yfirgnæfandi
meirihluti sjúklinganna kemur frá læknuin
sem nota rannsóknarstofuna reglulega, annað
hvort nær einvörðungu eða eftir hentugleikum
sjúklings og ræður þá staðsetning valinu
(19). Sjúklingar koma oftast sjálfir á
rannsóknarstofuna en á einni læknastöð er
blóð dregið á staðnum og sent þaðan.
Fyrir hvern sjúkling sem kemur á
rannsóknarstofuna eru færðar inn á
tölvu upplýsingar um persónuauðkenni,
aldur, kyn, búsetu, nafn læknis sem
biður um rannsóknina, komudagsetningu
og hvaða rannsóknir beðið er um. A
rannsóknai'beiðninni verður að velja hverja
skjaldkirtilsrannsókn fyrir sig svo ekki
er mögulegt að velja neina fyrirfram
gefna samsetningu. Þegar talað er um
skjaldkirtilspróf í þessari grein er átt við
eina eða fleiri þessara mælinga sem valdar
hafa verið af lækni í hverju tilviki til mats á
skjaldkirtilsstarfsemi sjúklings.
Strax og hverri rannsókn er lokið er
niðurstaðan skráð í tölvuna. Þegar öllum
umbeðnum rannsóknum á sjúklingi er lokið
er svar sent til læknisins, en það er jafnframt
geymt á minnisdiski tölvunnar. Oll svör
sjúklinga, annarra en vistmanna á elliheimilum
eða öðrum stofnunum frá apríl 1989 til 31.
desember 1990, voru rannsökuð afturskyggnt
Aðferðir: Hormónamœlingar: Mæld
skjaldkirtilshormón voru; thýroxín (T4),
frítt thýroxín (FT4) og þríjoðthýrónín
(T3) og einnig thýrótrópín (TSH).
T4 var mælt með mótefnamæliaðferð
(immunoassay) með Delfia flúrskins-
mælingarefnum (immunofluorescence-
reagents) frá Pharmacia-Wallac í Turku
í Finnlandi. FT4 og T3 voru mæld með
mótefnamæliaðferðum með ljómunar-
mælingarefnum (immunoluminescence) frá
Amersham International Ltd. í Englandi. TSH
mælingin var svonefnd annarrar kynslóðar
mæling (5), þar sern notuð eru að minnsta
kosti tvö mótefni og annað einstofna, og síðan
ljómunaraðferð (Amersham) við að inæla
styrk merkts mótefnis og þar með styrk TSH
í sermi. Þessi mæling nær að mæla efni niður
í styrkleikann 0,04 mU/1, en viðmiðunargildi
hennar fyrir normalt úrtaksþýði er 0,24 - 2,9
mU/1. Viðmiðunarmörk hormónamælinganna
voru fengin frá framleiðanda og mælingum
rannsóknarstofunnar á 60 manna úrtaki
heilbrigðra og bar þessum mörkum vel saman.
Við flokkun lækna í sérgreinahópa var
farið eftir þekktum starfsvettvangi, en ekki
sérfræðiviðurkenningu, færi það ekki saman.
Urvinnsla var gerð í tölvu með ’Tnformix”
gagnagrunni.
Staðtölulegir útreikningar: T-próf stúdents
var notað til þess að bera saman meðaltöl.
Staðlað frávik meðaltals (standard error of
the mean; S.E.M.) er notað, þar sem sýnd
er dreifing um meðaltal nema annað sé tekið
fram.
NIÐURSTÖÐUR
Sjötíu og sjö læknar, flestir heimilis-
eða lyflæknar, höfðu sent að minnsta
Table I. Specialities: Number aiul average professional
age of doctors who iuid sent 100 patients or more.
Speciality Number of doctors Mean professional age (years)
General practitioners . . 32 18.9
Endocrinologists 4 22.0
Other internists . 18 23.6
cardiologists 11
others 7
Other doctors . 22 19.5
Gynecologists 7
Pediatricians 4
Others 11
Table 11. Number of thyroid profiles requesled and mean frequency (SD) of ttiyroid tests per visit.
Number of Mean frequency
thyroid (%) of thyroid
Speciality test profiles tests per visit (SD)
General practitioners . . 3687 17.7 (10.6)
Endocrinologists . 1543 73.6 (6.4)
Other internists . 1366 20.8 (13.6)
Other doctors . 1078 16.1 (16.0)