Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1994, Side 9

Læknablaðið - 15.05.1994, Side 9
LÆKNABLAÐIÐ 173 evrópskum og japönskum innkirtlalæknum þar sem þeir svöruðu spurningalista um hvernig þeir myndu rannsaka og meðhöndla algengt tilfelli af Graves-sjúkdómi. kom í ljós að um 70-80% notuðu próf til að mæla T4 styrk í sermi, og 60-70% mældu T3 (15- 17). Næm TSH próf af annarri kynslóð voru mest notuð af Japönum (92%) og minnst af Evrópumönnunum (um 55%) en þess ber að geta að evrópska könnunin var gerð 18 mánuðum fyrr en hinar og næmu TSH prófin þá nýlega komin til sögu. Japanirnir notuðu einnig FTl (free thyroxin index) minnst (< 10%) og mest FT4 (80%) og FT3 (66%) en Evrópumennirnir alveg öfugt, mest FTI og minnst FT4(«18%) og FT3 («5%). Rannsókn á notkun heimilislækna á efnameinafræðirannsóknum við sjúkrahúsið í Oðinsvéum sýndi að algengasta skjaldkirtilsmælingin var T4 (22,6% tilfella) en blóðrauði, sökk og blóðsykur voru mæld þar á stofum læknanna svo hlutfall skjaldkirtilsprófa var hærra fyrir vikið. Skjaldkirtilsmælingarnar voru 6,8% af öllum efnameinafræðirannsóknum í þessari könnun (20). I rannsókn frá einni heilsugæslustöð í Ósló voru skjaldkirtilsmælingar 5,2% af efnameinafræðirannsóknum (21). Sambærilegt hlutfall hjá heimilislæknum í rannsókn okkar er 8,6%. Flestir sjúklingar komu aðeins einu sinni í skjaldkirtilspróf á könnunartímabilinu. Sjúklingar innkirtlalækna skera sig þó úr með hæst hlutfall endurtekinna mælinga, enda væntanlega fleiri skjaldkirtilssjúklingar undir eftirliti í þeim hópi. I 87% tilfella sendu heimilislæknar sjúklinga sína aðeins einu sinni í skjaldkirtilspróf og bendir það til þess að veruleg skimun eftir skjaldkirtilssjúkdómum eigi sér stað meðal þeirra. I rannsókn frá Arósum kom fram að 54% sjúklinga sem sendir voru í skjaldkirtilspróf frá heimilislæknum voru til skimunar eða sendir vegna óljósra einkenna. Önnur 34% höfðu einkenni um skjaldkinilssjúkdóma, en aðeins 12% höfðu greindan skjaldkirtilssjúkdóm (7). í rannsókninni frá Óðinsvéum, sem fyrr er getið, voru hins vegar flest skjaldkirtilsprófin vegna eftirlits, en minnihlutinn til greiningar (20). í nýlegri yfirlitsgrein um skimun fyrir skjaldkirtilssjúkdóma er komist að þeirri niðurstöðu að skimun eigi helst rétt á sér hjá konum eldri en 40 ára með óljós einkenni (22). Mikill munur var á samsetningu skjaldkirtilsprófa hjá læknum. Mismunandi sérgreinar skera sig einnig hver frá annarri enda eru sjúklingahóparnir ólíkir. Athyglisvert er að í hópi lækna annarra en heimilis- og lyflækna er algengt að allar fjórar skjaldkirtilsmælingarnar séu notaðar í einu. Algengasta samsetning beiðnanna var TSH, T4 og T3 og var hún sérstaklega tíð meðal heimilislækna. Búast má við að þá sé oft verið að leita að skjaldkirtilssjúkdómi vegna óljósra klínískra einkenna. I rannsókninni frá Arósum notuðu heintilislæknar nær alltaf þrjár eða fjórar mælingar þegar beðið var um skjaldkirtilspróf, en þar var hægt að velja um T4, T3, T3- upptöku og TSH sem er ónæmt eldra próf af fyrstu kynslóð. í 31% tilfella var TSH ekki valið (7). Önnur dönsk rannsókn sýndi að heimilislæknar í Óðinsvéum notuðu yfirleitt T4 og T3-upptöku, en fimmfalt sjaldnar TSH (20). Þessar kannanir sem við höfum vitnað til eru ekki sambærilegar vegna þess að þær eru gerðar nokkrunt árum fyrr en okkar könnun og T3-upptaka og eldri TSH mælingar eru vart gerðar lengur. En samanburðurinn bendir til breytinganna sem orðið hafa á notkun prófanna. Jákvæðar skjaldkirtilsrannsóknir, það er með eina eða fleiri mælingar utan viðmiðunarmarka, eru algengastar meðal sjúklinga innkirtlalækna, eins og búast mátti við. Var munurinn svipaður hvort sem um er að ræða öll próf eða aðeins fyrsta próf sjúklings á könnunartímabilinu en jákvæð próf eru auðvitað frekar endurtekin en önnur. Jákvætt skjaldkirtilspróf þarf ekki að merkja sjúkdóm í skjaldkirtli, en krefst nánari athugunar. Meðal skjaldkirtilsrannsókna frá heimilislæknum voru 17% utan viðmiðunarmarka sem er svipað og hjá heimilislæknum í Arósum þar sem hlutfallið var 19% (7). Niðurstöður úr þessari rannsókn gefa tilefni til að álykta að notkun skjaldkirtilsrannsókna mætti oft vera markvísari. Erfitt er þó að segja til um hvaða nálgun er best, það er bæði árangursrík og hagkvæm. Ljóst ætti þó að vera að öll fjögur prófin samtímis eru sjaldnast réttlætanleg og jafnvel ætti ekki að

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.