Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1994, Side 12

Læknablaðið - 15.05.1994, Side 12
176 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80: 176-178 NABLAÐIÐ IE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknaíclag Íslands og LR hbI , | „ , I ' »|o » I l-æknaíclag Rcykjavikur 80. ARG. MAI 1994 Ritstjórnargrein Um notkun skjaldkirtilsprófa Ákvörðun um rannsóknir og túlkun þeirra eru snar þáttur í störfum okkar lækna. Þær gegna veigamiklu hlutverki til dæmis við kembileit, staðfestingu eða útilokun sjúkdómsgreiningar og sjúkdómseftirlit. Markviss notkun rannsókna ætti að vera keppikefli allra lækna, einkum nú á tímum vaxandi krafna um góða þjónustu, en þó með sem minnstum kostnaði. Margar athuganir hafa sýnt að rannsóknarstofur virðast ofnotaðar (1). Heildarkostnaður vegna þessa er vafalaust drjúgmikill, þótt einstakar algengar rannsóknir séu ekki ýkja dýrar ("little ticket technology”). Þá eru óþarfar rannsóknir varasamar af öðrum ástæðum, meðal annars vegna þess að þær geta hrundið af stað skriðu frekari rannsókna á grundvelli falskt jákvæðra niðurstaðna (heilkenni Ódysseifs) (2). Margt getur skýrt ofnotkun á lækningarannsóknum: 1. Skortur á tilhlýðilegri þekkingu á takmörkunum rannsókna og þar með oftrú á gildi þeirra meðal margra lækna og nær allra sjúklinga. Samfara þessu er gjaman vanmat á hefðbundnum gildum sjúkrasögu og skoðunar. 2. Ör þróun í rannsóknartækni, sem leiðir af sér mikið framboð rannsókna og tíð umskipti í mælingaraðferðum fyrir hverja rannsókn, gerir okkur erfitt um vik að leggja rétt mat á gildi þeirra í daglegum störfum. 3. Of lítil tengsl eru á milli lækna og almennra rannsóknarstofa. Starfsmenn hinna síðarnefndu virðast á stundum sitja í fílabeinsturni heillandi nýjunga í mælingaraðferðum sem verða jafnvel markmið í sjálfu sér. Enn er alltof Iítið um það að rannsóknarstofur í stoðgreinum, til dæmis blóðrannsóknum og myndgreiningu skýri í rituðu máli þær rannsóknir sem boðið er upp á, ekki síst þær nýjustu, helstu ábendingar, frábendingar, takmarkanir og |iess háttar. 4. Einhvers konar áráttuofnotkun sumra lækna á rannsóknum. Skýringar gætu verið til dæmis ótti við að missa af sjaldgæfri sjúkdómsgreiningu eða einhvers konar fullvissuþráhyggja í sjúkdómaleit (3). 5. Fáfræði um kostnað rannsókna. Að hluta til er þetta vegna þess að upplýsingar urn kostnað eru víða ekki aðgengilegar. 6. Ágóðasjónarmið, til dæmis ef læknir sem ákveður rannsókn er sá sami og framkvæmir hana og fær þá jafnframt umbun fyrir. Notkun skjaldkirtilsprófa Margt af ofangreindu á við um svonefnd skjaldkirtilspróf (hér notað urn mælingar í sermi á þéttni skjaldkirtilshormóna T3 og T4 og stýrihormónsins TSH). I raun er mjög skiljanlegt að læknar biðji oft um ofangreindar mælingar. Einkenni starfrænna truflana í skjaldkirtli (of- eða vanstarfsemi), eru til dæmis oft mjög óljós en jafnframt algeng (til dæmis þreyta, þyngdaraukning, hjartsláttaróregla og fleira), því er eðlilegt að læknar leiði oft hugann að skjaldkirtilssjúkdómum í daglegum störfum sínum. En einmitt vegna þess hve almenns eðlis einkennin eru verður að treysta ennþá meira á niðurstöður blóðprófa. Ljóst er þó að með tilliti til ofangreinds, svo og þeirrar staðreyndar að algengi skjaldkirtilssjúkdóma víðast hvar í nágrannalöndum okkar er á bilinu 2-3%, er skjaldkirtilsprófum í raun oftast beitt til að útiloka ofangreinda sjúkdóma. Við þær aðstæður hafa læknar oftast stuðning af prófunum. Forspárgildi óeðlilegra prófa er háð sértæki þeirra (því sértækara sem próf er, þeim mun færri falskar jákvæðar niðurstöður), algengi sjúkdómsins, svo og hvernig eðlileg mörk eru skilgreind. Hið síðasttalda er mjög mikilvægt. Til að ákvarða eðlileg mörk er gjarnan safnað saman tiltölulega fámennum hópi heilbrigðra einstaklinga og meðaltal þeirra með tveimur staðalfrávikum notað sem viðmiðunarmörk. Oftar en ekki á þetta lítið skylt við þann

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.