Læknablaðið - 15.05.1994, Qupperneq 13
LÆKNABLAÐIÐ
177
sjúklingahóp sem er til umfjöllunar hverju
sinni og afleiðingin meðal annars sú að
sértæki prófanna við þær aðstæður minnkar
verulega.
A hinn bóginn hefur orðið mjög ör þróun í
tækni til mælinga á hormónastyrk í blóði.
Ekki síst á þetta við um TSH (thyroidea
stimulating hormone). Næmi nýjustu
mælingaraðferða gerir kleift að finna nánast
alla einstaklinga með ofstarfsemi (bælt
eða ómælanlegt TSH) og vanstarfsemi
(hækkað TSH). Vandamálið er að margt
fleira en ofangreindir sjúkdómar getur
valdið óeðlilegum TSH gildum. Sú aðstaða
kemur reyndar nokkuð oft upp að um er að
ræða eðlilegt magn af T3 og T4 í sermi,
en brenglun á TSH án nærtækrar skýringar.
Viðkomandi einstaklingar eru yfirleitt með
lítil einkenni skjaldkiitilssjúkdóms og
hafa hugtökin subklínískur hypo- og/eða
hyperthyroidismus verið notuð um slíkt ástand.
Að hluta til tengist þetta áreiðanlega því
hvernig eðlileg mörk eru skilgreind, það er því
þrengri sem þau mörk eru þeim mun líklegra
er að rekast á þetta ástand. Hluti þessara
einstaklinga er hins vegar væntanlega með
sjúkdóm á byrjunarstigi og oft verður tíminn
að leiða í ljós hvort svo er.
Helstu nýmæli í sambandi við mælingu
á magni skjaldkirtilshormóna í sermi eru
mælingar á fríu formi T3 og T4 (FT3 og
FT4), en aðeins lítið brot þessara hormóna er
óbundið í sermi. Oftast er gott samræmi milli
frís magns og heildarmagns, en ósamræmis
gætir meðal annars fyrir áhrif lyfja eins og
östrógena sem auka magn bindiprótína í
sermi og þar með heildarmagn, en magn fría
hormónsins er óbreytt. I slíkum tilvikum hefur
mæling á fría efninu ótvíræða kosti.
I þessu tölublaði Læknablaðsins er greint frá
niðurstöðum rannsókna á rannsóknarstofu
í Reykjavík á notkun skjaldkirtilsprófa á
sjúklingum utan spítala. Þrátt fyrir ýmsa
annmarka má ýmislegt af þessari rannsókn
læra. Ef til vill er fróðlegast að athuga hvernig
heimilislæknar þeir er könnunin náði til nota
skjaldkirtilspróf. Notkun þeirra er frábrugðin
því sem aðrir læknar gera og er það meðal
annai's vegna þess að sjúklingahópur þeirra
er væntanlega ekki eins ”valinrí’ og hinna
læknanna. I því sambandi er athyglisvert að
mikill breytileiki er innan hópsins á tíðni
skjaldkirtilsmælinga, eða frá fimm og upp í
46%. Einnig er eftirtektarvert að algengasta
samsetning beiðna hjá þessum hópi lækna var
TSH, T4 og T3 (56% allra beiðna).
Þar sem gera má ráð fyrir að rannsóknin
hafi í flestum tilvikum beinst að því að
Tafla. Tillögur að hagnýtri notkun skjaldkirtilsblóðprófa.
Aðstæður Mælingar Athugasemdir
. lítill S ofstarf x ^t ^ verulegur Grunur um TSH* Einkenni lítil eða almenns eðlis. Rannsókn beinist fyrst og fremst að því að útiloka ofstarfsemi.
T4 (eða FT4)+TSH (e.t.v. T3 eða FT3) Grunur allsterkur, til dæmis skjaldkirtilsstækkun + augneinkenni + heitfengi, hraður hjartsláttur.
\ ym vanstarf TSH* Einkenni lítil eða almenns eðlis. Rannsókn beinist fyrst og fremst að því að útiloka vanstarfsemi.
N'v verulegur T4 (eða FT4J+TSH (aldrei T3 eða FT3) Grunur allsterkur til dæmis kulvísi + hægur hjartsláttur + þroti.
Einkennalaus skjaldkirtilsstækkun TSH’ Útiloka starfræna truflun.
Bráð veikindi FT4+TSH Varast ómarkvissa notkun prófa því tíðni falskt afbrigðilegra mælinga er há, (til dæmis "sick euthyroid syndrome”).
Thyroxin meðferð (eftir fyrsta árið) TSH* árlega
* Æskilegt væri að rannsóknarstofa hefði fyrirmæli um að mæla T4 eða FT4 ef TSH mælist utan viðmiðunargilda.