Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1994, Page 14

Læknablaðið - 15.05.1994, Page 14
178 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80: 176-178 útiloka sjúkdóm í skjaldkirtli er freistandi að álykta að í þeim tilvikum hefði ein mæling verið nægjanleg, til dæmis TSH. Vangaveltur sem þessar vekja reyndar upp þá spurningu hvort ekki sé orðið tímabært að læknar við almenn læknisstörf semji við rannsóknarstofur um ákveðna nálgun þegar um er að ræða útbreidda notkun prófa, í flestum tilvikum væntanlega til þess að útiloka sjúkdóm, samanber skjaldkirtilspróf hjá heimilislæknum. Mætti þá hugsa sér að oftast væri beðið um TSH eingöngu, en starfsfólk rannsóknarstofu hefði fyrirmæli um að mæla til viðbótar til dæmis FT4 falli TSH mælingin utan viðmiðunarmarka. Slíkt myndi í flestum tilvikum veita nægjanlegar viðbótarupplýsingar og spara auk þess sjúklingum aðra ferð til blóðtöku. Ábendingar um úrbœtur I meðfylgjandi töflu eru settar fram tillögur undirritaðs að nálgun til frumgreiningar/ útilokunar skjaldkirtilssjúkdóma. Gert er ráð fyrir að grunur um skjaldkirtilstruflun sé annaðhvort lítill eða umtalsverður, en að sjálfsögðu verða ekki dregin skörp skil þar á milli. Tekið skal fram að skönnun skjaldkirtils og mæling á upptöku geislajoðs eru ekki í töflunni, enda eiga slíkar rannsóknir ekki heima í frumkönnun á skjaldkirtilskvillum heldur gegna þær hlutverki við sérstakar aðstæður, svo sem mismunagreiningu ofstarfsemi, mat á virkni hnúta og fleira. Ari Jóhannesson HEIMILDIR 1. Griner PF, Glaser TJ. Misuse of Laboratory Tests and Diagnostic Procedures. N Engl J Med 1982; 307: 1336-9. 2. Rang M. The Ulysses syndrome. Can Med Assoc J 1972; 106: 122-3. 3. Kassirer JP. Our Stubbom Quest for Diagnostic Certainty. A Cause of Excessive Testing. N Engl J Med 1989; 320: 1489-91.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.