Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1994, Síða 15

Læknablaðið - 15.05.1994, Síða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80: 179-184 179 Hildur Thors1*, Helgi Sigurösson2*, Einar Oddsson1*, Bjarni Þjóðleifsson1> AÐGERÐIR VEGNA SÁRSJÚKDÓMS í MAGA OG SKEIFUGÖRN ÁGRIP Notkun lytja við sársjúkdómi í meltingarfærum (peptic ulcer) er tvisvar til þrisvar sinnum meiri á Islandi en á hinum Norðurlöndunum. Tilgangur fyrirliggjandi rannsóknar var að meta áhrif þessarar lyfjagjafar á tíðni valaðgerða og bráðaaðgerða vegna sársjúkdóma í meltingarfærum. Rannsóknin nær til þeirra tjögurra sjúkrahúsa sem framkvæmdu þessar aðgerðir á árunum 1971-1989. Sjúkdómaskrár voru skoðaðar og aðgerðarnúmer, dagsetning, kyn og aldur var skráð. Meðaltíðni á ári fyrir hverja 100.000 íbúa var reiknuð út fyrir fimm ára tímabil og aldurshópana 20-49 ára, 50-69 ára og 70 ára og eldri. Gerðar voru 786 valaðgerðir en fjöldi þeirra lækkaði um 82% milli fyrsta og síðasta tímabils. Bráðaaðgerðir vegna sára í maga og skeifugörn voru 503, 288 (57%) vegna holsárs (perforation) og 159 (32%) vegna blæðingar, en 56 (11%) bráðaaðgerðir voru vegna annarra sára. Engin breyting varð á heildartíðni bráðaaðgerða á tímabilinu. Hins vegar lækkaði tíðni bráðaaðgerða hjá yngsta aldurshópnum en hækkaði hjá þeim elsta. Kynjahlutfallið (karlar/konur) lækkaði á tímabilinu, sérstaklega varðandi valaðgerðir. Við ályktum að tilkoma lyfja við sársjúkdómum hafi leitt til mikillar fækkunar valaðgerða vegna sársjúkdóma. Lækkandi tíðni bráðaaðgerða hjá yngsta aldurshópnum er hugsanlega árangur fyrirbyggjandi meðferðar með magalyfjum en aukin tíðni hjá elsta aldurshópnum tengist sennilega bæði meiri notkun BEYGL lyfja (bólgueyðandi gigtarlyf) og kynslóðaáhrifum. INNGANGUR Á síðustu 30 árum hefur innlögnum á sjúkrahús vegna sársjúkdóma í Frá 1>lyflækningadeild Landspítalans, 2>Pharmaco, Reykjavík. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Bjarni Þjóðleifsson, lyflækningadeild Landspítalans, 101 Reykjavík. meltingarfærum fækkað á Vesturlöndum (1- 5). Deilt hefur verið um hvort þessi fækkun endurspegli lægri tíðni sársjúkdóma eða breytingu í meðferð og skráningu. Rannsóknir í Bandaríkjunum sýna að breytingar á tíðni sársjúkdóma endurspegla raunverulega fækkun magasára og sérstaklega skeifugarnarsára (4). Þrátt fyrir að heildartíðni sársjúkdóma lækki hefur tíðni aðgerða vegna blæðinga og holsára hækkað hjá elsta aldurshópnum (5,7-9). Tilkoma H2-blokka árið 1976 og stöðugt vaxandi notkun þeirra í meðferð við sársjúkdómi hefur leitt af sér fækkun valaðgerða vegna sársjúkdóms (10-13). Áhrif H2-blokka síðasta áratuginn virðast hins vegar vera mjög lítil á bráðatilvik sársjúkdóms (blæðingar, holsár) (5,14-16). Ástæður fyrir breytingu á faraldsfræði sársjúkdóms eru ekki ljósar. Aukin tíðni bráðatilvika hjá 70 ára og eldri hefur verið tengd aukinni notkun BEYGL lyfja hjá þessum aldurshópi (7,17) en einnig eru ábendingar um að tíðni sársjúkdóma sé mjög há hjá kynslóðum sem fæddust um aldamótin (18). Greinilegur landfræðilegur munur er á faraldsfræði sársjúkdóms (18). I tengslum við okkar rannsókn er hegðun sársjúkdóms á svæðum unihverfis heimskautsbauginn sérstaklega áhugaverð. Hún einkennist af því að tíðni magasára er tvisvar til þrisvar sinnum hærri en skeifugarnarsára. Þessi "heimskautahegðun” sársjúkdóms þekkist í Norður-Noregi (19), Alaska (20) og á íslandi (21), en vert er að hafa í huga að gögnin frá Islandi eru frá fyrri hluta aldarinnar. Notkun lyfja við sársjúkdómi í meltingarfærum er tvisvar til þrisvar sinnum meiri á Islandi en á hinum Norðurlöndunum. Tilgangur þessarar rannsóknar er að meta áhrif þessarar lyfjagjafar á íjölda valaðgerða og bráðaaðgerða vegna sársjúkdóma í maga og skeifugörn. Skoðuð voru gögn frá sjúkrahúsum um valaðgerðir og bráðaaðgerðir

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.