Læknablaðið - 15.05.1994, Síða 17
LÆKNABLAÐIÐ
181
Valaðgerðir eru aðgerðir sem eru áætlaðar
og gerðar í þeim tilgangi að minnka
sýruframleiðslu. Bráðaaðgerðir eru aðgerðir
sem ber brátt að vegna fylgikvilla eins og
blæðinga og holsára.
Upplýsingar um mannfjölda voru fengnar
hjá Hagstofu Islands. Meðalíbúafjöldi var
reiknaður fyrir tímabilin 1971-75. 1976-80,
1981-85 og 1986-89, fyrir aldurshópana 0-49
ára, 50-69 ára og 70 ára og eldri, fyrir alla
aldursfiokka og bæði kyn.
Til að kanna staðtölulegan mun á tölum í töflu
II, III og IV var notað kí-kvaðrat próf, 2 x
4 töflur með frímarki = 3. P<0,05 var talið
marktækt.
NIÐURSTÖÐUR
Valaðgerð vegna sársjúkdóms var gerð á alls
786 sjúklingum (tafla I). Fjöldinn lækkaði um
82% milli fyrsta og síðasta tímabils. Alls voru
gerðar 503 bráðaaðgerðir, 288 (57%) vegna
holsára, 159 (32%) vegna blæðinga en ástæður
56 aðgerða (11%) voru aðrar. Engin marktæk
breyting er á tíðni bráðaaðgerða þegar tekið er
tillit til breytinga á fólksfjölda (tafla II).
Tafla III sýnir hlutfall maga- og
skeifugarnarsára fyrir rannsóknatímabilið og
er engin marktæk breyting.
Tafla IV sýnir kynjahlutfallið (karlar/konur)
fyrir bráða- og valaðgerðir við maga- og
skeifugarnarsárum. Hlutfallið lækkar í öllum
flokkum miðað við tímabilið 1971-1975 en
lækkunin er aðeins marktæk fyrir valaðgerðir.
Tafla V sýnir meðaltíðni bráðaaðgerða á ári,
fyrir aldurshópana 20-49 ára, 50-69 ára og
70 ára og eldri (fyrir 100.000 íbúa/ár), fyrir
öll sjúkdómsnúmer sársjúkdóma í maga og
skeifugörn. Vegna fárra aðgerða f hverjum
hópi eru sveiflur milli tímabila nokkrar en
heildartíðnin er sýnd í síðasta dálki í töflu
V, sem tekur til allra sjúkdómsnúmera.
Heildartíðnin er einnig sýnd á mynd I. Tíðnin
hjá yngsta aldurshópnum fellur úr 27 (miðað
við 100.000 íbúa/ár) árin 1971-75 í 12 árin
1981-89. Tíðnin hjá aldurshópnum 50-69
ára er nálægt 55 allan tímann. Hjá elsta
aldurshópnum (70 ára og eldri) vex tíðnin
mikið, úr 50 á árunum 1971-75 í 138 árin
1986-89.
UMRÆÐA
Rannsóknin hefur leitt í ljós þó nokkrar
breytingar á tíðni aðgerða á Islandi vegna
sársjúkdóms í maga og skeifugörn. Mest
áberandi er fækkun valaðgerða frá 1976 í
um það bil 18% af hámarksfjölda. Címetidín
var skráð á Islandi árið 1976 og notkun H2-
blokka og annarra lyfja við sársjúkdómi
hefur verið stöðugt vaxandi í um það bil
20 DDD/1000 íbúa/dag árið 1990 sem
er tvisvar til þrisvar sinnum meira en á
hinum Norðurlöndunum (22). Tímabundin
eða samfelld meðferð með H2-blokkum er
orðin algengasta meðferð við sársjúkdómi.
Heildartíðni bráðaaðgerða vegna blæðandi
Table V. Mean incidence of operations for acute complications of peptic ulcer per 100.000/year according to age
groups.
Periods Age groups Duodenal ulcer Gastric ulcer Gastric and duodenal ulcer Other ulcers Total
Without perforaton With perforaton Without perforaton With perforaton With and without perforaton
1971-75 20-49 3 13 5 5 26 1 27
50-69 11 11 11 20 53 5 58
70+ 7 9 23 6 45 5 50
1976-80 20-49 2 11 1 5 18 0 18
50-69 9 17 7 16 49 3 52
70+ 22 24 30 12 88 11 99
1981-85 20-49 2 5 2 2 11 1 12
50-69 9 25 15 7 55 1 57
70+ 12 31 24 22 89 7 96
1986-89 20-49 1 6 2 2 11 1 12
50-69 8 15 8 19 50 4 54
70+ 32 25 32 43 132 6 138