Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 18
182 LÆKNABLAÐIÐ sára og holsára hefur verið sú sama á þeim 19 árum sem rannsóknin nær til en breyting hefur orðið á aldursdreifingunni. Greinileg ijölgun aðgerða kemur fram hjá þeim sem eru 70 ára og eldri, hjá báðum kynjum, meira áberandi hjá körlum. Hins vegar fækkar bráðaaðgerðum hjá yngsta aldurshópnum, 20-49 ára. Olíklegt er að villur vegna breytinga í skráningu hafi mismunandi áhrif á aldurshópana. Gögnin hafa verið skoðuð bæði með og án annarra sára (tafla V) og eru niðurstöðurnar samhljóða. Nokkrar aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á sömu breytingar með aldri hvað varðar aðgerðir vegna blæðinga og holsára (5,7-9) og líklegasta skýringin hefur verið talin aukin notkun BEYGL lyfja í eldri aldurshópum. Þetta getur vel átt við á Islandi þar sem sala BEYGL lytja jókst um 70% frá 1981 til 1989. Athygli vekur að mikil notkun magasárslyfja á Islandi hefur ekki haft áhrif á heildartíðni aðgerða vegna blæðandi sára og holsára í maga og skeifugörn. Magasárslyfin eru sérstaklega mikið notuð í þeim aldurshópi sem hefur hæsta tíðni bráðaaðgerða (23). Rannsókn frá Tayside svæðinu í Skotlandi (24) sýndi fram á marktæka fækkun fylgikvilla skeifugarnarsára meðal þeirra sjúklinga sem notuðu ranitidín sem langtíma viðhaldsmeðferð. Þetta bendir til að fækkun aðgerða sem sést í hópi 20- 49 ára í þessari rannsókn geti verið vegna notkunar H2-blokka. I þessum sama aldurshópi er notkun BEYGL lyfja lítil. Við túlkun á þessum niðurstöðum hvað varðar tímabil þarf ennfremur að hafa í huga að hér er verið að fjalla um tfðni aðgerða, en ekki raunverulegan fjölda blæðinga og holsára. Abendingar fyrir aðgerð gætu hafa breyst. Um 57% aðgerða voru vegna holsárs og má telja víst að ábending fyrir aðgerð hjá þessum hópi hafi ekki breyst. Um 32% aðgerða var vegna blæðinga og er mögulegt að ábending hafi breyst þannig að gamalt fólk fari í aðgerð fyrr en áður var. Þessi möguleiki nær þó engan veginn að skýra þann mikla mun á tíðni sem fram kemur milli tímabila. I eldri rannsóknum (21,25) hefur verið lýst ”hei mskautahegðun” sársjúkdóma á Islandi. Þessi rannsókn staðfestir þessa hegðun. Heildarhlutfall milli ntagasára og skeifugarnarsára er 0,8 í bráðaaðgerðum og 1,2 í valaðgerðum og er það hærra en í öðrum Evrópulöndum en ekki eins Average incidence 100.000/year 80 20 - 0 -j----------1----------1-----------1----------1 71-75 76-80 81-85 86-89 Periods ■ 70+ • 50-69 a 20-49 Fig l. Averoge incidence of acute operations for peptic ulcer per 100.000/year according to age groups. hátt og á öðrum heimskautasvæðum (19,20). Ekki er vitað hversu nákvæmlega hlutfallið á aðgerðum milli magasára og skeifugarnarsára endurspeglar raunverulegt algengi sársjúkdóms meðal þjóðarinnar, en líklega sýna valaðgerðirnar nánari fylgni. Greiningarflokkarnir tveir sem bráðaaðgerðir skiptast í, það er að segja með og án holsárs, taka til sömu meingerðar sársjúkdóms en af mismunandi gráðu. I flokknum ”án holsárs” eru aðallega blæðandi sár sem er vægari meingerð en holsár. Hlutfallið milli magasára og skeifugarnarsára er ekki það sama í flokkunum. Það er hærra í flokknum "án holsárs” (1,3) heldur en í fiokknum ”með holsári” (0,7) sem sýnir að holsár myndast frekar í skeifugörn en maga. Ekki kemur fram marktæk breyting á heildarhlutfallinu milli magasára og skeifugarnarsára á þessu 19 ára tímabili. Heildarhlutfallið milli karla og kvenna með skeifugarnarsár er 1,7 í bráðaaðgerðum og 2,0 í valaðgerðum. Fyrir magasár er hlutfallið 1,0 og 1,2. Þessi rannsókn sýnir hins vegar breytingu með tímanum bæði hvað varðar skeifugarnarsár og magasár, sérstaklega í valaðgerðum. þannig að hlutfallið milli karla og kvenna fer lækkandi frá 1971-75. Þetta er bæði vegna fjölgunar hjá konum og fækkunar hjá körlum. Rannsókn byggð á röntgengreiningu sára (25) og íslensk rannsókn á dánartíðni vegna sársjúkdóms (26) sýna svipaðar breytingar á kynjahlutfallinu. Þessi rannsókn og aðrar (25,26) sýna að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.