Læknablaðið - 15.05.1994, Side 19
LÆKNABLAÐIÐ
183
líklega hefur útbreiðsla sársjúkdóms verið
að breytast á íslandi á síðustu áratugum.
Mest áberandi er sú fjölgun sem kemur
fram í skeifugarnarsárum hjá konum.
Þessi breyting hefur orðið á tveimur til
þremur áratugum og má líklega rekja til
breytinga í umhverfisþáttum og félagslegum
áhættuþáttum. A þessu tímabili varð mikil
breyting á lifnaðarháttum. Þátttaka kvenna í
atvinnulífinu jókst úr 20% árið 1960 í 85%
árið 1985 (27) á meðan framlag þeirra til
heimilisstarfa minnkaði sennilega ekki. A
þessu tímabili tóku konur upp ýmsa siði sem
verið höfðu algengari meðal karla, svo sem
reykingar, en þær jukust meðal kvenna úr
30% í 43% á árunum 1958-78 (28).
Þessi rannsókn sýnir að lyfjameðferð hefur
orðið aðalmeðferðin við sársjúkdómi á Islandi
á níunda áratugnum. Þrátt fyrir mjög mikla
notkun magasárslyfja hefur heildartíðni
fylgikvilla sársjúkdóms haldist óbreytt.
Astæðan er ef til vill sú að einungis um 30%
þessarar lyfjanotkunar er við sársjúkdómi
(23). Fækkun fylgikvilla hjá aldurshópnum
20-49 ára gæti verið vegna fyrirbyggjandi
áhrifa viðhaldsmeðferðar með H2-blokkum, en
lækkun á heildartíðni sársjúkdóms gæti einnig
átt sinn þátt.
Það er áhugavert að bera okkar niðurstöður
saman við niðurstöður rannsókna frá hinum
Norðurlöndunum. Norsk rannsókn (29) sýndi
að í Bergen var tíðni aðgerða við holsárum
nánast óbreytt allt tímabilið 1935-1990 eða
10/100.000/ár. Sænsk rannsókn (30) sýndi
hins vegar að tíðni aðgerða við holsárum
minnkaði úr 12,8 í 6,4/100.000/ár á milli
áranna 1956 og 1986. Finnsk rannsókn
(31) sýndi að tfðni aðgerða vegna holsára
var á bilinu 2,3-7,5/100.000/ár árin 1977-
1989 og var engin marktæk breyting milli
tímabila. I okkar rannsókn er meðaltíðnin
6,6-7,3/100.000/ár 1976-1989 og var heldur
engin marktæk breyting milli tímabila. Sænska
rannsóknin er sú eina sem sýnir lækkandi
tíðni aðgerða, en tíðnin er svipuð í sænsku,
finnsku og íslensku rannsókninni þegar
sambærileg tímabil eru borin saman. Þessi
samanburður sýnir að magasárslyf hafa ekki
haft merkjanleg áhrif á tíðni aðgerða við
holsárum á neinu Norðurlandanna.
Tíðni aðgerða vegna blæðinga var einungis
tilgreind í finnsku rannsókninni (31) og var
hún 2,8-8,9/100.000/ár en í okkar rannsókn
var meðaltíðnin 3,2-4,1/100.000/ár. í hvorugri
rannsókninni kom fram marktæk breyting
milli tímabila.
Mjög erfitt er að meta raunverulega tíðni
ætissára (ulcus pepticum) meðal þjóða. Ein
ábending um tíðnina er fjöldi aðgerða við
holsárum. Samkvæmt tölum sem tilgreindar
eru hér að framan virðist tíðnin svipuð í
Svíþjóð (30), Finnlandi (31) og íslandi, en
hæst er tíðnin í Noregi (29). Það er því ekki
hægt að skýra mikla notkun á magasárslyfjum
á íslandi út frá hárri tíðni á ætissárum.
Þrátt fyrir það að ekki hafi verið hægt að sýna
fram á með vissu að magalyfin hafi fækkað
bráðum fylgikvillum sára þá er vert að leggja
áherslu á að þau hafa gerbreytt lífi sjúklinga
með sársjúkdóm og þannig leitt til verulegrar
fækkunar valaðgerða.
ÞAKKIR
Höfundar þakka ytírlæknum á
handlækningadeildum fyrir aðgang að gögnum
og læknariturum fyrir ómetanlega aðstoð við
að finna þau.
Vísindasjóður styrkti þessa rannsókn og einnig
Glaxo á Islandi.
SUMMARY
The use of drugs for the therapy of peptic ulcers
in Iceland is 2-3 times greater than in other Nordic
countries. The purpose of this study was to assess
the effect of this usage on the incidence of elective
and acute operations for peptic ulcer. The first
H:-blocker was introduced in Iceland in 1976.
Data was collected from all the four hospitals in
lceland where those operations were done for the
years 1971-1989. The mean number of operations
for peptic ulcer was calculated for 5 year periods
and for the age groups 20-49, 50-69 and 70 years
and older. Elective operations were 786 but the
number decreased by 82% from the first to the last
period. The acute operations for peptic ulcer were
503, 288 (57%) for perforations, 159 (32%) for
hemorrhages and 56 (11%) for other incidences.
While the overall incidence for acute operations
remained unchanged there was a decrease among
the youngest age group and an increase among
the oldest age group. There was a decreasing
time trend for the male/female ratio, especially
for elective operations. Our conclusion is that the
introduction of ulcer healing drugs has decreased
the use of elective operations for peptic ulcer. The
decreased incidence of acute operations among the