Læknablaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 22
186
LÆKNABLAÐIÐ
jafnframt 51% allra dauðsfalla af völdum
eldsvoða sem urðu á tímabilinu (5). I hópnum
voru 36 einstaklingar, 28 karlar og átta
konur, á aldrinum þriggja til 74 ára. Var
meðalaldur þeirra 45,3 ár. Þrjátíu og tveir
létust í eldsvoða í íbúð eða öðru íveruhúsnæði,
þrír um borð í fiskiskipi og einn á vinnustað.
Koloxíðmettun blóðrauða og þéttni etanóls
í blóði var ákvörðuð í öllum tilvikum.
Koloxíðmettun blóðrauða var fundin með
ljósfallsmælingu í sýnilegu ljósi (6) en þéttni
etanóls með gasgreiningu á súlu eins og áður
hefur verið lýst (7). Síðastnefnda aðferðin
var þróuð á Rannsóknastofu í lyfjafræði árið
1972 með hliðsjón af aðferð Alan Curry og
félaga (8). Ekki var leitað að öðrum lyfjum
eða eiturefnum, nema þau kæmu sérstaklega
við sögu. Er þannig stóð á voru þau oftast
ákvörðuð með gasgreiningu á súlu eða
vökvagreiningu.
Samanburðarhópur I: Til þess að meta
vægi koloxíðeitrana í dauðsföllum af völdum
eldsvoða var koloxíðmettun blóðrauða
borin saman við koloxíðmettun blóðrauða
í dauðsföllum af völdum koloxíðeitrana af
útblásturslofti bifreiða sem rannsökuð voru
á tímabilinu 1971-1990 (9). 1 hópnum voru
saintals 94 einstaklingar, 85 karlar og fjórar
konur. Þremur einstaklingum var þó sleppt
úr samanburðinum. Tveir þeirra höfðu hlotið
meðferð á spítala og var koloxíðmettun
blóðrauða við andlátið því lægri en ella. Einn
var með bráða lungnabólgu sem talin var hafa
átt þátt í dauða hans.
Samanburðarhópur II: Við mat á ölvun og
tíðni ölvunar voru til samanburðar tekin öll
önnur banaslys sem vitað var að komið hefðu
til rannsóknar í Rannsóknastofu í lyfjafræði
á tímabilinu 1971-1990. Einstaklingum yngri
en 15 ára og dauðsföllum af völdum eitrana
var þó sleppt. í hópnum voru samtals 522
einstaklingar, 420 karlar og 102 konur,
á aldrinum 15-76 ára. Etanól hafði verið
ákvarðað í blóði allra þessara einstaklinga.
Ekki hafði verið leitað að öðrum lyfjum eða
eiturefnum í þessum efniviði nema þau kæmu
sérstaklega við sögu.
Farið var yfir krufningaskýrslur og athuguð
lokagreining dánarmeins í hverju tilviki. Við
tölfræðilega útreikninga voru notuð t-próf, kí-
kvaðratpróf og línuleg aðhvarfsgreining (linear
regression analysis).
NIÐURSTÖÐUR
Dreifing á niðurstöðutölum mælinga á
koloxíðmettun blóðrauða alls hópsins er
sýnd á mynd 1. Var hún á bilinu 0-84%
og meðalgildi 53,5%. Tuttugu og tveir
hinna látnu voru með verulega áverka af
völdum bruna. Koloxíðmettun blóðrauða
var þar á bilinu 0-70% og var í 10 tilvikum
yfir banvænum mörkum (um 50%). Var
talið að þessir einstaklingar hefðu ýmist
látist af völdum bruna eða samverkandi
áhrifum koloxíðeitrunar og bruna. Fjórtán
hinna látnu voru hins vegar með litla eða
enga áverka af völdum bruna. Var álitið að
þeir hefðu látist úr koloxíð- eða reykeitrun
eingöngu. Koloxíðmettun blóðrauða var
í þessum tilvikum á bilinu 49-84% og
meðalgildi 65,5%. Er það talsvert lægra en í
samanburðarhópi I, en þar var koloxíðmettun
blóðrauða á bilinu 47-87% og meðalgildi
73% (9). Munurinn er marktækur (t-próf,
P<0,01). Roloxíðmettun blóðrauða virtist
óháð þéttni etanóls í blóði í þessum 14
einstaklingum og eins í efniviðnum öllum
(línuleg aðhvarfsgreining, P>0,5).
Akvörðun á etanóli í blóði sýndu að 24
einstaklingar á aldrinum 19-67 ára höfðu
neytt áfengis skömmu fyrir andlátið. Voru það
70,6% þeirra einstaklinga sem voru 15 ára
og eldri. I samanburðarhópi II voru 197 með
etanól í blóðinu (37,7%). Afengisneysla var
þannig mun algengari meðal þeirra sem fórust
í eldsvoða, en í samanburðarhópnum og er
mismunurinn marktækur (P<0,001, kí-kvaðrat
próf, df=l).
Dreifing á niðurstöðutölum etanólmælinga
í þeim sem höfðu etanól í blóðinu er
sýnd á mynd 2. Var þéttni etanóls á bilinu
0,47-4,37%c og meðalgildi 2,34%c. Sextán
einstaklingar voru með 2%c eða meira af
etanóli í blóðinu. I samanburðarhónum var
þéttni etanóls í blóði á bilinu 0,20-3,95%c og
meðalgildi l,81%o. Marktækur munur var á
meðalgildum hópanna (t-próf, P<0,01).
í átta tilvikum þótti ástæða til þess að leita að
lyfjum í líffærum hinna látnu. 1 ljós kom að
tveir höfðu tekið lyf skömmu fyrir andlátið
(asetýlsalisýlsýra, díazepam). Lyf þessi höfðu
í báðum tilvikum verið tekin í lækningalegum
skömmtum að því er best varð séð.