Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1994, Qupperneq 25

Læknablaðið - 15.05.1994, Qupperneq 25
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80: 189-192 189 Steingrímur Davíðsson, Jón Hjaltalín Ólafsson Ljósertiexem af völdum sellerís og sólbaöstofugeislunar Tvö sjúkratilfelli á sama vinnustað ÁGRIP Lýst er tveimur sjúkratilfellum á sama vinnustað. Unnið var við snyrtingu og innpökkun á selleríi. Stuttu síðar fóru starfsmenn í sólbaðstofuljós. Slæmur bruni kom fram þar sem sellen' hafði snert húðina. Vitað var unt þriðja starfsmanninn á sama vinnustað sem fékk samskonar útbrot. Ljósertiexem var framkallað á höfundi (S.D.) með því að bera safa úr selleríi á húð og lýsa síðan með UVA-ljósi. Ljósertiexem af völdum sellerís og UVA- sólbaðstofuljósa er þekkt fyrirbrigði en því hefur ekki verið lýst hér á landi áður. INNGANGUR Eins og flestum er kunnugt getur útfjólublátt ljós valdið bruna. Til eru efni sem auka næmi húðarinnar fyrir útfjólubláu ljósi. Snertiexem (contact dermatitis) verður til við snertingu ýmissa efna við húðina. Getur þá verið um ofnæmi (allergic contact dermatitis) eða áverka að ræða (irritant contact dermatitis). Ljóssnertiexem (photocontact dermatitis) er sú tegund snertiexems sem orsakast af því að viss ljósnæm efni komast í snertingu við húðina en valda bólgu einungis þegar ljós skín á húð. Langoftast er bylgjulengd Ijóssins sem þessu veldur sú sama og bylgjulengd efnisins (absorption spectrum) (1). Þessi bylgjulengd er oftast á UVA-sviðinu (320- 400 nnt) en ljósalampar á sólbaðsstofum gefa aðallega frá sér UVA-geisla (2). Ljósnæm efni breytast annaðhvort í ertandi efni og valda þá ljósertiexemi (phototoxic reaction) eða þau breytast í ofnæmisvaka og valda ljósofnæmisexemi (photoallergic reaction). Frá göngudeild húð- og kynsjúkdóma, Landspítalanum. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Steingrímur Davíðsson, göngudeild húð- og kynsjúkdóma, Landspítalanum, 101 Reykjavík. Ljósertiexem sem er mun algengara en ljósofnæmisexem, er hliðstætt við slæman sólbruna. Ljósofnæmisexem er hinsvegar hliðstætt við snertiofnæmi í húð. Séu efni sem hafa ljósertandi eiginleika tekin inn, myndast hliðstæð bólga í húðinni verði hún fyrir UVA-geislun (sólbaðstofuljós eða sólarljós). Ljósertiexem getur komið fram hjá öllum sé nægilegt magn efnisins í húðinni og nægjanleg UVA-geislun til staðar. Ljósofnæmisexem kemur einungis fyrir hjá sumum og þá aðeins eftir að næmi hefur myndast fyrir viðkomandi efni. Dæmi um ljósertandi lyf eru til dæmis þvagræsilyf af þíasíð flokki, geðlyf af phenthíazín flokki, tetracýklín, amíódaron og sum NSAID (3). Dæmi um staðbundin ljósertandi efni eru steinkolatjara, nokkur litarefni, safi úr nokkrum tegundum grænmetis og plantna til dæmis hvönn, nípu, bjarnarkló, steinselju og selleríi (3). Ljósertiexem af völdum plantna er á enskri tungu nefnt phytophototoxic contact dermatitis. Dæmigert fyrir ljósertiexem af völdum plantna eru sérkennilega formaðar húðbreytingar oft strimillaga, þar sem plönturnar hafa snert húðina. Þegar exemið grær skilur það oft eftir dökkt litarefni í húðinni (hyperpigmentation), sem getur verið til staðar í marga mánuði. Grænmetið og plönturnar innihalda efni sem valda Ijósnæmi og er kallað psoralen. Eiginleikar psoralen eru nýttir við svokallaða PUVA-meðferð. I PUVA-meðferð er sjúklingum geíið Psoralen f töfluformi og í framhaldi af því er húðin lýst með UVA-geislum. Psoralen í plöntum eru þau sömu og notuð eru við PUVA-meðferð, þau eru fitusækin (lipophil) og komast því auðveldlega í dýpri lög húðarinnar (3). Selleríplantan inniheldur bæði 8- Methoxýpsoralen (8-MOP) og 5- Methoxýpsoralen (5-MOP)(4). Við PUVA- meðferð er 8-MOP aðallega notað. Oftast er

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.