Læknablaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ
191
Mynd 3. Annar höfimda (S.D.) tveimur dögum eftir að
safa úr selleríi hafði verið strokið á húð og hún stðan lýst
með UVA-ljósi.
Mynd 4. Annar höftmda (S.D.) einni viku eftir að safa úr
selleríi Itafði verið strokið ú húð og hún síðan lýst með
UVA-ljósi.
UMRÆÐA
Ljósertiexemi af völdum sellerís og sólarljóss
(sólbaðstofu) hefur ekki fyrr verið lýst á
íslandi þótt það sé þekkt erlendis. Sem dæmi
má nefna húðbreytingar hjá
selleríuppskerumönnum (5). Slæmu tilfelli
hefur einnig verið lýst í Svíþjóð, þar sem kona
nokkur borðaði soðna sellerírót og drakk síðan
soðið (4). Kona þessi fór um klukkustundu
síðar í ljósalampa. Fékk hún útbreiddan og
slæman bruna með blöðrumyndunum. A
sama hátt og sellen'uppskerumennirnir, fengu
íslensku sjúklingarnir tveir staðbundinn annars
stigs bruna þar sem safinn úr selleríplöntunum
kom á húðina. Fyn i sjúklingurinn brann á
mun stærra svæði en sá seinni, þar sem hann
fékk mun meiri plöntusafa á húðina. Hjá
báðunt þessum sjúklingum mátti sjá dæmigerð
útbrot af völdum efnis sem strýkst við húðina.
Við teljum að færðar hafi verið sönnur á að
um ljósertiexem af völdum sellerís hafi verið
að ræða með hinni dæmigerðu sjúkdóntsmynd
og því að frainkölluð voru sams konar
útbrot á S.D. með sams konar plöntum og
sjúklingarnir höfðu handleikið. PUVA-bruni
nær hámarki 48-72 klst. eftir geislun með
UVA og er það í samræmi við tíinann sem
leið frá UVA-geislun til hámarksbruna hjá
bæði sjúklingum og S.D. Sellerí.er ræktað á
fjórum til fimm stöðum á Islandi. Plönturnar
eru fyrst hafðar í gróðurhúsum en eru fluttar
út þegar líður á sumarið. Vitað er um að
minnsta kosti tvö tilfelli þar sem litlir hópar
íslenskra uppskerumanna fengu brunablöðrur á
hendur og framhandleggi dagana eftir að þeir
höfðu tekið upp sellerí (6).
Til gamans má geta þess að í gamalli íslenskri
garðyrkjubók er talað um að fólk geti
fengið útbrot fái það á sig safa Bjarnarklóar
(Heracleum Giganteum Hort.) sem er stór
planta sem vex sums staðar í görðum á
íslandi (7). Líklegt er að hér hafi verið lýst
ljósertiexemi.
Sufnar plöntur, þar á meðal sellerí, mynda
psoralen í návist myglusveppsins Sclerotinia
Sclerotiorum (8). Ekki er vitað hvort um slíka
sýkingu var að ræða í þessarri sendingu af
selleríi eða hvort innihald psoralen var óvenju
mikið.
Fremur lítið magn UVA fæst við sólbað
á Islandi en gæti þó verið nægjanlegt til
að framkalla Ijósertiexem í kjölfar þess að
staðbundin ljósertandi efni svo sem sellerísafi
hafi koinið á húðina. Sérstaklega ber að vara
þá við sem snerta sellerí að forðast UVA-
geislun í sólbaðstofum.
SUMMARY
We report two patients who were packing celery
in the same supermarket. After work they went
to a tanning parlour with UVA-sunlamps where
they were irradiated for 18-20 minutes without
first taking a shower. They had both used UVA-
sunlamps before, without any adverse effects. On
the following day a bad sunbum was observed
on the skin of both patients were the celery had
touched the skin. A third employee was known
to have had a similar reaction but did not seek
medical assistance.
Photocontact dermatitis was produced in one
of the authors (S.D.) by applying celery extract
on the forearm and radiating with UVA-light.
Photocontact dermatitis caused by celery and UVA-
sunbeds is a well known phenomena but has not
been described in Iceland before.