Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1994, Page 29

Læknablaðið - 15.05.1994, Page 29
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80: 193-200 193 Þórarinn Gíslason, Kristinn Tómasson, Hrafnhildur Reynisdóttir, Júlíus K. Björnsson, Helgi Kristbjarnarson HEILSUFARSLEGIR ÁHÆTTUÞÆTTIR UMFERÐARSLYSA ÁGRIP Ástæður umferðarslysa eru margháttaðar og stundum af heilsufarslegum toga svo sem vegna flogaveiki eða sykursýki. Syfja og áfengisneysla geta einnig skipt verulegu máli. Lítið er þó vitað um áhrif einstakra áhættuþátta varðandi umferðarslys. Markmið þessarar rannsóknar var að bera saman heilsufarslega áhættuþætti hjá ökumönnum er lent hefðu í óhappi einnar bifreiðar og 1000 manna slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Alls hafði 471 ökumaður lent í bifreiðarslysi á árunum 1989-1991. Báðum hópunum var sendur spurningalisti þar sent athuguð voru helstu einkenni syfjusjúkdóma, áfengismisnotkunar, langvinnra sjúkdóma og lyfjanotkunar. Alls svöruðu 73,3%. Ökumenn reyndust vera mun yngri en samanburðarhópurinn og karlar voru þrisvar sinnum fleiri í ökumannahópnum. Enginn munur var á algengi langvinnra sjúkdóma, svo sem flogaveiki, sykursýki, hjartasjúkdóma eða á notkun syfjuvaldandi lyfja. Merki um áfengissýki voru mun algengari meðal ökumanna. Það voru alls 15,4% ökumanna sem héldu því frani að syfja hefði stuðlað að því slysi er þeir lentu í. Logistísk aðhvarfsgreining sýndi að þessir syfjuðu ökumenn höfðu oftar merki um áfengissýki og einnig oftar sögu um að vera nær sofnaðir við stýrið. INNGANGUR Orsakir umferðarslysa eru augljóslega fjölmargar og eru þær stundum af heilsufarslegum toga. Meðvitund ökumanns getur truflast af ýmsum ástæðum svo sem vegna flogaveiki, sykursýki, hjartasjúkdóms, syfju og neyslu lyfja eða áfengis (1). Af þessum heilsufarsþáttum hefur mest verið Frá geðdeild Landspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Þórarinn Gíslason geðdeild Landspítalans, 101 Reykjavík. fjallað um tengsl flogaveiki og umferðarslysa. I nýlegri yfirlitsgrein var þó bent á að þrátt fyrir væga aukningu á umferðarslysum meðal flogaveikra, sé aðeins unnt að rekja uni 1/10 þeirra slysa sem þeir verða fyrir til flogakasta (2). Erlendar rannsóknir hafa sumar bent til þess að umferðaróhöpp séu algengari hjá sykursýkisjúklingum (3) en aðrir hafa talið hæpið að setja sérstakar reglur um sykursjúka ökuinenn (4). Nýleg rannsókn í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum varð til þess að höfundar drógu þá ályktun að tæplega væri ástæða til þess að takmarka rétt sjúklinga með sykursýki eða flogaveiki til að aka bifreið (5). Langt er þó frá því, að um þetta sé almennt samkomulag og var ofangreind rannsókn gagnrýnd verulega (6). í íslenskum umferðarlögum segir um ökumenn að þeir skuli vera líkamlega og andlega færir um að stjórna því ökutæki sem þeir fara með. Einnig segir í 44. grein umferðarlaga. "Enginn má stjórna eða reyna að stjórna ökutæki, ef hann vegna veikinda, hrörnunar, ofneyslu, svefnleysis, neyslu áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna eða annarra orsaka er þannig á sig kominn, að hann er ekki fœr um að stjórna ökutækinu örugglega. ” I Bandaríkjunum er talið að rekja megi tæp 40% dauðaslysa í umferðinni til áfengisneyslu (7) og í 13% tilfella má rekja þau til þess að ökumaður hafi sofnað (8). Þegar sytja eða svefn er ástæða umferðaróhapps er algengt að afieiðingar slyssins séu mjög alvarlegar (1). Helstu ástæður óeðlilegrar syfju eru: Kæfisvefn (sleep apnea syndrome), drómasýki (narcolepsy), notkun sljóvgandi lyfja, áfengis og of stuttur eða sundurslitinn nætursvefn. Lítið er þó vitað um þátt syfju í umferðarslysum. Þannig hafa nær allar rannsóknir á tengslum umferðarslysa og kæfisvefns verið gerðar á hópum kæfisvefnssjúklinga en án raunhæfra samanburðarhópa. Þegar árið 1978 vöktu

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.