Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1994, Side 31

Læknablaðið - 15.05.1994, Side 31
LÆKNABLAÐIÐ 195 kæfisvefns og svöruðu þátttakendur á fimm- stiga mælikvarða (1: aldrei; 2: sjaldnar en einu sinni í viku; 3: einu sinni til tvisvar í viku; 4: þrisvar til fimm sinnum í viku; 5: daglega) (13). Spumingum um einkenni drómasýki var svarað með jái eða neii. Jafnframt var spurt um langvinna sjúkdóma, lyfjanotkun og sérstaklega um róandi lyf og svefnlyf. Einnig um ökuskírteini, fjölda ekinna kfiómetra á ári, tildrög umferðarslyss og þá sérstaklega hvort viðkomandi teldi að syfja eða þreyta hafi stuðlað að óhappinu. Spurt var um neyslu áfengis og einnig spurt fjögurra annarra spurninga um áfengisneyslu. Notuð var íslensk þýðing á hinum svo kölluðu CAGE spumingum (Cutting down, Annoyance, Guilty feeling, Eye opener), sem komu fyrst fram árið 1968 (14,15). Höfundar prófsins og þeir sem hafa kannað réttmæti þess telja að við leit að áfengissýki bendi þrjú eða fleiri jákvæð svör til áfengissýki (15,16). íslenska þýðingu CAGE spurninganna er að finna í viðauka. Framkvœmd: Spurningalistar voru sendir samanburðarhópi þann 24.1. 1992 en rannsóknarhópi þann 31.1. og 10 dögum síðar var sent þakkar- og áminningarkort til allra. Ný bréf og spurningalistar voru send þeim er ekki svöruðu, eftir fimm og aftur eftir níu vikur. Að lokum voru valdir af handahófi meðal þeirra sem ekki höfðu svarað, 50 einstaklingar úr hvomm hópi og þeirra leitað sérstaklega, aðallega símleiðis. Þátttaka: Alls bárust 342 (72,6%) nothæfir spurningalistar til gagnavinnslu frá ökumönnum og 742 (74,2%) frá samanburðarhópi (tafla 1). í ökumannahópi var svarhlutfallið heldur lægra meðal karla en meðal kvenna eða 71,4% á móti 75,6%. Einkum voru það karlar á aldrinum 30- Tafla II. Þálttaka og upplýsingar um þá sem ekki svara. 49 ára sem svöruðu illa (64,1%) (tafla I). Karlar og konur í samanburðarhópi svöruðu í svipuðu hlutfalli en þátttaka var áberandi minnst meðal þeirra sem voru 70 ára og eldri (51,8%). Eftirgrennslan um 50 úr hvorum hópi er ekki svöruðu leiddi í ljós að flestir í samanburðarhópi vildu í raun svara eða 34 af 50 (tafla II). Aðeins átta neituðu, sex fundust ekki og tveir reyndust veikir. Erfiðar reyndist að hafa upp á ökumönnum og aðeins 25 af 50 svöruðu könnuninni í síma. Sex ökumenn neituðu þátttöku, 14 fundust ekki og vitað var að fimm voru erlendis. Tölfrœði: Samanburður á hópum var gerður með kí-kvaðrat prófunum. Til þess að unnt væri að meta hvað einkenndi ökumennina úr slysahópnum var beitt þrepa logistískri aðhvarfsgreiningu. Hannað var líkan sem metur líkurnar á því að hafa lent í slysi. Frumbreytan var slysahópur eða samanburðarhópur en fylgibreyturnar kyn, aldursflokkur, hrotur, dagsyfja, saga um að sofna við stýrið, fjöldi jákvæðra CAGE svara (0-4) og meðalvegalengd sem ekin er árlega. Sams konar líkan var notað til þess að meta líkurnar á syfjuslysi meðal ökumanna. NIÐURSTÖÐUR Við samanburð á aldurs- og kyndreifingu í ökumannahópi og samanburðarhópi kemur í ljós að ökumenn eru nær þrisvar sinnum oftar karlar og hlutfallslega miklu yngri en í samanburðarhópnum (talla I). Alls eru 61,4% ökumannanna undir þrítugu en 26,6% samanburðarhópsins sem valinn var úr Þjóðskrá. Arlegur meðalakstur í ökumannahópi var meiri en hjá samanburðarhópnum. Alls óku 25,7% Slysaökumenn Samanburðarhópur Látnir 1 1 Veikir 0 21 Fjarverandi/erlendis 21 12 Neita aö taka þátt 22 72 Finnst ekki sími, svara ekki 84 149 Auðir eða ógildir 1 2 Símasvör 25 34 Póstsvör 317 708 Úrtaksstærð 471 999

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.