Læknablaðið - 15.05.1994, Qupperneq 37
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80: 201-209
201
Bjarni Jónsson
UPPHAF ORÞÓPEDÍU Á ÍSLANDI
Orþópedía er fræðin um kvilla og slys á
stoð- og hreyfikerfi líkamans og meðferð
þeirra. Enn hafa orðhagir Islendingar
ekki fundið nafn á þessa grein, því
bæklunarskurðlækningar er orð sem fólk mælt
á íslenska tungu á bágt með að taka sér í
munn.
Hvers vegna skera orþópedar sig úr hópi
annarra handlækna? Nú á tímum er þessi
spurning líklega óþörf og svarið augljóst.
Handlæknisfræði hefir þanist út svo geysilega
- eins og læknisfræðin öll - að engum manni
er fært að hafa þar yfirsýn að gagni. Hún
hefir, af nauðsyn, klofnað niður í ýmsar
deildir; þó stofninn sé einn eru greinarnar
margar. Hvað skyldi þá hafa valdið því, að
orþópedar tóku sig út úr hópi kírúrga svo
snemma? Skyldi orsökin vera sú, að kírúrgar
og orþópedar líta ekki mannslíkamann sömu
augum og meðferð þeirra leggst í tvo farvegi?
Kírúrginn lítur á Ifkamann sem samsafn af
líffærum; þar eru lungu, magi og nýru og svo
framvegis. Ef eitthvert þeirra veikist þarf að
lækna það líffæri, einatt með skurðaðgerð. Sé
botnlangi bólginn er hann tekinn, vilji sár í
maga ekki gróa er tekið stykki úr inaganum;
þegar því er lokið er lækningin búin.
Orþópedinn lítur á manninn sem samsafn af
liðum. Er þá ekki átt við liðamótin ein heldur
einnig bönd og liðpoka utan um þau, vöðva
og sinar sem hreyfa liðinn, og taugar sem
stjórna vöðvunum alla leið ofan frá heila.
Liðeining getur náð alla leið frá hvirfli til iljar.
Þegar bein brotna skerðist starfsemi
aðliggjandi liða. Ef lærleggjarháls brotnar
hjá gamalli konu, þá segir fólkið ekki
að lærbeinið hafi brotnað, það segir að
hún hafi mjaðmarbrotnað og það er rétt;
mjaðmarliðurinn er út úr spilinu. Eins er við
brot á neðri sveifarenda, fólk segir ekki að
viðkomandi hafi brotið þetta bein, það segir að
hann hafi úlnliðsbrotnað.
Stúdentum sem eru nýbúnir að læra
líkamsfræði finnst þetta bera vott unt fáfræði
almennings. Það er rangt. Skilningur fólksins
á því hverju slysið olli er skarpari, og
orþópedar hafa tileinkað sér þennan skilning.
Meðferðartakmark kírúrgsins er líffærið,
takmark orþópedsins er starfsemi limsins.
Hjá kírúrgum er skurðaðgerðin oftast
aðalatriði meðferðar.
Hjá orþóped þarf oft skurðaðgerð, en hún er
venjulega aðeins hluti af meðferðinni.
Er þá einatt verulegur munur á viðhorli
þessara tveggja flokka handlækna til
sjúklinganna þó takmarkið sé það sama hjá
báðum.
Fyrstu skurðaðgerðir á krepptum liðum munu
vera þverskurðir sina og vöðva (tenotomia,
myotomia). Maður að nafni Strohmayer
byrjaði á þeim á öndverðri nítjándu öld. Þegar
hann hafði lagt stund á þær árum saman, lýsti
hann þeirn loks í bók sem kom út 1838, og
heíir ekki þurft að bæta um þær aðgerðir
síðan. Var þá hægt að rétta margar kreppur,
sem áður höfðu verið ólæknandi. Komust
þessar aðgerðir í tísku og voru reyndar við
fleira en þær ráða við, til dæmis hryggskekkju,
og komu ekki að gagni þar.
Nafnið orþópedía er eldra. Um miðja átjándu
öld sendi frakkneskur maður - Andry - frá
sér bók: "L’orthopédie ou l’Art de prévenir
et de corriger dans les enfans les difformités
du corps.” Hefir nafnið verið tekið upp í mörg
ef ekki flest mál þó ekki sé bókin væntanlega
mikil orþópedía í nútíma skilningi.
Á seinni hluta 19. aldar var farið að koma upp
stofnunum til þess að liðsinna bækluðu fólki,
kenna því handverk og þjálfa það til starfa, og
var þá fyrst og fremst hugað að börnum og