Læknablaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ
203
til Reykjavfkur að vori 1924 og gegndi þá
jafnframt læknisstörfum í Mosfellssveit, á
Kjalarnesi og í Kjós með styrk úr Ríkissjóði
frá 1. janúar 1926.
Ekki leikur vafi á því, að Ólafur fór norður
vegna þess að afkomuskilyrði voru bág
í Reykjavík fyrir embættislausan lækni.
Tveir aðsópsmiklir kírúrgar voru þar fyrir,
Guðmundur prófessor Magnússon og Matthías
Einarsson, sem lengi var einn umsvifamesti
kírúrg á landinu. Ekki fór þó mikið fyrir þeinr
í orþópedíu. Báðir stunduðu þeir almennar
lækningar í bænum, Guðmundur var jafnframt
kennari við Læknaskólann, en Matthías var
embættislaus. Þá - og lengi síðan - þurftu
allir læknar að gegna almennum lækningum til
þess að vinna fyrir mat sínum.
Fyrir hátíðar 1926 fékk Ólafur ákafar
magablæðingar, var fluttur á sjúkrahús á
gamlársdag. Blæðingarnar héldu áfram og
hann dó þann 15. janúar.
Ólafur leggur sinn fyrsta sjúkling í
Landakotsspítala - þá var ekki um aðra spítala
að ræða - þann 24. mars 1914, nærri hálfu
ári eftir að hann sest að í Reykjavík. Það var
fimm ára drengur með klumbufót (pes varus
congenitus sin).
Þetta ár lagði hann 17 sjúklinga í spítalann,
14 með orþópedíska kvilla; af þeim voru þrír
með beinberkla. Berklar í útlimum og hrygg
voru mikið viðfangsefni orþópeda þá og fram
eftir öldinni.
Meðferð á berklum í beinum og liðum var
þá aðallega ”rígfesting” (immobilisatio) og
mest notað gibs til þess að hindra hreyfingar
á liðum. Þó var þá farið að gera miðhlutanir
á sýktum liðum og græða saman beinendana.
Þá hafði og verið byrjað á því að festa saman
sýkta hryggjarliði. Voru fyrstu aðgerðir í þá
veru gerðar í Nýju-Jórvík 1910. Voru tveir
læknar sem gerðu það, hvor á sínum spítala
og óháð hvor öðrum, Russel A. Hibbs á New
York Orthopedic Hospital og Fred Albee á
Hospital for Ruptured and Crippled, og notuðu
þeir ólíkar aðferðir við festinguna. Þá voru og
stundum berklasjúkir limir stúfhöggnir til þess
að bjarga lífi sjúklings.
Flestir sjúklinganna hjá Ólafi komu til
þrautréttinga og gibsmeðferðar. Sinaskurð
(tenotomia) gerði hann einu sinni og fellskurð
(fasciotomia) í eitt skipti fyrsta árið.
Næsta ár - 1915 - leggur hann 21 sjúkling í
spítalann, 18 sem geta heyrt undir orþópedíu,
þar af sex með berkla í beinum. Þá gerir hann
þrjá sinaskurði, flytur sin einu sinni og gerir
eitt skipti staurliðsaðgerð á ökkla (arthrodesis
articulationis talo-cruralis). Þá spýtir hann
vaselíni tvisvar inn í lið. Hefir það væntanlega
verið gert vegna slitgigtar.
A árunum 1924-26 lagði hann 16 sjúklinga
með orþópedíska kvilla í Landakotsspítala
og gerði á þeim sex skurðaðgerðir; tvisvar
staurliðsaðgerð á ökkla, eina sinalengingu,
einn sinaflutning, einu sinni lausabeinsnám
(sequestrotomia) og einu sinni miðhlutun hnés
(resectio genus).
í Læknablaðinu 1915, 2. tölublaði bls. 31,
er þess getið að Ólafur Gunnarsson hafi
flutt erindi í Læknafélagi Reykjavíkur: ”Um
liðkreppur eftir berkla í mjaðmarliðum.”
Erindið var ekki birt í Læknablaðinu.
Þá er það nefnt í Læknablaðinu 1926, 12.
tölublaði bls. 187, að Guðmundur Thoroddsen
hafi ílutt erindi í L.R. um hydramnion þann
13. desember 1926 og hafi Ólafur Gunnarsson
tekið til máls og talað um hættur við ástungur.
Fimm greinar eru eftir hann í Læknablaðinu:
1. 1919, 3. tölublað bls. 36: Tveir sjúklingar
með hernia ingv. incarcerata.
2. 1921, 8. tölublað bls. 115: Þröng grind hjá
sængurkonu.
3. 1921, 8. tölublað bls. 124: Inflúensa í
Miðfjarðarhéraði 1918.
4. 1922, 6. tölublað bls. 89: Fyrirmyndar
uppdrættirnir. (Það eru athugasemdir við
uppdrætti af læknabústað og sjúkraskýli.).
5. 1924, 2. tölublað bls. 22: Bólusetning við
mislingum.
Sýndu tvær þær fyrstu þessara greina, að hann
hefir verið ótrauður til aðgerða þegar mikið lá
við, þó ekki hefði hann fengið mikla þjálfun
í þeim greinum og ekki væru ástæður örvandi
til skurðaðgerða í kotum fram til dala.
Engin greinanna fjallar unt orþópedíu.
Búast hefði mátt við að hann hefði gert fleiri
en 13 orþópediskar aðgerðir þau sex ár sem
hann starfaði í Reykjavík, með því og að hann
gerði aðra skurði. Hann tók botnlanga, gerði