Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1994, Síða 42

Læknablaðið - 15.05.1994, Síða 42
206 LÆKNABLAÐIÐ Stefún Haraldsson. Haukur Kristjánsson. kírúrgíu og orþópedíu sem aukagrein. Hann tók doktorspróf í Stokkhólmi 1943. Arið 1971 var orþópedían skilin frá kírúrgíu á Landspítala og sett þar sérstök deild fyrir hana. Við þeirri deild tók Stefán Haraldsson, en hann hafði unnið á orþópedískum spítölum í Svíþjóð frá 1954. Hann var skipaður dósent við Háskóla Islands 1975, og stýrði þessari deild Landspítalans þangað til 1992 að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Stefán fékk viðurkenningu í orþópedíu 1971 en hafði lokið doktorsprófi í Lundi 1959 og skipaður dósent þar 1962. Haukur Kristjánsson kom heim frá Bandaríkjum Ameríku 1948 eftir að hafa stundað þar sérnám í orþópedíu. Hann var viðurkenndur sérfræðingur í greininni það ár. Hann tók við Akranesspítala 1952 og stýrði honum þar til í maí 1955. Má segja að þar hafi fyrst verið starfrækt orþópedísk deild utan Reykjavíkur og var þó sjúkrahúsið ekki deildaskipt; en yfirlæknirinn var orþóped og hefir þá sinnt slíkum sjúklingum eftir því sem efniviður féll til. í maí 1955 tók Haukur við stjórn Slysavarðstofu Reykjavíkur og þegar Borgarspítali tók til starfa varð hann yfirlæknir slysadeildar þess spítala - 1969 - og gegndi því starfi þar til 1983, orðinn sjötugur. Hann var skipaður dósent 1959 og prófessor 1979. Páll Sigurðsson fékk sérfræðingsviður- kenningu í orþópedíu 1956. Hann var deildarlæknir á Slysavarðstofu Reykjavíkur 1956 til 1960 og starfaði að sérgrein sinni á Landakoti frá 1956 til 1969. Hann tók DPH próf í Bristol 1970. Ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu í september 1970 og síðan. Síðan liðu 13 ár að ekki komu lleiri orþópedar til Islands, en 1969 fékk Höskuldur Baldursson sérfræðingsviðurkenningu í greininni. Að vísu hafði annar íslenskur læknir fengið slíka viðurkenningu 1962 - Púll Sigurðsson.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.