Læknablaðið - 15.05.1994, Side 43
LÆKNABLAÐIÐ
207
Guðmundur Guðmundsson - en hann ílentist í
Svíþjóð.
Á Akureyri var sett orþópedísk deild 1982.
Yfirlæknir þar var Halldór Baldursson.
Hann hafði byrjað störf á Akureyrarspítala
1981. Hann var viðurkenndur sérfræðingur í
orþópedíu 1979 og tók sama ár doktorspróf í
Lundi. Hann veitti forstöðu Akureyrardeildinni
þangað til hann fluttist til Reykjavfkur og hóf
störf á Landspítala.
Eftir að Haukur Kristjánsson fór frá Akranesi
hefir orþópedíu ekki verið sinnt í teljandi
mæli þar, en á Akureyri og á spítölunum
þremur í Reykjavík hefir hán verið stunduð
uppstyttulaust síðan byrjað var á því á
hverjum spítala fyrir sig.
Áður en Borgarspítali tók til starfa skiptist
slysameðferð milli Landakots og Landspítala
og var nokkuð jafnræði með þeim um stundun
slysa.
Eftir að Borgarspítali reis dreifðust slysin
á spítalana þrjá, en smám saman óx hlutur
Borgarspítala; hann var sá eini sem hafði
opna slysavarðstofu allan sólarhringinn. Þó
spítalarnir þrír hefðu slysavakt til skiptis varð
brátt sú raun á að flest slys voru flutt fyrst í
Borgarspítala og dreift þaðan eftir því sem
þurfa þótti.
Umbúðasmíði hefir fylgt orþópedíunni frá
upphafi og gerir það væntanlega um ókomin
ár. Lengst af var meðferð á bækluðum
limum í höndum leikmanna sem reyndu -
með umbúðum - að gera liminn nothæfan.
Umbúðir voru æði misjafnar og sjaldnast
góðar.
Svo var það upp úr miðri nítjándu öld, að
fátækur piltur í snikkaralæri fór að smíða
umbúðir. Hann setti sig niður í Göggingen
skammt frá Augsburg í Bayern og tókst svo
vel umbúðasmíðin, að fólk streymdi til hans
hvaðanæva að, og hann setti upp útibú í
Rothenburg ob der Tauber. Umbúðirnar bárust
með sjúklingum víða um lönd og aðrir tóku
við í sömu veru og hann hafði byrjað.
Þegar Friedrich von Hessing (1838-1918) dó á
áttugasta aldursári var hann auðugur maður og
hafði verið aðlaður.
Fyrsti umbúðasmiðurinn á Islandi settist að í
Reykjavík árið 1922.
Höskuldur Baldursson.
í Læknablaðinu 1922, 10. tölublaði bls. 154,
segir:
”Aðalfundur var haldinn í Lœknafélagi
Reykjavíkur mánudaginn 9. október 1922 á
venjulegum stað.
1. Lagðir vorufram endurskoðaðir reikningar
fyrir síðasta ár og þeir samþyktir. Fundurinn
samþykti um leið, að tillag félagsmanna þetta
ár, skyldi vera 20 krónu.
2. Skýrsla um umbúðasmiðinn.
Halldór Baldursson