Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1994, Qupperneq 44

Læknablaðið - 15.05.1994, Qupperneq 44
208 LÆKNABLAÐIÐ Formaður skýrði frci gerðum stjómarinnar í máli þessu, gat þess hvernig umbúðasmiðurinn liefði varið dvöl sinni erlendis og að liann vœri nú hingað kominn og œtlaði að setja upp vinnustofu fyrir sérgrein sína. ” Hér eins og annars staðar var til fólk þann veg fatlað, að það þurfti umbúðir. Oftast voru það búhagir menn í sveitinni, sem reyndu að tjasla einhverju saman með misjöfnum árangri, en hitt var líka til að hagleiksmenn lögðu hönd að slíkri smíði og tókst furðu vel. Þegar kviknaði þriðji áratugur aldarinnar höfðu læknar í Reykjavík komið sér saman um, að þörf væri á manni sem kynni vel til þessara verka. A Hesti í Borgarfirði ólst upp piltur, Halldór að nafni, sonur prestsins þar, Arnórs Þorlákssonar. Hann þótti snemma sýna hagleik í verki, smíðaði ungur skeifur fyrir nágrannana og annað sem búið þurfti. Bróðir hans var lamaður á fæti. Halldór smíðaði umbúðir á fótinn og þótti mikið hagleiksverk. Þegar hann óx upp smíðaði hann brýr og vita og húsgögn, og hvað eina sem hann snerti á þótti listasmíð. Nú sem læknarnir fóru að svipast um eftir manni í umbúðasmíðina staðnæmdust þeir við Halldór, sem þá var fullvaxta maður, fæddur 1887. Það varð úr að hann fór til Hafnar. Samfundet og Hjemmet for Vanföre var fyrirrennari Ortopædisk Hospital í Höfn. Þar var verkstæði sem annaðist alla smíð fyrir fatlaða þar um slóðir í samvinnu við lækna stofnunarinnar og fór hann þangað. Og í október 1922 var hann kominn heim aftur. Hann kom sér upp verkstæði, en hafði lítið að gera í umbúðasmíði framan af og fékk lítið fyrir það greitt. Þurfti hann að vinna fyrir sér með öðru. Hann gerði við úr og klukkur og smíðaði stykki í gangverkið ef þurfti. Hann gerði við byssur og smíðaði að minnsta kosti eina. Hann smíðaði silfurborðbúnað fyrir börn sín tvö er þau stofnuðu heimili. Hann tók ljósmyndir og átti góðar myndavélar; sumar hafði hann fengið ódýrt þann veg að hann fékk vél með ónýtan belg en góða linsu og aðra með lélega linsu en góðan belg og gerði eina úr þeim tveim. Hann smíðaði báta, suma með tvöföldum botni, svo ekki fyllti þó tæki niðri og rækist á skarpa nibbu. Utanborðsmótor smíðaði hann og prófaði í tunnu heima á hlaði. Hann steypti Halldór Arnórsson vatnsgeyminn á Rauðarárholti og þætti það gott steinhús nú, sem héldi vatni jafnvel og sá geymir. En nú er mál að linni þessari talningu enda veit ég um fæst af smíðisgripum hans. Þó get ég ekki stillt mig um að minnast á einn enn. Hann tók meistarapróf í járnsmíði og var meistarastykkið snittklúbbur, en fyrst þurfti hann að gera verkfærin sem hann notaði við klúbbsmíðina. Er það meistarastykki til enn. Honum varð þungt undir fæti eins og fleirum, sem ryðja veginn. Þegar ég tók til starfa fór ég að finna Halldór Arnórsson, sagði honum deili á mér og hvað ég hygðist fyrir. Hann tók mér fálega og hélt áfram við verk sitt. Þegar ég kvaddi leit hann upp og sagði: "Eg vil að það leiki enginn vafi á því að ég smíða ekki annað en það sem mérfinnst vera vit í. ” Nokkru seinna kom ég svo með afsteypu til hans, að hann smíðaði umbúðir á þann lim, og sagði honum hvað ég hafði í huga. Hann tók við afsteypunni. hlustaði á mig og hvarf allur fáleiki. Við töluðum saman eins og aldavinir og vorum það alla tíð síðan. Hann rak verkstæði sitt til dauðadags, en þá tók við Arnór sonur hans, sem lengi hafði unnið með honum. Að Arnóri látnum tók við sonur hans Halldór. Hann sótti framhaldsmenntun sína til Heidelberg á Þýskalandi, en byrjaði ungur að snúast í kringum afa sinn. Ég held að hann hafi rekið óskakkan nagla jafnsnemma og hann fór að

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.