Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1994, Síða 45

Læknablaðið - 15.05.1994, Síða 45
LÆKNABLAÐIÐ 209 ganga. Hagleikurinn hefir verið rík ættarfylgja þessum mönnum. Framan af voru ekki nóg verkefni í umbúðasmíðinni fyrir Halldór einan. Nú eru þrjú verkstæði sem sinna því, og skóverkstæði að auki. Halldór smíðaði allar umbúðir frá grunni. Hann var jafn hagur á tré og járn, sama hvort hann stóð við afl eða rennibekk, mótaði leður eða saumaði striga. Gibsið lék í höndum hans þegar hann bjó til líkön sem hann notaði við umbúðasmíðina, og sjálfur húðaði hann málminn með nikkeli. Nú kemur mikið af umbúðum hálfunnið til verkstæðanna og er þar lögð síðasta hönd á verkið. Eg á þess ekki von nú að sjá umbúðasmið standa við steðjann og hamra glóandi járn. Það er vandaverk að smíða skó og vefst fyrir mörgum þó þeir hafi lært handverkið. Það lék í höndum Halldórs eins og annað. Hann smíðaði skófatnað utan um umbúðir og á þá fætur sem ekki gátu notað venjulega skó, og hafa þeir feðgar haldið því áfram. Ég hygg að það sé leitun á hagleiksmönnum sem jafna megi til þessara feðga þriggja. Það ræður af líkum að slys hafa fylgt fólki alla tíð í baráttu við náttúru - sem ekki þekkir miskunn - villt dýr og aðra mannhópa. Hafa þá fyrstu læknisverkin verið á útlimum, bol og höfði, en þeim líkamshlutum er hættast við slysum. Kynni þá að vera að orþópedían sé elsta grein læknisfræðinnar, en nú verður ekki vitað hvar þær lækningar hafa byrjað, né hvernig, né hverjar þær hafa verið. Fundist hafa gataðar hauskúpur og hefir eigandi lifað lengi eftir aðgerðina, því brúnir eru ávalar og sléttar. Hvorki hafa þær aðgerðir verið einsdæmi né staðbundnar. Þeir sem gátu gatað haus svo sjúklingur lifði hafa getað fleira. En þau fræði eru horfin í rökkri aldanna. Þær aðgerðir hafa verið gerðar með öðrum verkfærum en nú tíðkast og væntanlega að öðrum ábendingum, og þó viðfangsefni orþópeda séu einatt bein, þá láta þeir hausbeinin venjulega í friði. Þegar orþópedían fer að marka sér svið, eru viðfangsefni hennar fyrst og fremst bæklanir, oftast meðfæddar, eða lamanir. Hafa margar þeirra án efa verið leifar af mænusótt í bernsku. Sú plága hefir sjálfsagt fylgt fólkinu lengst af, þó ekki gerðu menn sér það Ijóst fyrr en undir aldamótin síðustu, að hér væri um smitnæman sjúkdóm að ræða, og var í upphafi kallaður barnalömun, Kinderláhmung, infantile paralysis. Þessi sjúkdómur kom fyrst á skrá hér í skýrslu héraðslæknisins í Reykjavík 1904, hafði faraldur gengið árið áður og byrjað austur í Öræfum. Eftir því sem leið á öldina urðu æ eldri börn - og raunar fólk á öllum aldri - fórnarlömb sjúkdómsins og faraldrar gengu yfir Vesturlönd æ ofan í æ. Þeim fjölgaði stöðugt sem lömuðust meira eða minna, og var þetta eitt höfuðverkefni orþópeda fram eftir öldinni. Um miðja öldina fundust svo ónæmisaðgerðir gegn þessum sjúkdómi og þurrkaðist hann út á Vesturlöndum. Fáir þeirra sem nú eru að leggja út á læknisbrautina hér um slóðir hafa séð poliomyelitis anterior acuta. Tvö af aðalviðfangsefnum orþópeda fram yfir miðja þessa öld - berklar og mænusótt - eru horfin. Mænusóttin á væntanlega ekki afturkvæmt, en allt er óvissara með berklana eins algengir og þeir eru víða um lönd og fólksflutningar miklir inilli landa. Iðnaður eykst og vélum alls konar fjölgar og þar með slysum. Umferðin hefir aukist fram úr hófi, í sumum löndum eru álfka margir bflar og fólk. Umferðarslys eru að verða eitt algengast banamein ungra manna, en hinir eru miklu fleiri sem lifa þau af slasaðir. Aðgerðir á liðamótum hafa fest sig í sessi; nú eru til gerviliðir í flest liðamót, eru þó enn algengastar aðgerðir á mjöðmum, þar hefir mikil breyting orðið síðan Putti var að snikka til lærleggjarhaus og klæða með vöðvafelli, sem átti að koma í staðinn fyrir brjósk. Ég held að ýmsir kírúrgar verði fyrr verkefnalausir en orþópedar. Má vera að enn sé í gildi það sem flaug fyrir hjá mér þegar ég var að leggja út á braut orþópedíunnar, að sú tíð gæti komið að magasár yrði læknað með lyfjum og botnlangabólga og jafnvel krabbamein, en beinbrotameðferð yrði handverk um fyrirsjáanlega framtíð.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.