Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 42
474 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Tafla III sýnir niðurstöðurnar þegar hópn- um hefur verið skipt niður á tvö tímabil eftir því hvenær menn hófu greiðslur í lífeyrissjóð- inn. Dánarhlutfallið var hærra á síðara tímabil- inu að því er varðaði öll dánarmein, bílslys, eitranir, áfengiseitranir, önnur slys, manndráp og flokkinn þegar óákveðið var hvort unr slys eða sjálfsmorð var að ræða. Hins vegar var dánarhlutfallið lægra vegna sjóslysa hjá þeinr sem hófu greiðslur í sjóðinn eftir 1978. Tafla IV sýnir niðurstöður úr útreikningum á dánartölunum fyrir allan rannsóknarhópinn. Dánartölumunurinn var 348.70 vegna allra slysa en 162.75 vegna allra sjóslysa þannig að önnur slys en sjóslys skýra að meirihluta háan dánartölumun vegna slysa meðal sjómannana. Næst á eftir sjóslysum var dánartölumunurinn hæstur vegna annarra slysa, bílslysa og sjálfs- morða. Umræða Hér hafa komið í ljós háar dánartölur vegna slysa í þessum hópi íslenskra sjómanna og ekki sjást merki um áhrif hraustra starfsmanna þegar litið er á öll dánarmein. Áhrif hraustra starfsmanna er það kallað, þegar dánartölur eru lægri meðal vinnandi manna en þjóðarinn- ar, en þessi skekkja kemur fram vegna þess að í hópi allra karla eru sjúkir og óvinnufærir ein- staklingar, en til vinnu veljast að öllum jafnaði þeir sem eru heilbrigðir og hæfir. Áhrif hraustra starfsmanna hafa komið fram í dánar- meinarannsóknum á öðrum starfshópum hér á landi (18,19). Niðurstöður þessarar rannsóknar eru því í nokkurri mótsögn við hið viðtekna að til sjómennsku veljist hraustustu og sterkustu mennirnir (13), nema að þessir eiginleikar tengist slysahættum. Sá veikleiki sem fylgir því að bera starfshóp saman við alla þjóðina er okkur auðsær (20). Sú aðferð dregur úr líkum á að unnt sé að sýna fram á áhættu í rannsóknarhópnum. Auk þess er rannsóknarhópurinn talsverður hluti karla á íslandi, sem leiðir til þess að staðlaða dánar- hlutfallið er enn frekar vanmetið heldur en ef unnt hefði verið að bera sjómenn saman við aðra vinnandi karla. Öfugt við þessa rannsókn hafa dánarmeinaathuganir á sjómönnum í Kanada, Svíþjóð og á Ítalíu sýnt áhrif hraustra starfsmanna (21-24). Niðurstöður kanadísku rannsóknarinnar (21) sýndu að dánartölur sjómanna voru háar vegna umferðarslysa líkt og komið hefur fram hér. Rannsókn okkar sýnir fylgni á milli starfs- aldurs og slysa utan vinnustaðarins, sem bendir til að sjómenn hafi áhættusama lífshætti. Hátt dánarhlutfall vegna áfengiseitrana styður þetta. Skorpulifur fannst ekki meðal þessa hóps en hún er sjaldgæf á íslandi (25,26). I rannsókninni kom fram að hlutfallslega fleiri vanir en óvanir sjómenn fórust vegna sjó- slysa og drukknana. Það virtist því sem sjó- mennirnir nytu ekki reynslu sinnar og aldurs til að forðast slysin, heldur jókst hættan á öllum Tablc III. Observed (Obs) number ofdeatlis by cause with standardised mortality ratio (SMR) and 95% confidence intervals (95% CI) in 21 069 seamen according to tlieir year ofstarting work. 1968-77 (followed up till 1979) (n= 12 338) 1978 onwards (followed up till 1989) (n=8731) Cause of death (ICD (7th revision) code) Obs SMR(95% Cl) Obs SMR(95% Cl) All causes (001-E999) Accidents, poísonings, and violence 316 1.21(1.08-1.35) 184 1.32(1.14-1.52) (E800-E999) 176 1.86(1,61-2.15) 109 1.83(1.52-2.20) Motor vehicle accidents (E810-E841) 26 1.62(1.06-2.34) 28 2.12(1.41-3.07) Water transport accidents (E850-E858) Water transport accidents, drowning 68 3.10(2.41-3.93) 26 2.16(1.41-3.16) (E850-E858) 55 2.79(2.10-3.63) 20 2.02(1.23-3.12) Accidental poisoning (E870-E895) 6 1.06(0.39-2.31) 5 2.20(0.72-5.14) Accidental poisoning by alcohol (E880) 1 1.18(0.03-6.55) 4 2.78(0.76-7.11) Accidental fall (E900-E904) 8 1.68(0.73-3.32) 2 1.07(0.13-3.86) Other accidents (E910-E936) 23 1.40(0.89-2.10) 13 1.93(1.03-3.30) Accidental drowning (E929) 7 1.49(0.60-3.06) 2 1.38(0.17-4.98) Suicide (E963, E970-E979) 34 1.68(1.16-2.35) 24 1.38(0.89-2.06) Homicide (E964, E980-E985) Injury undetermined whether accidentally 3 1.38(0.28-4.02) 3 2.63(0.54-7.69) or purposely inflicted (E980-E989)* 6 1.51(0.55-3.29) 3 1.86(0.38-5.45) * ICD 8th revision
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.