Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 461 Table II. Factors associated with survival in patients with thyroid carcinoma (Cox's proportional hazard model, simultaneous regression). DNA-ploidy and S-phase fraction included. Hazard ratio 95% confidence bounds P-value Years of diagnosis* 0.95 0.93-0.97 <0.001 Age* 1.06 1.04-1.08 <0.001 T4 vs others 3.7 2.1- 6.5 <0.001 Nodal status (NO vs N1-3) 2.1 1.3- 3.3 0.002 Distant Metastasis (MO vs M1) 2.4 1.2- 4.9 0.02 DNA-ploidy (diploid vs aneuploid) 1.4 0.8- 2.5 0.24 S-phase fraction (<3% vs 3=3%) 1.1 0.6- 2.0 0.75 Anaplastic ca. (vs papillary ca.) 15.2 5.2-44.6 <0.001 Medullary ca. (vs papillary ca.) 4.0 1.0-15.8 0.05 ‘Continuous variables. merggerðarkrabbameini eða villivaxtar- krabbameini), kyn sjúklings auk þeirra þátta sem sérstök áhersla var lögð á í þessari rann- sókn en það voru niðurstöður úr DNA flæði- greiningu. Niðurstöður eru sýndar í töflu II. Þar kemur fram að hvorki DNA innihald né S-fasa gildi eru sjálfstæðir áhættuþættir, það er að segja upplýsingar um þessa þætti auka ekki á ná- kvæmni við mat á lífshorfum þessara sjúklinga. Niðurstöðurnar sýna einnig að ekki er munur á lífshorfum karla og kvenna í þessum sjúklinga- hópi. Það er heldur ekki munur á horfum sjúk- linga með totukrabbamein og skjaldbús- krabbamein. Lífshorfur sjúklinganna í heild hafa batnað á athugunartímabilinu og er um marktæka breytingu að ræða en þetta sést einnig á dánartíðninni (myndir 1 og 2). Fjölbreytugreining var einnig gerð á öllum hópnum þegar villivaxtarkrabbameinum var sleppt og einnig á totukrabbameinum einum sér en niðurstöðurnar voru svipaðar það er að segja að hvorki DNA innihald í æxlisfrumum né S-fasi juku nákvæmni við mat á lífshorfum. Einnig voru æxlin skoðuð með tilliti til annarr- ar skiptingar á S-fasa gildum án þess að niður- stöðurnar breyttust. A tímabilinu greindust einungis níu sjúkling- ar með merggerðarkrabbamein í skjaldkirtli. í sjö tilfellum var gerð flæðigreining. Af þessum sjúklingum voru þrír látnir og höfðu þeir allir mislitna æxli en þeir fjórir sem voru á lífi í lok athugunartímabilsins höfðu tvílitna æxli. Umræða í þessari rannsókn voru skoðuð öll greind tilfelli skjaldkirtilskrabbameins á Islandi á 36 ára tímabili. Nýgengi skjaldkirtilskrabbameins hefur verið mjög hátt hér á landi síðustu ára- tugi og er enn (15). Aðallega er þetta háa ný- gengi vegna þess hversu algeng totukrabba- mein eru eða 76% klínískt greindra tilfella á rannsóknartímabilinu. Jónandi geislun er sá þáttur sem best hefur verið staðfestur sem orsök skjaldkirtilskrabba- meins (16). Geislunin getur stafað af læknis- fræðilegri meðferð og hefur sá þáttur verið skoðaður hér á landi (17) án þess að samband við hátt nýgengi hafi fundist. Einnig hefur ætt- gengi verið skoðað, en ekki fannst ættgengur þáttur meðal sjúklinga með totukrabbamein (18) og engin ætt með aukna tíðni merggerðar- meina hefur fundist hér á landi. Önnur atriði sem skrifað hefur verið um sem orsakavalda eru góðkynja sjúkdómar í skjaldkirtli (19) og hormónaástand kvenna og barneignir (20). Því hefur einnig verið haldið fram að matarvenjur, sérstaklega neysla sjávarafurða gæti aukið tíðni skjaldkirtilskrabbameins (21). Þetta hefur ekki verið athugað sérstaklega hér á landi en ólíklegt verður að telja að þessir þættir skýri hátt og breytilegt nýgengi. Eins og fram hefur komið varð mikil aukn- ing á nýgengi skjaldkirtilskrabbameins hjá konum á árunum 1965-1979. Aukninguna má nær eingöngu rekja til totukrabbameina. Svip- uð aukning átti sér stað í vestur og norður Noregi (21). Því hefur verið haldið fram að kjarnorkutilraunir Rússa á Novaja Semla á ár- unum 1954-1962 gætu verið orsök þessa háa nýgengis á áttunda áratugnum (21). A árunum kringum 1960 sýndu mælingar að geislavirkt úrfelli og meðal annars I131 mengun í mjólk var talsvert meiri en síðar varð (22). Lækkun á nýgengi eftir 1980 gæti samrýmst þessari kenn- ingu en þá má spyrja af hverju breytingarnar eru mismunandi eftir kynjum. Því má bæta við að ný rannsókn frá Belarus í nágrenni Chern- obyl sýnir mikla aukningu á tíðni skjaldkirtils- krabbameins hjá börnum (23).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.