Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1994, Page 46

Læknablaðið - 15.11.1994, Page 46
478 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Umræða og fréttir Aðalfundur Félags íslenskra heimilislækna 1994 Aðalfundur félagsins var haldinn 17. september síðastlið- inn í Reykjavík. Stjórn þess næsta starfsár skipa Sigurbjörn Sveinsson formaður, Ólafur Stefánsson varaformaður, Gerður Jónsdóttir gjaldkeri, Haraldur Tómasson ritari og Þórir B. Kolbeinsson með- stjórnandi. í varastjórn eru Ás- mundur Jónasson, Björgvin Á Bjarnason, Pétur Hcimisson og Vilhjálmur Ari Arason. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á fundinum: a. „Með vísun til stefnu Læknafélags íslands, sem það markaði með aðalfundarsam- þykkt í Reykjavík 24. septem- ber 1985, vill aðalfundur Félags íslenskra heimilislækna, hald- inn í Reykjavík 17. september 1994, beina því til heilbrigðis- ráðherra, að sérfræðiviður- kenning í heimilislækningum verði gerð að skilyrði fyrir fast- ráðningu heilsugæslulækna. Heimilis- og heilsugæslulæknar, sem fengið hafa fastráðningu, haldi þó réttindum sínum til að sækja um aðrar stöður. Fundurinn ítrekar þessa af- stöðu félagsins, sem marg oft hefur komið fram allt frá árinu 1980 í bréfaskiptum við ráðu- neytið, stöðunefnd og fleiri að- ila. Fundurinn telur engin rök fyrir því lengur, að ekki sé kraf- ist sérfræðiviðurkenningar til þessara starfa eins og raunin er á um allar læknisstöður aðrar, sem krefjast sérþekkingar." b. „Aðalfundur Félags ís- lenskra heimilislækna, haldinn í Reykjavík 17. september 1994, skorar á heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir því, að í þeirri endurskoðun, sem nú fer fram á reglugerð um veitingu lækn- ingaleyfis og sérfræðileyfis, verði heimild til að stunda sér- fræðinám bundin við lækninga- leyfi*. Enginn hafi heimild til að stunda lækningar á eigin ábyrgð, nema hann hafi sér- fræðiréttindi. Námstími á heilsugæslustöð þarf að vera hluti af undirbúningsnámi („kandídatsári") lækna eftir embættispróf. Fundurinn bendir á, að nú- verandi nám til embættisprófs í læknisfræði miðast æ rneir við undirbúning undir framhalds- nám frekar en að þjálfa stú- *Fengið eftir undirbúningsnám fyrir sérnám samanber tillögur Félags íslenskra heimilislækna þar um frá 29. september 1993. denta til læknisstarfa. Gildir þetta ekki síður um „kandídats- árið“, þar sem engar kröfur eru gerðar um þjálfun í almennum lækningum.“ c. „Aðalfundur Félags ís- lenskra heimilislækna. haldinn í Reykjavík 17. september 1994, heimilar stjórn félagsins að vinna verkfalli eða uppsögnum brautargengis innan Læknafé- lags Islands til að knýja á um úrbætur í kjaramálum heimilis- og heilsugæslulækna.“ d. „Aðalfundur Félags ís- lenskra heimilislækna, haldinn í Reykjavík 17. september 1994, beinir því til stjórnar Læknafé- lags Islands, að endurskoðuð verði aðild þess að BHMR.“ Þá var samþykkt yfirlýsing um málefni fjölskyldunnar og birtist hún á öðrum stað í blað- inu. Fjölmörg önnur mál voru tekin til umræðu svo sem drög að erindisbréfi yfirlækna á heilsugæslustöðvum, gæða- tryggingarmál, áfangadrög að marklýsingu fyrir framhalds- nám í heimilislækningum, stofnun sérsviðshópa innan FÍH (,,expert-groups“) og fleira. Stjórn Félags íslenskra heimilislækna

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.