Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1994, Page 26

Læknablaðið - 15.11.1994, Page 26
462 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Önnur hugsanleg skýring á þessum nýgeng- isbreytingum er aukinn fjöldi sérfræðinga í innkirtlasjúkdómum sem kom til starfa á Is- landi upp úr 1960 og þar með aukinn áhugi á sjúkdómum í skjaldkirtli. Þar sem totukrabba- mein getur verið mjög hægvaxandi sjúkdómur er hugsanlegt að nokkurs konar kembileitar- áhrif hafi komið fram á þessum árum. Dánartíðni af völdum skjaldkirtilskrabba- meins hefur farið marktækt lækkandi á athug- unartímabilinu 1955-1990. Hér kemur væntan- lega til bætt meðferð, en þar er um að ræða betri árangur við skurðaðgerðir, meðferð með geislavirku joði og tyroxín bælingarmeðferð. Önnur skýring á lækkandi dánartíðni er lækk- andi nýgengi villivaxtarkrabbameins. Þessi þróun hefur einnig sést í nágrannalöndum okk- ar (24). Með markvissari meðferð við sérhæfðu skjaldkirtilskrabbameini er hugsanlegt að villi- vaxtarkrabbameinum hafi fækkað en sýnt hef- ur verið fram á að sérhæft krabbamein getur breyst yfir í villivaxtarkrabbamein með tíman- um (25). í erlendum rannsóknum hefur komið fram að skjaldbúskrabbamein eru illvígari en totu- krabbamein. Hér á landi eru horfur sjúklinga með þessar vefjagerðir sambærilegar. Skjald- búskrabbameinum er oft skipt í tvo hópa eftir vefjafræðilegu útliti. Annars vegar æxli sem vaxa mikið ífarandi (widely invasive) og hins vegar þau sem vaxa lítið ífarandi (minimally invasive) þar sem horfur þeirra fyrrnefndu eru talsvert verri en hinna. Langstærstur hluti þeirra sjúklinga sem greinast með skjaldbús- krabbamein á íslandi eru af síðarnefndu gerð- inni og getur það skýrt góðar horfur þessara sjúklinga í heild. Allmargar rannsóknir á DNA innihaldi skjaldkirtilsæxla hafa verið gerðar en fáar þeirra hafa náð yfir fleiri en 100 sjúklinga. Nið- urstöður rannsóknanna hafa verið mjög breyti- legar, bæði hvað varðar hlutfall tvílitna og mis- litna æxla í hinum ýmsu vefjagerðum skjald- kirtilskrabbameina og einnig hvað varðar áhrif DNA innihalds á horfur sjúklinga með skjald- kirtilskrabbamein. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna í heildina lágt hlutfall mislitna æxla. í totu- krabbameinum er hlutfall mislitna æxla lægst og sýna flestar rannsóknir að undir 30% af þessum æxlum eru mislitna en í okkar rann- sókn var hlutfallið 9,7% (26). í skjaldbús- krabbameinum er hlutfall mislitna æxla yfir- leitt hærra en í totukrabbameinum og oftast á bilinu 30-60% (27). í okkar niðurstöðum er hlutfall mislitna æxla í skjaldbúskrabbamein- um tiltölulega lágt eða 24,3%. Villivaxtar- krabbamein eru yfirleitt mislitna og sýna rann- sóknir að hlutfallið er 68-100% (28). í okkar rannsókn var hlutfallið 78,6%. Þennan mikla mismun milli rannsókna á fjölda mislitna æxla eftir vefjagerðum er erfitt að útskýra en hugs- anlega skýrist þetta út frá mismunandi túlkun á niðurstöðum eða breytileika í aðferðum. Það er nokkur fjöldi rannsókna sem styður að DNA innihald æxlisfrumna í skjaldkirtils- krabbameini hafi forspárgildi varðandi lífs- horfur þessara sjúklinga og eru niðurstöðurnar sums staðar notaðar til aðstoðar við að ákvarða meðferð (5). Aðrar rannsóknir sýna aftur á móti neikvæðar niðurstöður eins og þessi rannsókn en DNA innihald og S-fasi sýndu ekki sjálfstætt vægi við fjölbreytugrein- ingu Cox við mat á horfum. Áður hafa birst niðurstöður úr rannsókn á 150 sjúklingum með totukrabbamein, úr sama hópi og þessi rannsókn (29). Þar kom fram að DNA innihald hjá þessum sjúklingum hefði sjálfstætt gildi við mat á horfum. Við að stækka rannsóknina, lengja tímann sem sjúklingunum var fylgt eftir og bæta við greiningarári í fjöl- breytugreininguna eyðast áhrif DNA inni- haldsins sem sjálfstæðs áhættuþáttar. Niðurstöðurnar varðandi merggerðar- krabbamein eru áhugaverðar en þar læknuðust allir sem voru með tvílitna æxli en þeir sem höfðu mislitna æxli létust úr sjúkdómnum. Þar sem aðeins er um sjö einstaklinga að ræða er erfitt að draga ályktanir af þessu en rétt er að halda áfram DNA-flæðimælingum á þessum hópi sjúklinga. Sjúklingunum var skipt í tvo hópa eftir gildi S-fasans eins og kemur fram í niðurstöðum. Einnig var farið í gegnum útreikninga með því að skipta hópnum eftir öðrum gildum á S-fas- anum án þess að niðurstöðurnar breyttust. S- fasa mælingar við skjaldkirtilskrabbamein eru mjög lágar miðað við önnur æxli en miðgildið er undir 3,0%, en til dæmis við brjóstakrabba- mein er það um 7,0% (3). Lítið hefur verið skrifað um S-fasa mælingar og gildi þeirra varðandi horfur skjaldkirtilskrabbameinssjúk- linga og niðurstöður okkar benda ekki til að þessar mælingar auki nákvæmni við mat á horf- um þessa sjúklingahóps. Þrátt fyrir að DNA-innihald og S-fasi séu

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.