Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 66

Læknablaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 66
494 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Bréf að handan Fréttabréfi Læknablaðsins hefur okkur sem erlendis störf- um þótt fengur í. Það hefur að auki borist manni að kostnaðar- lausu hingað til. Þetta eru slík fríðindi að það var löngu orðið tímabært að taka þau frá okkur. Skoði maður reikninginn sést að fréttabréfið eitt er hálfdrætt- ingur á við sjálft Læknablaðið að fréttabréfi þess meðtöldu. Ég hef ákveðið að gera mitt til að greiddur verði sá hluti sem fréttabréfið telur. Aðalritið verður sá lúxus sem á sparnað- artímum mætir afgangi. Það er ekki svo að mann vanti lestina til að leggja af vana sínum sem svarar áskriftinni allri. En það er hart að viðurkenna það hérna að lengra í niðurskurði lasta verður ekki komist á mínu heimili. Það er raunar pláss fyrir mikla lesti til viðbótar. Öll blöð sem hafa fasta liði hafa sinn þokka. Þannig er nýyrðakompan hans Jóhanns Heiðars það sem hrífur mig mest. Þar eru gripir sem gætu orðið daglegt mál ef rétt er að staðið. Psoriasis getur sam- kvæmt einni tillögunni kallast „sóri“. Með karlkyns eða hvorugkynsendingu jafn gott. Fyrir málbreytinguna „alþýðu- skýring“ gæti það þróast yfir í „sori“. Þá gæti læknir komið sjúklingi sem kvartar yfir mikilli flösu á óvart og sagt réttilega að þetta sé hluti af soranum og boðist til að losa hann við þenn- an sora. Nú ef það gengur ekki er hægt að vísa á sérfræðing í sora sem er kannski einmitt gott heiti yfir húð- og kynsjúkdóma- lækni. Það sem ég vildi hinsvegar pirra einhvern með er eftirfar- andi: Fyrir þremur löngum ár- um fór ég af landi brott (sem betur fer) til að leggja stund á framhaldsnám eins og tíðkaðist þá. Hafði meðal annars fengið fulltingi Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LIN) til þess og þótti það mikils virði. Vinir og ættingjar voru þessa síður fýs- andi en þar sem þetta var gert til fróðleiksleitar og líklega nokk- urs gagns fyrir lýð og land ef vel tækist til varð við svo búið að standa. Nóg var af læknum fyrir í landinu til að skammast út í þótt mín nyti ekki við í nokkur ár. Menntunin kostuð af lýð annarra þjóða. Leit út fyrir að vera góður bissniss. En lífið er lengra en lánið. Það leið bara vikan. Þetta voru umbrotatím- ar. Mislukkað valdarán í Moskvu og ný stjórn í LÍN skipti snarlega um skoðun á þessum utanreisum íslenskra lækna með börn og burur í eftirdragi. Þær og þeir voru að þessu í auðgunarskyni og kannski (ör- ugglega) að njóta fríðinda sem námsmenn einir hafa. Á auga- bragði var staða mín og annarra á sama róli orðin slík að sjálf ástæðan fyrir ómakinu var bara yfirskin. Við vorumekki ínámi. Við vorum að fara til útlanda og puða fyrir svo sem ágætislaun- um í fjögur til fimm ár bíðandi eins og hýenur eftir að feit staða losnaði á íslandi við að tutla blóðmjólkaða kú almanna- trygginganna. Þetta var nátt- úrulega sérlega ógöfugt mark- mið í sjálfu sér hafi ég raunveru- lega viljað þetta. Maður hlustaði forvitinn eftir æmti fé- laga sinna í öðrum löndum. Maður gat þurft að senda 1/12 af rauntekjum til íslands. Fyrir fjölskyldu þýðir þetta helling. Maður hleraði eftir viðbrögðum Læknafélags íslands. Mig minn- ir að það hafi farið athugasemd frá félaginu beina leið í rusla- fötu menntamálaráðherrans sem sjálfsagt leit á innihaldið sem staðfestingu þess að að- gerðin hafi tekist vel. Það þurfti umboðsmann Alþingis til að fá þessi mál endurskoðuð. Maður fékk bréf undirritað af fulltrúa LÍN þess efnis að mál hvers og eins yrði tekið fyrir, að því til- skildu að nákvæmt tekjuyfirlit fylgdi ásamt námsframvindu- áætlun, vottorði prófessors að hér væri ekki bara enn eitt svindlið á löngum ferli viðkom- andi. Þetta bréf fór beint í cylinderarkívið (tunnuna). Samt veit ég um einn sem lét freistast. Það er alltaf til einn sem þráast við og sendir sam- viskusamlega nákvæmt yfirlit, áætlun og vottorð eins og tilskil- ið var til að komast til álita sem lánshæfur námsmaður. Hann heldur því fram að umsókn hans hafi aldrei verið tekin alvarlega til greina vegna starfsheitisins. Það væri nú gaman að einhver léti vita sem fengið hefur já- kvæða umfjöllun um sín mál hjá LÍN. Hér með er lýst eftir því. Auðvitað komumst við öll lif- andi frá þessu, en mér finnst ennþá læknastéttin hafa tekið linlega á þessu máli sem mér virðist vera prinsippmál jafn- lengi og Iæknar verða að sækja framhaldsmenntun á erlendri grundu. Þar sem ég er mátulega svart- sýnn á að Læknafélagið líti upp frá húsbyggingunni og fari að styggja stjórnvöld með hags- munamálum þeirra sem þar að auki eru erlendis og borga þang- að félagsgjöld, legg ég til nýyrði um þetta úrelta orðskrípi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.