Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1994, Page 22

Læknablaðið - 15.11.1994, Page 22
458 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Rates/100.000 Years Fig. 3. Females, incidence rates during 1955 to 1990 by histo- logic grouping into papillary, follicular and anaplastic carcin- omas. konum hækkaði fyrstu árin, var hæst milli 1965 og 1979 en lækkaði síðan aftur og hefur haldist að mestu óbreytt síðasta áratuginn. Hjá körl- um hækkaði nýgengið á fyrri hluta athugunar- tímabilsins en hefur haldist svipað síðustu árin. Dánartíðnin hjá báðum kynjum hefur lækkað á tímabilinu. Á mynd 3 sést að breytingar á ný- gengi hjá konum eru nær eingöngu vegna breytinga á nýgengi totukrabbameina. A nrynd 4 sést að hækkun á nýgengi hjá körlum má rekja til fjölgunar totukrabbameina og skjald- búskrabbameina. Mynd 5 sýnir lífshorfur sjúklinga með tví- litna og mislitna æxli. Á myndinni sést að mun- urinn milli þessara tveggja hópa kemur fram á fyrstu tveimur til þremur árunum eftir grein- ingu en eftir það eru horfur sjúklinganna svip- aðar. Lífshorfur fyrir S-fasa mælingar eru ekki sýndar en munurinn á milli hópa þar var minni en mynd 5 sýnir. Mynd 6 sýnir lífshorfur eftir að sjúklingun- um hefur verið skipt í fjóra hópa eftir vefja- gerð. Þar sést að horfur sjúklinga með totu- krabbamein og skjaldbúskrabbamein eru góð- ar og að ekki er marktækur munur milli þessara tveggja hópa. Sjúklingar með villivaxt- arkrabbamein látast nánast allir innan árs frá greiningu. Um helmingur þeirra sem greinast með merggerðarkrabbamein læknast. Fjölbreytugreining Cox var notuð við mat á sjálfstæðu gildi áhættuþátta. Eftirtaldir þættir voru settir inn í líkanið: Aldur sjúklings við greiningu, greiningarár, út- breiðsla sjúkdómsins (TO-3 á móti T4, N0 á móti N1 og M0 á móti Ml), vefjagerð (totu- krabbamein á móti skjaldbúskrabbameini, Rates/100.000 Years Fig. 4. Males, incidence rates during 1955-1990 by histologic grouping into papillary, follicular and anaplastic carcinomas. Survival % Fig. 5. Survivalcorrectedforcauseofdeath otherthan thyroid cancer in 424 patients with diploid and aneuploid carcinomas. Years Fig. 6. Survival corrected for causes of death other than tliyroid cancer by histology.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.