Læknablaðið - 15.12.1995, Qupperneq 6
842
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81: 842-4
Ritstjómargrein
Vísindin í vinnulagið
(Evidence based medicine)
Á tímum gífurlegra framfara í læknisfræði er
ljóst að það er nær ógjörningur fyrir einstaka
lækna að vinsa úr öllum þeim fróðleik sem
birtist á ári hverju í um 25.000 læknisfræðitíma-
ritum víðs vegar um heim. Á sama tíma eru
gerðar auknar kröfur til lækna og annarra að
fylgjast með framförum og að leitast við að
beita ætíð nýjustu og bestu þekkingu sem völ er
á í læknisfræði.
Pað er því full ástæða til að vekja athygli
íslenskra lækna á nýju tímariti í læknisfræði,
Evidence-Based Medicine. Linking Research
to Practice, sem gefið er út á vegum ameríska
læknafélagsins og British Medical Journal for-
lagsins (1). Tilgangur blaðsins er að birta úrval
samantekta eða greina innan kvensjúkdóma-
og fæðingarfræði, lyf-, skurð-, geð-, barna- og
heimilislækninga, sem eru vel gerðar og líkleg-
ar til þess að gagnast í klínískri vinnu.
Því miður hefur það gerst allt of oft í sögu
læknisfræðinnar að læknar hafi beitt læknis-
meðferð sem byggðist á trú á ágæti hennar án
þess að fyrir lægju upplýsingar eða rannsóknir
um að hún gerði eitthvert gagn. Má hér nefna
blóðtöppun til lækninga fyrr á öldum. Einnig
eru þess mörg dæmi að rannsóknir um gagn-
semi meðferðar liggi fyrir en hafi ekki komist
til skila. Árið 1753 lágu fyrir rannsóknir á því
að sítrónur og appelsínur væru góðar við skyr-
bjúg. Engu að síður liðu um 40 ár áður en
menn byrjuðu að hagnýta sér þessa þekkingu.
Slíkt getur þó verið skiljanlegt með tilliti til
lélegs upplýsingatlæðis á þeim tímum. En nú á
tímum er ekki skortur á miðlun, heldur þvert á
móti. Sannanir um gagnsemi streptókínasa-
meðferðar við bráðri kransæðastíflu lágu fyrir
um 10 árum áður en meðferðin var almennt
tekin notkun. Skýringin á þessari seinkun var
að hluta til sú.að fyrri rannsóknir voru byggðar
á fáum sjúkratilfellum sem gáfu litla ntark-
tækni. Ótvíræð vissa kom því ekki í ljós fyrr en
beitt var svonefndri meta-analýsu, þar sem
slegið var saman niðurstöðunr fyrri rannsókna.
Rannsóknir sýna að sterameðferð við yfir-
vofandi fæðingu fyrir tímann minnkar líkur á
fylgikvillum barns og móður og minnkar kostn-
að við meðferð (2). Engu að síður hefur gætt
nokkurrar tregðu víða unr heim að taka upp
þessa nteðferð (3).
Oft og tíðum hefur það einnig tekið allt of
langan tíma að hætta við einhverjar rannsóknir
eða aðgerðir sem búið var að sanna að gerðu
ekkert gagn. Upp úr 1970 voru komnar nægar
sannanir fyrir því að enginn tilgangur væri að
rannsaka þvag hjá frískum einkennalausum
skólabörnum. Engu að síður var þessum ávana
haldið áfram hér á landi langt fram á níunda
áratuginn. Ljóst er að hér var því sóað tíma og
fjármunum í óþarfa. Auk þess er líklegt að
fjöldi barna hafi verð settur á lyfjameðferð að
nauðsynjalausu vegna þessara rannsókna.
Leitin að bestu þekkingu sem völ er á á
hverjum tíma er að sjálfsögðu ekki ný af nál-
inni. Evidence based medicine er ætlað að sam-
eina rannsóknarstarfsemi og önnur gæðaþró-
unarverkefni sem unnið hefur verið að undir
ýmsum nöfnum, svo sem quality assurance,
practice guidelines, audit og continuing medical
education (3-6). Evidence based medicine fjall-
ar því ekki eingöngu um vísindi heldur um
ákveðið vinnuferli eða vinnulag sem æskilegt
er að læknar tileinki sér og beiti á starfsævi
sinni. Þar er lögð rík áhersla á að fara ekki eftir
geðþótta eða völdum einstakra fræðimanna,
heldur er unnið eftir kerfisbundinni samvinnu
hóps, sem tileinkar sér ákveðin vinnubrögð.
Aðferðin er í grófum dráttum eftirfarandi:
Vandamálum sem upp koma í klínískri vinnu
er forgangsraðað og breytt íspurningar. Dæmi
(3): Læknar á stofugangi ræða um það sín á