Læknablaðið - 15.12.1995, Page 12
846
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
með einföldum aðferðum. Alvarleg augnslys
þurfa aftur á móti flóknari meðferð og eftirlit,
innlögn á sjúkrahús er því nauðsynleg. Guð-
mundur Viggósson augnlæknir kannaði ný-
gengi alvarlegra augnslysa sem innlagnar
þurftu við á augndeild Landakotsspítala 1971-
1979 (2). Það vakti athygli að 41% sjúkling-
anna voru 15 ára og yngri.
Ákveðið var að athuga fjölda og eðli augn-
slysa hjá börnum er lögðust inn á Landakots-
spítala á 10 ára tímabili, frá janúar 1984 til
desember 1993. Langflest börn er verða fyrir
alvarlegum augnslysum á íslandi koma á augn-
deild Landakotsspítala. Tilgangur samantekt-
arinnar var að athuga hvort fjöldi augnslysa á
börnum hafi breyst.
Efniviður og aðferðir
Farið var yfir sjúkraskrár barna á aldrinum
16 ára og yngri er lögðust inn á Landakotsspít-
ala 1984 til 1993 vegna augnslysa. Kannaður
var fjöldi augnslysa, kynjahlutfall, aldur, teg-
und áverka og við hvaða aðstæður slysið varð.
Athugað var á hvoru auganu slysið varð. Fjöldi
legudaga var kannaður. Tímabilinu var skipt í
tvennt, 1984-1988 og 1989-1993 og þessi árabil
borin saman.
Niðurstöður
Fjöldi: Á árunum 1984-1993 lögðust 133 börn
inn á Landakotsspítala vegna augnáverka. Af
þeim voru 84 á árunum 1984-1988 og 49 á árun-
um 1989-1993. Mynd 1 sýnir fjölda innlagna á
ári.
Kyn: Kynjadreifing sýndi að 109 drengir og
24 stúlkur slösuðust. Hlutfall drengja og
stúlkna var því 4,5:1.
Aldur: Hópnum var skipt niður í fjóra ald-
urshópa; eins til fjögurra ára, fimm til átta, níu
til 12 og 13-16 ára. I yngsta hópnum voru 17%
augnslysanna. í hópnum fimm til átta ára var
21% af slysunum, í níu til 12 ára hópnum voru
35% og í elsta hópnum voru 28% augnslys-
anna. Helminguraföllum augnslysum voru hjá
drengjum á aldrinum níu til 16 ára (52%) (tafla
I).
Legudagar: Hvert barn lá að meðaltali 6,8
daga á sjúkrahúsi vegna augnáverka árin 1984-
1988 en 4,8 daga árin 1989-1993. Legudögum
hefur þannig fækkað um tvo að meðaltali.
A livoru auganu varð slysið?: Sjötíu og fimm
börn slösuðust á vinstra auga en 58 á hægra,
tvö börn slösuðust á báðurn augum.
Number
of children
20 19
1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 Year
Fig. 1. Number of eye injuries in children peryear in Iceland 1984-1993. Table I. Age andsex distribution ofchildren with eye injuries.
Age Girls Boys Both sexes
1 3 2 5
2 2 2 4
3 0 5 5
4 2 9 11
5 2 5 7
6 1 4 5
7 3 9 12
8 0 4 4
9 2 5 7
10 2 8 10
11 2 11 13
12 0 13 13
13 1 13 14
14 1 7 8
15 3 5 8
16 0 7 7
Total 24 109 133
Table II. Where the accidents occurred.
Place 1984-1988 1989-1993
Home 8 9
School 9 6
Play 42 19
Traffic accidents 4 0
Hobbies 3 2
Sports 7 7
Work 5 0
Other 4 3
Not known 2 3
Total 84 49
Tegundir áverka: Slysin voru flokkuð eftir
tegund áverka.
A. Gat á auga (perforatio oculi) (26%).
Þrjátíu og fimm börn fengu gat á auga. Af þeim
fengu fimm aðskotahlut inn í auga. Á fyrra