Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1995, Síða 13

Læknablaðið - 15.12.1995, Síða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 847 Number of children Perforatio bulbi Contusio bulbi Eyelid trauma Minor injuries Fig. 2. Type of eye injuries in 1984-1988 and 1989-1993. Fig. 3. Children with eye injuries 1984-1988 and 1989-1993 divided into four age groups. Number of children 6 öj ---- 5- ■ 1984-1988 □ 1989-1993 6 4 Perforatio bulbi 3 3 Í1 0 11. Contusio bulb Eyelid trauma Minor injurics Fig. 4. Type ofeye injuries in children one to four years old, the years 1984-1988 and 1989-1993 compared. tímabilinu hlutu 22 gat á auga en á seinna tímabilinu 13. Fimm fengu sjónhimnulos og fjögur ský á augastein í kjölfar áverkans. B. Augnmar (contusio oculi) (51%). Sextíu og átta börn fengu augnmar, af þeim voru 58 með blæðingu í forhólfi. Fimm þeirra fengu endurblæðinu í forhólfi, þrjú tveimur dögum eftir áverka, eitt daginn eftir og hjá einu tví- blæddi tveimur og fjórum dögum eftir áverk- ann. Tvö af þessum börnum þurftu á skurðað- gerð að halda til að tæma blóð úr forhólfi og létta þannig á hækkuðum augnþrýstingi. Hjá sex börnum er lýst blæðingu í afturhólf augans. Á fyrra tímabilinu fengu 45 augnmar en 23 á seinna fimm ára tímabilinu. Fjögur börn fengu ský á augastein í kjölfar áverkans og eitt barn fékk gláku. C. Augnlokaáverkar (14%). Alls hlutu 19 börn augnlokaáverka, þar af voru níu einnig með áverka á táragöngum. Á fyrra tímabilinu voru níu með augnlokaáverka en 10 á seinna tímabilinu. D. Minniháttar áverkar (8%). Minniháttar áverkar voru 11, átta á fyrra tímabilinu en þrír á því seinna. Undir minniháttar áverka flokkast aðskotahlutur og sár á hornhimnu ásamt bruna á yfirborði auga. Mynd 2 sýnir að öllum teg- undum augnáverka hefur fækkað nema augn- lokaáverkum sem hafa nálega staðið í stað. Orsakir augnáverka: Tafla II sýnir að flest slysin verða við leiki og þeim slysum hefur fækkað mest. Fjöldi slysa við íþróttir stendur í stað á þessum tveimur tímabilum. Fjögur börn slösuðust í boltaíþróttum, þrjú í sundi og fjögur á skíðum. Nokkra athygli vakti að af þeim 68 einstaklingum er hlotið höfðu augnmar á fyrra tímabilinu höfðu 12 (26,7%) slasast af skotum úr túttubyssum. Á seinna tímabilinu fengu tvö börn augnmar af völdum túttubyssuskota (8,7%). Voru því alls 14 áverkar vegna túttu- byssa, sem er 20,6% af þeim sem fengu augn- mar. Þrjú augnslys á börnum urðu af völdum flug- elda á hvoru tímabili fyrir sig eða sex alls. Alls voru níu slys vegna ofbeldis, sjö á fyrra tímabilinu en tvö á því síðara. Mun fleiri alvarleg augnslys voru 1984-1988, eða hjá 84 börnum (63%), samanborið við 49 börn (37%) er hlutu alvarlegan áverka á síðara tímabilinu. Skipting í aldurshópa á þessum fimm ára tímabilum sýnir að fækkun er í öllum aldurshópunum nema yngsta, eins til fjögurra ára (mynd 3). Mynd 4 sýnir tegundir augn- áverka hjá yngsta aldurshópnum. Fleiri börn komu á síðara tímabilinu en því fyrra með gat á auga, augnmar og augnlokaáverka. Þessi slys urðu heima og við leik.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.