Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1995, Page 14

Læknablaðið - 15.12.1995, Page 14
848 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Umræða Alls hlutu 133 börn það alvarlegan áverka á auga að innlagnar var þörf á þessu 10 ára tíma- bili. Rannsókn Guðmundar Viggóssonar á ár- unum 1971-1979 sýndi að 209 börn 15 ára og yngri lögðust inn á Landakotsspítala vegna al- varlegra augnslysa, þetta var 41% af heildar- fjölda augnslysa á umræddu tímabili (2). A þessu níu ára tímabili voru því að meðaltali 23,2 slys á ári. Á árunum 1984-1988 voru að meðaltali 16,8 augnslys á ári en 9,8 slys að meðaltali 1989-1994. Það hefur því orðið veru- leg fækkun á alvarlegum augnslysum barna frá 1971, að minnsta kosti ef miðað er við sjúkra- húslegur. Drengir eru í miklum meirihluta þeirra er hljóta alvarleg augnslys. Þessar niðurstöður koma ekki á óvart því margar rannsóknir hafa sýnt að augnslys eins og önnur slys eru mun algengari meðal drengja (3-7). Athyglisvert er að flest augnslys hjá drengjum verða á aldrin- um níu til 16 ára en dreifing á augnslysum hjá stúlkum er svipuð á öllum aldri (tafla I). Hafa aðrar rannsóknir sýnt að augnslysum á drengj- um fjölgar frá átta ára aldri en fjöldi augnslysa á stúlkum helst óbreyttur (8,9). Fækkun verður í öllum aldurshópunum nema þeim yngsta. Er það í samræmi við niður- stöður annarra rannsókna (9). Legudögum fækkaði að meðaltali um tvo séu tímabilin tvö borin saman. Erfitt er að meta hvort augnslys- in voru alvarlegri á fyrra tímabilinu og sjúk- lingar hafði því þurft lengri sjúkrahúsvist, eða hvort niðurstaðan lýsir tíðaranda, þar sem stefnan er að stytta legutíma sem mest. Slys á vinstra auga var algengara. Þetta er misjafnt eftir rannsóknum (10,11). Algengasta greiningin var augnmar, síðan kom gat á auga. Aðrar rannsóknir hafa sýnt svipaðar niðurstöður (9,12). Ein af meginhættum við blæðingu í forhólf auga er endurblæðing. Hún kemur venjulega nokkrum dögum eftir slys. Endurblæðing er oft mun alvarlegri en frumblæðingin, hún getur leitt til blóðlitunar á glæru og gláku. Margs konar meðferð hefur verið reynd til að fyrir- byggja endurblæðingu, svo sem rúmlega, bark- sterar og amínócaproic sýra (13). Athyglisvert er að tíðni endurblæðingar við blæðingu í forhólf er 8,6% í þessari rannsókn en tíðni endurblæðingar er misjöfn eftir rann- sóknum, allt frá 1,1% til 38,5% (13-15 ). Óvíst er hversu mikil áhrif meðferð hefur til varnar endurblæðingu, kynþáttur virðist meðal ann- ars hafa áhrif (16). Fjórir af þeim fimm er fengu endurblæðingu voru meðhöndlaðir heima eftir fyrri blæðinguna, en mismunandi er eftir lönd- um hver stefnan er í meðferð forhólfsblæðing- ar. Sú staðreynd að endurblæðing var algeng við meðhöndlun án sjúkrahúsvistar, ætti því frekar að ýta undir auknar innlagnir á börnum með forhólfsblæðingu. Tveir af þeim er fengu endurblæðingu þurftu að gangast undir að- gerð. Langflest slysanna urðu við leiki. Öllum teg- undum slysa hefur fækkað nema slysum á heimilum og íþróttaslysum. Slysum við leiki hefur fækkað mest. Túttubyssur eru ekki flók- ið verkfæri, baunum, smáu grjóti eða berjum er skotið með aðstoð teygju. Sú staðreynd að túttubyssur voru orsakavaldur í 20,6% tilfella er höfðu augnmar í þessari rannsókn sýnir að þetta er hinn mesti skaðvaldur. Augnslys af völdum túttubyssu voru þó mun algengari á fyrra tímabilinu, þá slösuðust 12 börn af þeirra völdum en tvö á síðara tímabilinu. Alls varð 31 augnslys af völdum túttubyssuskota á árunum 1971-1979 (2) og virðist þessum slysum fara fækkandi, en þó er hugsanlegt að þau komi í bylgjum eftir því hve vinsælar túttubyssur eru. Um þriðjungur slysanna varð af völdum ann- arra einstaklinga og 7% allra alvarlegra augn- slysa voru vegna ofbeldis. Öllum tegundum áverka hefur fækkað, sem bendir til að um raunverulega fækkun á augn- slysum sé að ræða en ekki aðeins fækkun á innlögnum (mynd 2). Sambærilegar niðurstöð- ur komu fram í norskri rannsókn (9). Augn- slysum hefur fækkað í öllum aldurshópunum nema þeim yngsta, þar sem þeim hefur fjölgað (mynd 3). Þessi fjölgun er vegna slysa heima og í leik. Athyglisvert er að niðurstöður rannsóknar, sem gerð var á slysadeild Borgarspítalans á slysum almennt á börnum, sýna einnig fram á fækkun slysa á árunum 1974-1991 (17). í þessari rannsókn er ekki reynt að leggja mat á langtíma augnvandamál sjúklinganna sem hér eiga hlut að máli. Eftir útskrift er þeim yfirleitt fylgt eftir á stofu viðkomandi augn- læknis. Upplýsingar greinarhöfunda gefa því ekki nægilegar forsendur til að meta lokaút- komu.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.