Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1995, Side 28

Læknablaðið - 15.12.1995, Side 28
862 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 lokum, en koma einnig fyrir í snúðarkjörnum og heilastúkum. Almenn eða staðbundin heila- rýrnun getur átt sér stað. Allstór flokkur með- fæddra og arfgengra sjúkdóma auk fleiri sjúk- dómahópa geta sýnt svipaðar breytingar á seg- ulsneiðum. Dreifing í heila er þá yfirleitt önnur, og sjúkdómsgangur og klínísk einkenni annars konar. Segulbreytingar í djúphnoðum geta sést í kjölfar súrefnisþurrðar í heila, við eitrunarheilakvilla (toxic encephalopathies) eða æðasjúkdóma í heila. Saga sjúklinga hjálp- ar nær alltaf til greiningar við þessar aðstæður. I Huntingtons erfðasjúkdómi, sem einnig veld- ur djúphnoðaeinkennum, rýrna snúðarkjarnar án breytinga á segulgerð. Upphafseinkenni þess sjúkdóms eru oft geðræns eðlis eða trufl- anir á hreyfifærni líkt og í Wilsons sjúkdómi, en fjölskyldusaga er yfirleitt þekkt þar sem um ríkjandi erfðir er að ræða, og aldursdreifing sjúklinga er önnur. Hvað þessum sjúklingi viðvíkur lék ekki vafi á sjúkdómsgreiningunni þegar niðurstöður segulómunar voru ljósar. Séu upphafseinkenni endurskoðuð, hafði sjúklingurinn fyrst og fremt væg utanstrýtueinkenni, þó í svo litlum mæli, að þau greindust ekki við upphafsskoð- un. Til frekari stuðnings greiningar voru Kays- er-Fleischer hringir í hornhimnum, en þeir eru sértækir fyrir Wilsons sjúkdóm, og finnast í 40-70% allra sjúklinga. Yfir 80% sjúklinga með Wilsons sjúkdóm hafa verulega aukinn koparútskilnað í þvagi, og svipað hlutfall mæl- ist með lága serúlóplasmín þéttni, en hvort tveggja getur verið eðlilegt. Þéttnimælingar á kopar í sermi hafa takmarkað gildi til greining- ar (15). Depurðareinkenni geta verið fylgifisk- ur djúphnoðasjúkdóma, og er ein algengasta geðtruflunin í Wilsons sjúkdómi (16). Einkenni þessa sjúklings voru hratt versn- andi við greiningu, en athygli vakti áframhald- andi afturför eftir að meðferð var hafin, og hve langur tími leið, þar til bera fór á bata. Versn- un sjúkdómseinkenna í upphafi meðferðar er þekkt í Wilsons sjúkdómi (17) og meðferð virð- ist geta kallað fram einkenni hjá áður ein- kennalausum einstaklingum (18). Ekki er vitað hvað þessu veldur, en líklegt er talið að hreyf- ing verði á uppsöfnuðum koparbirgðum í vefj- um, sem leiði til frekari útfellinga í miðtauga- kerfi. Önnur skýring er sú, að skemmdir af völdum kopars séu enn að þróast, og sjúk- dómseinkenni haldi því áfram að versna. Horf- ur í Wilsons sjúkdómi eru misgóðar. í einstöku tilvikum leiðir sjúkdómurinn til dauða þrátt fyrir meðferð, og er dánartíðni hæst við lifrar- bilun. Oftast leiðir meðferðin til hægfara bata á mánuðum eða árum og helmingur sjúklinga nær sér að fullu. í undirflokkun Oders og samstarfsmanna (1993) voru horfur taldar verstar hjá þeim sjúklingum sem hafa geðfarsbreytingar, tal- truflun, hreyfitruflanir og staðbundnar breyt- ingar í gráhýði og fölkjarna (globus pallidus) á segulsneiðum af heila (11). Þessi einkenni finn- ast öll hjá ofangreindum sjúklingi. Augn- lampaskoðun á hornhimnum 10 mánuðum eftir upphaf meðferðar leiddi í ljós verulega hreins- un á koparútfellingum (myndir 1 og 2), þótt segulómun af heila hafi á sama tíma sýnt aukn- ar breytingar í djúphnoðum og heilastofni, auk nýtilkominna heilastúkubreytinga. Breyting- arnar voru minna áberandi við síðustu segul- ómun af höfði í janúar 1995. Á síðustu mánuð- um hefur stöðugur og mikill bati átt sér stað hjá sjúklingi, en koparútskilnaður í þvagi er enn mjög aukinn og þykir því of snemmt að meta endanlegar horfur hans. HEIMILDIR 1. Bowcock AM, Farrer LA, Hebert JM, Agger M, Stern- lieb I, Scheinberg IH, et al. Eight closely linked loci place the Wilson disease locus within 13ql4-q21. Am J Hum Genet 1988; 43: 665-74. 2. Brewer GJ, Yuzbasiyan-Gurkan VA, Young AB. The treatment and diagnosis of Wilson's disease. Curr Opin Neurol 1988; 1: 302-6. 3. Tankanow RM. Pathophysiology and treatment of Wil- son’s disease. Ther Rev 1991; 10: 839—49. 4. Park RHR, McCabe P, Russell RI. Who should log SHIPS? The accurracy of Scottish Hospital morbidity data for Wilson’s disease. Health Bull 1992; 50: 24-8. 5. Nazer H, Ede RJ, Mowat AP, Williams R. Wilson’s disease in childhood. Variability of clinical presentation. Clin Pediatr 1983; 22: 755-7. 6. Brewer GJ, Yuzbasiyan-Gurkan V. Wilson Disease. Medicine 1992; 71:139-64. 7. Walsche JM. Diagnosis and treatment of presymptomat- ic Wilson's disease. Lancet 1988; II: 435-7. 8. Nazer H, Larcher VF, Ede RJ. Williamsk R. Wilson’s: a diagnostic dilemma. Br Med J 1983; 287: 313-4. 9. Thuomas KAA, Aquilonius SM, Bergström K, West- ermark K. Magnetic resonance imaging of the brain in Wilson’s disease. Neuroradiology 1993; 35: 134-41. 10. Nazer H, Brismar J, Al-Kawi MZ. Gunasekaran TS, Jorulf KH. Magnetic resonance imaging of the brain in Wilson’s disease. Neuroradiology 1993; 35: 130-3. 11. Oder W, Prayer L, Grimm G, Spatt J, Ferenci P, Kolleg- ger H, et al. Wilson’s disease: Evidence of subgroups derived from clinical findings and brain lesions. Neuro- logy 1993; 43: 120-4. 12. Duchen LW, Jacobs JM. Familial hepatolenticular de- genariont (Wilson’s disease). In: Adams JH, Corsellis AN, Duchen LW, eds. Greenfield’s neuropathology. 4th ed. London: Edward Arnold, 1984: 595-9.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.