Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1995, Síða 28

Læknablaðið - 15.12.1995, Síða 28
862 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 lokum, en koma einnig fyrir í snúðarkjörnum og heilastúkum. Almenn eða staðbundin heila- rýrnun getur átt sér stað. Allstór flokkur með- fæddra og arfgengra sjúkdóma auk fleiri sjúk- dómahópa geta sýnt svipaðar breytingar á seg- ulsneiðum. Dreifing í heila er þá yfirleitt önnur, og sjúkdómsgangur og klínísk einkenni annars konar. Segulbreytingar í djúphnoðum geta sést í kjölfar súrefnisþurrðar í heila, við eitrunarheilakvilla (toxic encephalopathies) eða æðasjúkdóma í heila. Saga sjúklinga hjálp- ar nær alltaf til greiningar við þessar aðstæður. I Huntingtons erfðasjúkdómi, sem einnig veld- ur djúphnoðaeinkennum, rýrna snúðarkjarnar án breytinga á segulgerð. Upphafseinkenni þess sjúkdóms eru oft geðræns eðlis eða trufl- anir á hreyfifærni líkt og í Wilsons sjúkdómi, en fjölskyldusaga er yfirleitt þekkt þar sem um ríkjandi erfðir er að ræða, og aldursdreifing sjúklinga er önnur. Hvað þessum sjúklingi viðvíkur lék ekki vafi á sjúkdómsgreiningunni þegar niðurstöður segulómunar voru ljósar. Séu upphafseinkenni endurskoðuð, hafði sjúklingurinn fyrst og fremt væg utanstrýtueinkenni, þó í svo litlum mæli, að þau greindust ekki við upphafsskoð- un. Til frekari stuðnings greiningar voru Kays- er-Fleischer hringir í hornhimnum, en þeir eru sértækir fyrir Wilsons sjúkdóm, og finnast í 40-70% allra sjúklinga. Yfir 80% sjúklinga með Wilsons sjúkdóm hafa verulega aukinn koparútskilnað í þvagi, og svipað hlutfall mæl- ist með lága serúlóplasmín þéttni, en hvort tveggja getur verið eðlilegt. Þéttnimælingar á kopar í sermi hafa takmarkað gildi til greining- ar (15). Depurðareinkenni geta verið fylgifisk- ur djúphnoðasjúkdóma, og er ein algengasta geðtruflunin í Wilsons sjúkdómi (16). Einkenni þessa sjúklings voru hratt versn- andi við greiningu, en athygli vakti áframhald- andi afturför eftir að meðferð var hafin, og hve langur tími leið, þar til bera fór á bata. Versn- un sjúkdómseinkenna í upphafi meðferðar er þekkt í Wilsons sjúkdómi (17) og meðferð virð- ist geta kallað fram einkenni hjá áður ein- kennalausum einstaklingum (18). Ekki er vitað hvað þessu veldur, en líklegt er talið að hreyf- ing verði á uppsöfnuðum koparbirgðum í vefj- um, sem leiði til frekari útfellinga í miðtauga- kerfi. Önnur skýring er sú, að skemmdir af völdum kopars séu enn að þróast, og sjúk- dómseinkenni haldi því áfram að versna. Horf- ur í Wilsons sjúkdómi eru misgóðar. í einstöku tilvikum leiðir sjúkdómurinn til dauða þrátt fyrir meðferð, og er dánartíðni hæst við lifrar- bilun. Oftast leiðir meðferðin til hægfara bata á mánuðum eða árum og helmingur sjúklinga nær sér að fullu. í undirflokkun Oders og samstarfsmanna (1993) voru horfur taldar verstar hjá þeim sjúklingum sem hafa geðfarsbreytingar, tal- truflun, hreyfitruflanir og staðbundnar breyt- ingar í gráhýði og fölkjarna (globus pallidus) á segulsneiðum af heila (11). Þessi einkenni finn- ast öll hjá ofangreindum sjúklingi. Augn- lampaskoðun á hornhimnum 10 mánuðum eftir upphaf meðferðar leiddi í ljós verulega hreins- un á koparútfellingum (myndir 1 og 2), þótt segulómun af heila hafi á sama tíma sýnt aukn- ar breytingar í djúphnoðum og heilastofni, auk nýtilkominna heilastúkubreytinga. Breyting- arnar voru minna áberandi við síðustu segul- ómun af höfði í janúar 1995. Á síðustu mánuð- um hefur stöðugur og mikill bati átt sér stað hjá sjúklingi, en koparútskilnaður í þvagi er enn mjög aukinn og þykir því of snemmt að meta endanlegar horfur hans. HEIMILDIR 1. Bowcock AM, Farrer LA, Hebert JM, Agger M, Stern- lieb I, Scheinberg IH, et al. Eight closely linked loci place the Wilson disease locus within 13ql4-q21. Am J Hum Genet 1988; 43: 665-74. 2. Brewer GJ, Yuzbasiyan-Gurkan VA, Young AB. The treatment and diagnosis of Wilson's disease. Curr Opin Neurol 1988; 1: 302-6. 3. Tankanow RM. Pathophysiology and treatment of Wil- son’s disease. Ther Rev 1991; 10: 839—49. 4. Park RHR, McCabe P, Russell RI. Who should log SHIPS? The accurracy of Scottish Hospital morbidity data for Wilson’s disease. Health Bull 1992; 50: 24-8. 5. Nazer H, Ede RJ, Mowat AP, Williams R. Wilson’s disease in childhood. Variability of clinical presentation. Clin Pediatr 1983; 22: 755-7. 6. Brewer GJ, Yuzbasiyan-Gurkan V. Wilson Disease. Medicine 1992; 71:139-64. 7. Walsche JM. Diagnosis and treatment of presymptomat- ic Wilson's disease. Lancet 1988; II: 435-7. 8. Nazer H, Larcher VF, Ede RJ. Williamsk R. Wilson’s: a diagnostic dilemma. Br Med J 1983; 287: 313-4. 9. Thuomas KAA, Aquilonius SM, Bergström K, West- ermark K. Magnetic resonance imaging of the brain in Wilson’s disease. Neuroradiology 1993; 35: 134-41. 10. Nazer H, Brismar J, Al-Kawi MZ. Gunasekaran TS, Jorulf KH. Magnetic resonance imaging of the brain in Wilson’s disease. Neuroradiology 1993; 35: 130-3. 11. Oder W, Prayer L, Grimm G, Spatt J, Ferenci P, Kolleg- ger H, et al. Wilson’s disease: Evidence of subgroups derived from clinical findings and brain lesions. Neuro- logy 1993; 43: 120-4. 12. Duchen LW, Jacobs JM. Familial hepatolenticular de- genariont (Wilson’s disease). In: Adams JH, Corsellis AN, Duchen LW, eds. Greenfield’s neuropathology. 4th ed. London: Edward Arnold, 1984: 595-9.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.