Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1995, Side 37

Læknablaðið - 15.12.1995, Side 37
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 869 1 Mynd 3. Hlutfallslegur fjöldi einstaklinga Irannsókninnni án einkenna, með eitt, tvö, þrjú, fjögur, fimm og sex einkenni. 1. Þensla á kvið: Alls reyndust 123 (30,8% af heildarhópnum) hafa þenslu á kvið. Þar af voru 110 konur (43,5% kvenna) og 13 karlar (8,8% karla). Samkvæmt kí-kvaðrat prófi reyndist vera marktækur munur á milli kynja (kí-kvaðrat=52,37; df=l; p=0,000). 2. Verkir í kvið, aðallega neðanverðum, sem lagast við hægðalosun: Einkenni höfðu 116 (29,0%), þar af voru 90 konur (35,6%) og 26 karlar (17,7%). Marktækur munur reyndist vera á milli kynja (kí-kvaðrat=14,45; df=l; p=0,000). 3. Linar hægðir samfara kviðverkjum: Einkenni höfðu 94 (23,5%), þar af voru 67 konur (26,5%) og 27 karlar (18,4%). Ekki var marktækur munur á milli kynja (kí-kvaðr- at=3,40; df=l; p=0,065). 4. Tíðar hægðir samfara kviðverkjum: Einkenni höfðu 69 (17,3%), þar af voru 47 konur (18,6%) og 22 karlar (15,0%). Ekki var marktækur munur á milli kynja (kí-kvaðr- at=0,85; df=l; p=0,357). 5. Slím með hægðum: Einkenni höfðu 25 (6,3%), þar af voru 23 konur (9,1%) og tveir Tafla I. Fjöldi einkenna og kynjadreifing. Fjöldi einkenna % af konum % af körlum Samtals 0 33,2 53,7 40,8 1 20,2 23,8 21,5 2 17,8 14,3 16,5 3 14,2 5,4 11,0 4 11,5 2,7 8,3 5 2,0 0 1,3 6 1,2 0 0,8 karlar (1,4%). Marktækur munur var þar á milli (kí-kvaðrat=9,48; df=l; p=0,002). 6. Ófullkumin hægðalosun: Reyndust 98 (24,5%) hafa ófullkomna hægðalosun, þar af var 71 kona (28,1%) og 27 karlar (18,4%). Ekki var marktækur munur á dreifingu eftir kyni (kí-kvaðrat=4,72; df=l; p=0,737). Marktækt fleiri konur en karlar höfðu þenslu á kvið, verki sem lagast við hægðalosun og slím með hægðum. Munurinn var mest slá- andi hvað varðar þenslu á kvið, sem var fimm- falt algengari meðal kvenna. Fjöldi einkenna og einstaklingar greindir ineð IBS: Einkennalausir einstaklingar voru 40,8%, 21,5% höfðu eitt einkenni, 37,9% höfðu tvö eða fleiri einkenni og voru því greindir með IBS (tafla I og mynd 3). Þar af voru 16,5% með tvö einkenni, 11,0% með þrjú einkenni, 8,3% með fjögur einkenni, 1,3% með fimm einkenni og 0,8% með öll sex einkennin. I töflu I kemur einnig fram heildarfjöldi einkenna með tilliti til kynja. Greinilegt er að konur voru í miklum meirihluta einstaklinga með IBS, það er með tvö eða fleiri einkenni. Þannig greindust 46,6% kvennanna með IBS en22,4% karlanna (mynd4). Karlarvoru aftur í miklum meirihluta þeirra sem höfðu engin einkenni. Mjög marktækur munur var á milli karla og kvenna þegar litið er til fjölda ein- kenna (kí-kvaðrat=30,68; df=6; p=0,000). Alls töldu 133 einstaklingar að einkennin tengdust andlegu álagi og er það 56,1% þeirra sem voru með eitt eða fleiri einkenni. Ekki var marktækur munur á milli kynja (kí-kvaðr- Mynd 4. Hlutfallslegur fjöldi einstaklinga með IBS og kynja- dreifing.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.