Læknablaðið - 15.12.1995, Side 38
870
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
Tafla II. önnur einkenni frd meltingarvegi, hlutfallslega eftir kynjum.
Einkenni Konur Karlar Samtals
Brjóstsviði 19,0 26,5 21,8
Nábítur 7,9 7,5 7,8
Kyngingarörðugleikar 5,9 3,4 5,0
Verkir ofanvert í kvið 11,9 4,8 9,3
Ógleði 19,4 3,1 14,5
Uppköst 2,4 1,4 2,0
Uppþemba 29,6 9,5 22,3
Garnagaul 52,6 54,4 53,3
Hægðatregða 22,5 4,8 16,0
Verkjalaus niðurgangur 13,8 7,5 11,5
Blóð í hægðum 3,6 6,1 4,5
Vindgangur 42,3 41,5 42,0
Megrun 3,6 1,4 2,8
at=0,11275; df=l; p=0,737). Þessar niðurstöð-
ur samrýmast því að sjúkdómurinn geti tengst
andlegu ástandi.
Mjög fáir notuðu lyf við þessum einkennum,
einungis 10 (4,2%) einstaklingar svöruðu þeirri
spurningu játandi.
Önnur eiitkenni frá meltingarvegi og kynja-
dreifing:
Niðurstöður athugunar á öðrum einkennum
frá meltingarvegi má sjá í töflu II og voru eftir-
farandi:
(A) Brjóstsviði: Alls sögðust 87 einstaklingar
fá brjóstsviða, eða 21,8% þeirra sem þátt tóku í
könnuninni. Töluvert fleiri karlar en konur
reyndust fá brjóstsviða (26,5% á móti 19,0%).
Þó var ekki marktækur munur á milli kynja
(kí-kvaðrat=3,12; df=l; p=0,077).
(B) Nábítur: Einkenni fékk 31 einstaklingur,
7,8% þeirra sem þátt tóku (7,9% kvenna á
móti 7,5% karla). Ekki var marktækur munur
á milli kynja (kí-kvaðrat=0,02; df=1;
p=0,879).
(C) Kyngingarörðugleikar: Einkenni höfðu
20 einstaklingar eða 5,0% allra sem tóku þátt í
könnuninni. Kynjaskiptingin var 5,9% kvenna
á móti 3,4% karla og var þar ekki marktækur
munur (kí-kvaðrat=l,25; df=l; p=0,263).
(D) Verkir ofanvert um kvið: Þar sögðu 37
einstaklingar já eða 9,3% aðspurðra: Þrjátíu
konur (11,9%) og sjö karlar (4,8%) og var
marktækur munur þar á (kí-kvaðrat=5,58;
df=1; p=0,018).
(E) Ógleði: Sögðust 58 fá ógleði eða 14,5%.
Áberandi var hversu miklu fleiri konur fundu
fyrir ógleði eða þrefalt fleiri en karlar (19,4% á
móti 6,1%). Munurinn var því vel marktækur
(kí-kvaðrat=13,16; df=1; p=0,000).
(F) Uppköst: Fáir fengu uppköst, eða ein-
ungis átta einstaklingar. Ekki var marktækur
munur milli kynja (kí-kvaðrat=0,48; df=l;
p=0,486).
(G) Uppþembutilfmning: Einkenni fengu 89
einstaklingar, eða 22,3%. Þar af voru 75 konur
(29,6% kvenna á móti 9,5% karla). Marktæk-
ur munur var á milli kynja (kí-kvaðrat=21,76;
df=l p=0,000).
(H) Garnagaul: Meira en helmingur að-
spurðra reyndist fá garnagaul, eða 213 einstak-
lingar (53,3%). Karlar voru aðeins fleiri en
konur (54,4% á móti 52,6%), og var ekki
marktækur munur milli kynja (kí-kvaðr-
at=0,12819; df=l; p=0,72032).
(I) Hægðatregða: Einkenni höfðu 64 ein-
staklingar (16,0%). Voru konur þar í miklum
meirihluta eða 57 (22,5% kvenna á móti 4,8%
karla). Marktækur munur reyndist því vera
milli kynjanna (kí-kvaðrat=21,84; df=l;
p=0,000).
(J) Verkjalaus niðurgangur: Alls sögðust
11,5% einstaklinga fá verkjalausan niðurgang.
Töluvert fleiri konur en karlar fengu þetta ein-
kenni (13,8% á móti 7,5%), þó var ekki mark-
tækur munur milli kynja (kí-kvaðrat=3,68;
df=l; p=0,055).
(K) Blóð í hægðum: Það voru 28 (7%) ein-
staklingar sem tóku eftir blóði í hægðum (3,6%
kvenna á móti 6,1% karla), ekki var marktæk-
ur munur milli kynja (kí-kvaðrat=l,42; df=l;
p=0,233).
(L) Vindgangur: Alls kvörtuðu 168 einstak-
lingar um vindgang (42,0%). Fjöldi kvenna og
karla var svipaður (42,3% á móti 41,5%) og því