Læknablaðið - 15.12.1995, Side 42
874
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81: 874-5
Nýr doktor í læknisfræði
Þann 6. október síðastliðinn varði Hannes
Petersen háls- nef- og eyrnalæknir doktorsrit-
gerð við Háskólasjúkrahúsið í Lundi. Ritgerð-
in nefnist The inner ear and postural control in
man. Fer íslenskt ágrip doktorsritgerðarinnar
hér á eftir:
Hæfileiki mannsins til að standa og hreyfa
sig uppréttur og stöðugur, þannig að viljastýrð-
ar hreyfingar séu mögulegar, ákvarðast af sam-
spili og úrvinnslu upplýsinga frá ákveðnum
skynfærum og miðlun þeirra til vöðva. Þetta
samspil fer fram í miðtaugakerfinu og kallast
stöðustjórnun (postural control).
Stöðustjórnun krefst sífellt ferskustu upplýs-
inga um legu og hreyfingu líkamans, sem síðan
leiðréttir stöðu hans á afturvirkan (feedback)
hátt, með því að hafa áhrif um hreyfitaugar á
spennu vöðva. Upplýsingarnar koma frá við-
tökum í innra eyra, sjónviðtökum og viðtökum
líkamsskyns, aðallega vöðvaspólum og þrýsti-
viðtökum í leðurhúð iljar. Einnig er mögulegt,
með nákvæmri staðsetningu í umhverfinu og/
eða upplýsingum um hindranir þar, að leið-
rétta líkamsstöðuna á framsæjan (feedfor-
ward) hátt.
Innra eyra mannsins hefur að geyma tvær
gerðir hárfrumna sem breyta hreyfiorku í
taugaboð. í kuðungnum eru viðtakar tengdir
skynjum hljóðs, hvaðan það kemur og hreyf-
ingu þess, en í völundarhúsinu eru viðtakar er
greina stöðu og hreyfingu höfuðs og hver
stefna aðdráttarafls jarðar er. Innra eyrað hef-
ur þannig þýðingu fyrir stöðustjórnun á fleiri
en einn veg.
í þeim rannsóknum, sem hér er lýst var at-
hugað frá mismunandi sjónarhornum hvernig
upplýsingar frá jafnvægisviðtökum innra eyr-
ans hafa áhrif á stöðustjórnun. Helstu niður-
stöður voru þær að upplýsingar frá jafnvægis-
hluta innra eyrans, völundarhúsinu, hafa mun
meiri þýðingu fyrir stöðustjórnun en áður var
talið. Þannig svarar líkaminn rafertingu (gal-
vanic stimulation) á jafnvægistaugunum á
tíðnisviði umfrarn það er áður var talið (allt að
4 riðum) með aukinni hreyfingu líkamans (lík-
amsvagg) í allar áttir, mest þó til hliðanna, frá
óskilgreindri réttstöðu. Pað samræmist vel því
sem þekkt er varðandi tengsl innra eyrans ann-
arsvegar og augnhreyfinga hinsvegar (vesti-
bulo ocular reflex). Með sjóninni er einungis
unnt að hemja líkamsvagg vegna rafertingar
allt að 0,5 riðum og undirstrikar það mikilvægi
jafnvægishluta innra eyrans í stjórnun upp-
réttrar stöðu við hraðar líkamshreyfingar svo
sem skokk.
Líta má á manninn í uppréttri stöðu sem
samsettan úr nokkrum einingum (segmenta) er
hreyfst geta innbyrðis. Því hefur verið haldið
fram að líkamsvagg, framkallað vegna rafert-
ingar á jafnvægistaugunum, sé aðallega í þeim
einingunt er svara til mjaðmagrindarinnar. Sé
innbyrðis hreyfing þessara eininga hamin þá
hefur það ekki áhrif á líkamsvaggið, sem hegð-