Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1995, Qupperneq 42

Læknablaðið - 15.12.1995, Qupperneq 42
874 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81: 874-5 Nýr doktor í læknisfræði Þann 6. október síðastliðinn varði Hannes Petersen háls- nef- og eyrnalæknir doktorsrit- gerð við Háskólasjúkrahúsið í Lundi. Ritgerð- in nefnist The inner ear and postural control in man. Fer íslenskt ágrip doktorsritgerðarinnar hér á eftir: Hæfileiki mannsins til að standa og hreyfa sig uppréttur og stöðugur, þannig að viljastýrð- ar hreyfingar séu mögulegar, ákvarðast af sam- spili og úrvinnslu upplýsinga frá ákveðnum skynfærum og miðlun þeirra til vöðva. Þetta samspil fer fram í miðtaugakerfinu og kallast stöðustjórnun (postural control). Stöðustjórnun krefst sífellt ferskustu upplýs- inga um legu og hreyfingu líkamans, sem síðan leiðréttir stöðu hans á afturvirkan (feedback) hátt, með því að hafa áhrif um hreyfitaugar á spennu vöðva. Upplýsingarnar koma frá við- tökum í innra eyra, sjónviðtökum og viðtökum líkamsskyns, aðallega vöðvaspólum og þrýsti- viðtökum í leðurhúð iljar. Einnig er mögulegt, með nákvæmri staðsetningu í umhverfinu og/ eða upplýsingum um hindranir þar, að leið- rétta líkamsstöðuna á framsæjan (feedfor- ward) hátt. Innra eyra mannsins hefur að geyma tvær gerðir hárfrumna sem breyta hreyfiorku í taugaboð. í kuðungnum eru viðtakar tengdir skynjum hljóðs, hvaðan það kemur og hreyf- ingu þess, en í völundarhúsinu eru viðtakar er greina stöðu og hreyfingu höfuðs og hver stefna aðdráttarafls jarðar er. Innra eyrað hef- ur þannig þýðingu fyrir stöðustjórnun á fleiri en einn veg. í þeim rannsóknum, sem hér er lýst var at- hugað frá mismunandi sjónarhornum hvernig upplýsingar frá jafnvægisviðtökum innra eyr- ans hafa áhrif á stöðustjórnun. Helstu niður- stöður voru þær að upplýsingar frá jafnvægis- hluta innra eyrans, völundarhúsinu, hafa mun meiri þýðingu fyrir stöðustjórnun en áður var talið. Þannig svarar líkaminn rafertingu (gal- vanic stimulation) á jafnvægistaugunum á tíðnisviði umfrarn það er áður var talið (allt að 4 riðum) með aukinni hreyfingu líkamans (lík- amsvagg) í allar áttir, mest þó til hliðanna, frá óskilgreindri réttstöðu. Pað samræmist vel því sem þekkt er varðandi tengsl innra eyrans ann- arsvegar og augnhreyfinga hinsvegar (vesti- bulo ocular reflex). Með sjóninni er einungis unnt að hemja líkamsvagg vegna rafertingar allt að 0,5 riðum og undirstrikar það mikilvægi jafnvægishluta innra eyrans í stjórnun upp- réttrar stöðu við hraðar líkamshreyfingar svo sem skokk. Líta má á manninn í uppréttri stöðu sem samsettan úr nokkrum einingum (segmenta) er hreyfst geta innbyrðis. Því hefur verið haldið fram að líkamsvagg, framkallað vegna rafert- ingar á jafnvægistaugunum, sé aðallega í þeim einingunt er svara til mjaðmagrindarinnar. Sé innbyrðis hreyfing þessara eininga hamin þá hefur það ekki áhrif á líkamsvaggið, sem hegð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.