Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 875 ar sér svo sem óheft væri. Það undirstrikar enn mikilvægi innra eyrans í stöðustjórnun, í þessu tilviki þrátt fyrir að eðlilegri, innbyrðis starf- semi byggingahluta líkamans sé raskað að ein- hverju leyti. Sumar dýrategundir, svo sem leðurblökur, geta með hjálp hljóðmerkja hreyft sig í um- hverfi þar sem sjónar nýtur ekki við, jafnvel staðsett þar bráð og veitt hana. Menn og dýr geta staðsett sig með hjálp hljóðmerkja og get- ur þessi staðsetningarhæfni verið stöðustjórn- un gagnleg. Ef jafnvægis- (kraft) plata sú er skráir þá krafta er líkaminn myndar í uppréttri stöðu, gagnvart yfirborðinu sem staðið er á, framkallar jafnframt, samtímis hljóðmerki er breytist í samræmi við vaggið, þá má nota það hljóðmerki til afturvirkrar stöðustjórnunar. Þannig má minnka líkamsvagg, ekki bara vegna jafnvægistruflana sem framkallaðar eru með titringsertingu á vöðvum heldur einnig þeirra sem sjúkdómar í miðtaugakerfi valda, en í einni rannsókninni voru sérstaklega athug- uð áhrif heilablóðfalls. Þetta hefur verulega þýðingu í allri viðleitni til að endurhæfa þessa sjúklinga. Við verulega heyrnarskerðingu eða heyrnar- leysi vegna skemmdar í innra eyra má nú með skurðaðgerð koma fyrir rafskautum í kuðungi er örva leiðni í heyrnartaug og framkalla þann- ig hljóðskynhrif. Eftir aðgerðir þessar upplifir sjúklingurinn oft sundl og jafnvel svima er líður hjá á nokkrum dögum. Þetta reynist svo þó að hljóðnæmi hluti innra eyrans sé ekki einungis skemmdur heldur líka jafnvægishlutinn en það kemur fram í verri útkomu á jafnvægis- og stöðustjórnunarprófum, samborið við fríska einstaklinga. Skýringin er sú að hin hljóðfram- kallandi raferting rafskautanna í kuðungnum verkar ertandi á jafnvægistaugina sem er heil og starfhæf eins og galvanísk erting á jafnvæg- istauginni fyrir aðgerð leiðir í ljós. Því geta sundl og svimi komið fram við notkun á þess- um tegundum hjálpartækja og hafa verður það í huga við þróun þeirra í framtíðinni. Jafnvægis- og heyrnarhlutar eyrans hafa báðir, en þó á mismunandi hátt, hlutverki að gegna í stjórnun uppréttrar stöðu. Þar vegur þyngst, og meira en áður var talið, hlutverk jafnvægiskerfisins sem er í aðalhlutverki þegar þörfin er mest við jafnvægis krefjandi kring- umstæður. Eðlileg stöðustjórnun er forsenda eðlilegrar færni og starfsgetu hins daglega lífs meðan truflun á jafnvægi, sundl og svimi skerða sannarlega daglegt líf og starfsgetu og valda jafnvel dettni með þeim afleiðingum að sjúkrahúsvistar er þörf. Þekking á þessu sviði er því nauðsynleg til að koma í veg fyrir og meðhöndla þessi vandamál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.