Læknablaðið - 15.12.1995, Page 53
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
881
Framkvæmd kjarasamnings
TR og LR
Læknablaðið leitaði til
Tryggingastofnunar ríkisins og
Læknafélags Reykjavíkur eftir
upplýsingum um framkvæmd
kjarasamnings TR og LR um
sérfræðilæknishjálp frá 15.
ágúst síðastliðnum.
A þriggja mánaða tímabili,
ágúst, september og október,
hafa 18 sérfræðingar verið sam-
þykktir inn á samning TR og
LR. Einn sérfræðingur hefur
fengið synjun. Að sögn TR er
ástæða þess tvíþætt. Viðkom-
andi hefur ekki sérfræðiréttindi
í þeirri grein sem hann sótti um
að starfa í auk þess sem sérstakt
samþykki þarf til að setja á stofn
rannsóknarstofu svo sem sótt
var um. Mál fjögurra sérfræð-
inga eru í biðstöðu, þrír þeirra
hyggjast hefja störf á næsta ári,
þar af eru tveir enn ókomnir til
landsins, en samningur TR og
LR rennur út um áramót. Máli
hins fjórða er ólokið. Sérfræð-
ingarnir 18 sem samþykktir hafa
verið inn á samninginn eru úr
eftirfarandi sérgreinum; fimm
barnalæknar, tveir bæklunar-
læknar, þrír geðlæknar, einn
háls-, nef- og eyrnalæknir, einn
kvensjúkdómalæknir, fimm lyf-
læknar og einn orku- og endur-
hæfingarlæknir.
Á sama tímabili í fyrra, ágúst,
september og október, sóttu sjö
nýir sérfræðingar um og fengu
greiðslur frá TR. Peir skiptust
eftirfarandi á sérgreinar; einn
bæklunarlæknir, einn kvensjúk-
dómalæknir, einn lyflæknir,
einn taugalæknir, einn röntgen-
læknir og tveir skurðlæknar.
I viðræðum við formann LR
kom fram að stefna LR væri og
hefði verið sú að allir klínískir
sérfræðingar gætu óhindrað
unnið eftir kjarasamningi TR og
LR á sama hátt og þeir hafa gert
hingað til.
Rétt er að benda á að sam-
kvæmt samningi TR og LR
verður samráðsnefnd sem skip-
uð er tveimur aðilum úr hvorri
samninganefnd að komast að
sameiginlegri niðurstöðu. Náist
ekki samstaða um einstaka um-
sóknir skal málinu vísað til
samninganefnda.
-bþ-
Námskeið í ortópedískri medisín
Á næsta ári mun Bernt Ers-
son í Gavle halda þrjú námskeið
í ortópedískri medisín. Á þeim
verður fjallað um meðferð
sjúklinga með vandamál í stoð-
kerfi og verður allur líkaminn
tekinn fyrir. Byrjað verður á
lauslegri upprifjun um hvern
líkamshluta.
Námskeiðin eru framhalds-
námskeið í ortópedískri medi-
sín og geta leitt til prófs sem
hægt er að taka á vegum SFOM.
Hægt er að taka þátt í einu,
tveimur eða öllum námskeiðun-
um.
Áætlað er að halda eitt nám-
skeið á íslandi, annað í Svíþjóð
og það síðasta sunnarlega í
Evrópu (sennilega á Spáni eða
Kanaríeyjum). Hvert námskeið
stendir fjóra eða fimm daga.
Á námskeiðunum verða eftir-
farandi þættir teknir fyrir:
1. Axlir, brjóstkassi og efri út-
limir. Fimm heilir dagar,
apríl 1996.
2. Mjóbak, mjaðmir, neðri út-
limir. Fimm heilir dagar,
haust 1996.
3. Hálsliðir, þrír heilir dagar.
Upprifjun tveir heilir dagar.
(ef til vill 10 hálfir dagar), vor
1997.
Undirritaður veitir allar nán-
ari upplýsingar, þeim sem
áhuga kunna að hafa.
Óskar Reykdalsson
Bréfsími: 00 46 26 245312
Herrhagsvágen 443
791 76 Falun
Heimasími: 00 46 23 23001