Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1995, Síða 64

Læknablaðið - 15.12.1995, Síða 64
890 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Læknasamtökin reyndu það líka á sjöunda og áttunda árs- tugnum en tókst það ekki frekar en honum, þrátt fyrir ólíkar að- stæður. Eftir af því brölti stend- ur þó stefnan um einkarekstur læknisþjónustu utan sjúkra- húsa, sem læknasamtökin hafa haldið í til þessa þó ekki séu allir sammála um ágæti hennar. Gildi þessarar stefnu fyrir læknastéttina er fyrst og fremst það sjálfstæði sem stéttin hefur notið með henni og það er stór- sigur að á liðnu vori tókst að hrinda harðasta áhlaupi á hana hingað til. Fyrir notendur heilbrigðis- þjónustunnar er gildi þessarar stefnu fólgið í því frjálsa að- gengi, sem hún veitir að læknis- þjónustunni, en um leið býður hún upp á ofnotkun. Hugmyndafræði í læknisfræði er þjóðleg og alþjóðleg. Hin þjóðlega hugmyndafræði teng- ist félagslegum og landfræðileg- um aðstæðum með hverri þjóð en auk þess þjóðlegum erfða- venjum í lækningum, sem stundum samsamast utanað- komandi straumum. Dæmi um þetta má víða finna, sérlega þó í ýmsum Asíulöndum. Grunnkenningar alþjóðlegu hugmyndafræðinnar eiga upp- haf sitt hjá Hippókratesi en sjálf hugmyndafræðin breytist stöð- ugt, með nýjum möguleikum til lækninga, nýjum sjúkdómum og þeim breytingum sem tækni- væðing þjóðfélagsins hefur valdið, ekki aðeins með þróuð- um heldur einnig þróunarþjóð- um. Hér á landi voru litlar for- sendur fyrir því að skapa þjóð- lega hugmyndafræði í læknis- fræði. Við áttum engar erfða- venjur í hjálækningum, og þó hér eins og annars staðar væri til ólært fólk sem stundaði lækn- ingar, lá ekki bak við þær sér- stakt hugmyndakerfi. f>að er ekki fyrr en kemur vel fram á þessa öld sem hér skap- ast forsendur fyrir einhvers konar læknisfræðilegri hug- myndafræði með tilkomu lækn- ingastofnana og skipulagðrar lækningastarfsemi. Þá fara íslenskir læknar að leita sér framhaldsmenntunar erlendis, fyrst og fremst á Norð- urlöndum, en einnig annars staðar. Sá vísir að hugmynda- fræði, sem varð til hér var því fyrst og fremst skandínavískur þó til Skandínavíu kæmi hann upphaflega frá Þýskalandi. I og upp úr síðari heimsstyrj- öld fara íslenskir læknar að sækja framhaldsmenntun sína til Bretlands, Bandaríkja N- Ameríku og víðar. Við það breyttist mjög viðhorf til læknis- menntunar og um leið viðhorf til læknavísinda. Það sem breyttist mest fyrir áhrifin frá hinum engilsaxneska heimi var viðhorfið til átorítetsins. Hin blinda átorítetstrú sem var ein- kenni skandínavískrar læknis- fræði lét undan síga og gagnrýn- in hugsun hélt innreið sína í ís- lenska læknisfræði. Gagnrýnin umræða hefur þó aldrei rúmast vel í hugmyndafræði íslenskra lækna. Við þolum hana illa, hvor frá öðrum og frá almenn- ingi. Hlutlæg rökræða er okkur ekki heldur að skapi. Það er hugsanlega rangt en mér virðist þessi afstaða vera algengari hjá læknum, sem menntaðir eru á Norðurlöndum, enda er ótti við hreinskilna gagnrýni algengari þar en í engilsaxneskum lönd- um. Annars er ótti við gagnrýni all algengur meðal lækna alls stað- ar í heiminum og á sér margar skýringar. Nærtækasta skýring- in er að læknisfræðin byggist á miklu veikari hugmyndafræði- legum grunni en fjöldi þeirra vísindagreina sem teljast til raunvísinda. Breyturnar og val- kostirnir eru oft svo margir að allar niðurstöður og öll verk, jafnvel þau sem almennt séð teljast vel heppnuð, geta orkað tvímælis. Meðan átorítet lækn- isins var algert, skipti þetta minna máli, en nú þegar störf læknisins eru opin fyrir gagn- rýni annarra lækna og sjúklinga og læknar eiga á hættu lögsókn fyrir störf sín, gerð eða ógerð, er óhjákvæmilegt að byggja upp hugmyndafræði, sem gerir ráð fyrir þessum breyttu viðhorf- um. I umræðunni um læknamis- tök, sem ég tel að eigi að heita lækningaslys, hefur hallað á lækna og sumir dómar sem gengið hafa í slíkum málum mundu tæplega standast í öðr- um dómsmálum. Annað sem kallar á hugmyndafræði eða endurmat á hugmyndafræði er auðhyggjan, sem kennir að öll lífsgildi skuli meta til fjár. Auð- hyggjan er skyld frjálshyggjunni og þær frænkur hafa ruðst inn á öll svið mannlífsins hér á landi og annars staðar, og leitt af sér breytingar á siðferðilegum gild- um í samskiptum manna, ekki síst í samskiptum lækna og sjúklinga. I stað þess að sjúk- lingurinn leggi traust sitt á lækn- inn, skal hann gjalda við honum varhug vegna þess að hann er að selja vinnu, sem honum ber að bæta fyrir með fé, ef verkið mis- tekst. Þannig hafa markaðslög- málin sett svip sinn á þessi sam- skipti. Viðhorf læknisins hefur einnig breyst. í stað þess að sjá í sjúklingnum skjólstæðing, sem þarfnast hjálpar, veit hann að ef hjálpin ekki uppfyllir væntingar sjúklingsins, hefur hann eignast andstæðing, sem ef svo býður við að horfa, er tilbúinn til að draga hann fyrir dómstól. Því hefur verið haldið fram að íslenskir læknar hafi ekki haft mikil áhrif á skipulagningu læknisþjónustu á Islandi. Þetta er rangt. Engin stétt hefur haft meiri áhrif og þar til á allra síð- ustu árum hafa engar meirihátt- ar ákvarðanir verið teknar í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.