Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1995, Page 65

Læknablaðið - 15.12.1995, Page 65
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 891 iippbyggingii heilbrigðisþjón- ustu nema með læknisráði. Því miður hafa þessi ráð ekki verið í samræmi við neina heilsteypta hugmyndafræði því hvorki læknar né yfirvöld heilbrigðis- mála hafa haft neina slíka. Akvarðanir hafa verið teknar án heildarsýnar og fram- kvæmdavaldið verið í höndum stjórnmálamanna sem við fram- kvæmd hafa á stundum látið pólitísk byggðasjónarmið ríkja yfir faglegum. Nú þegar þjóðin hefur ekki lengur efni á að byggja yfir heil- brigðisþjónustu, eins og henni sýnist, þegar henni sýnist og það sem henni sýnist koma afleið- ingar þessa skorts á hugmynda- fræði glöggt í ljós. Það vantar sárlega aðstöðu á sumum svið- um, en sums staðar vita menn ekki hvað þeir eiga að gera við aðstöðuna. Það er skylda læknasamtak- anna að skapa íslenska hug- myndafræði um framkvæmdir í heilbrigðismálum í samræmi við þarfir íbúanna, og vera ófeimin við að kynna hana þeim er völd- in hafa. Þetta er sérlega aðkall- andi nú þegar menn deila um skiptingu læknisþjónustu milli dreifbýlis og þéttbýlis. Eins og sú deila horfir við almenningi er af henni sterk lykt hagsmuna- gæslu og menn hljóta að spyrja um stefnu og hugmyndafræði læknasamtakanna. Þetta á líka við um sérfræðingadeiluna. Eins og sú deila horfði við al- menningi og eins og hún var túlkuð af fjölmiðlum var hér um hagsmunabaráttu að ræða, sem og var, en hugmyndafræðin um frjálsan aðgang að læknisþjón- ustu komst ekki eins vel til skila. Stjórnmálamenn tala um forgangsröðun í læknisþjónustu sem allsherjarlausn. Um hana hefur verið ritað og fundir haldnir á vegum lækna og ann- arra heilbrigðisstétta og menn spyrja eðlilega. Hverjar eru hugmyndir eða stefna lækna- samtakanna um forgangsröð- un? A að forgangsraða? Hvernig á að forgangsraða? Hverjir eiga að forgangsraða? Það er forgangsmál að læknar ræði þessi mál innan samtaka sinna og skapi hugmyndafræði, sem ekki einskorðast við lækn- isþjónustuna, heldur forgangs- röðun í þjóðfélaginu öllu. Á að greiða fyrir læknisþjón- ustu og fyrir hvaða þjónustu á að greiða? Er hugsanlegt að endurskoða hugtökin læknis- hjálp og læknisþjónustu og láta greiða læknisþjónustuna að öllu eða einhverju leyti en læknis- hjálp verði ókeypis? Hér vantar hugmyndafræði. Ég hef hér drepið á nokkra þætti varðandi hugmyndafræði eða skort á hugmyndafræði ís- lenskra lækna. Af miklu fleira er að taka, en ég vil benda mönnum á grein mína í Lækna- blaðinu í september síðastliðn- um, en í henni eru smá athuga- semdir við grein Péturs Péturs- sonar í ágústhefti blaðsins. Umræða eins og sú sem hér fer fram er löngu tímabær en við megum ekki láta þar staðar numið. Því sting ég upp á því að á hverjum aðalfundi fari fram málþing um hugmyndafræði. Efnið, eitt eða fleiri, verði ákveðin á næsta aðalfundi á undan og umræðuhópar skipað- ir, sem matreiði þau yfir árið og leggi fram drög að stefnu. Þann- ig mætti leggja grunn að hug- myndafræði íslenskra lækna, ekki í formi ósveigjanlegra kennisetninga heldur sívirkrar umræðu. Islensk læknasamtök verða að hafa eitthvað fram að færa um þau samfélagspólitísku mál, sem tengjast heilbrigði þjóðarinnar. Mig langar að enda þetta spjall, eins og ég byrjaði, á til- vitnun úr læknablaði G.H., því sama og upphaflegu spurning- arnar voru teknar úr. Hún er svona. „Einn mikilsvirtur koll- ega skrifaði mér eitt sinn á þá leið, að þekking vor og starf- semi væri hvorutveggja góð og viðunandi eftir kringumstæð- um. Að vér gjörum þjóðfélag- inu mikið gagn og getum borið höfuðið hátt.“ Guðmundur er ekki sammála og lýkur máli sínu með þeim dómi um íslenska lækna, að þeir séu „góðir menn en lélegir læknar“. Ég held að þorri íslenskra lækna séu í dag „góðir menn og góðir læknar", en þeir hafa brugðist þeirri skyldu sinni að skapa og eiga hugmyndafræði. Að mínu viti er það ein af ástæðunum fyrir því að sjaldnar en skyldi er leitað álits lækna- samtakanna, þegar taka á af- drifaríkar ákvarðanir í heil- brigðismálum þjóðarinnar. Allflestir okkar, hálærðir sér- fræðingar sem aðrir, virðast vera ánægðir með að krækja í fast starf, sem þeir geta stund- að, með praxis „ad libidum“, og skemmtilegum tómstundastörf- um og lognast að lokum útaf á dúnkodda T.R. Ef við höldum sem horfir og einu hljóðin sem heyrast frá læknasamtökunum verða af fé- lagslegu og hagsmunalegu iðra- kvefi, er hætt við að eftir næstu 93 ár verði læknar ekki aðeins valdalaus heldur líka áhrifalaus stétt í þjóðfélaginu. Helstu hcimildir Mary-Jo Dclvcccio Good. Cultural Stu- dies of Biomedicine: an Agenda for Res- earch. Social Science & Medicine 41; (4): 461-73. Guðmundur Hannesson. Læknablað G.H. 1902; 1:1. Pétur Pétursson. Greinargerð heimilis- læknis um félagsstarf lækna. Læknablað- ið 1995; 81: 630-2. Árni Björnsson. Hugmyndafræði lækna og lækninga. Læknablaðið 1995; 81: 676-8.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.