Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1995, Side 66

Læknablaðið - 15.12.1995, Side 66
892 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Sigurður Líndal Staða lækna í þjóðfélaginu Réttindi þeirra og skyldur að lögum Inngangur Fyrirsögn þessa fundar er staða lækna í þjóðfélaginu, skyldur þeirra og réttindi frá lagalegum, siðfræðilegum og fé- lagslegum sjónarmiðum. Hér verður leitazt við að reifa málið á lagalegum grundvelli. Um lækna og læknisverk er þegar fjallað í elztu lögum — í Grágás, samanber Vígslóða, Staðarhólsbók 364. kafla, og Jónsbók, Mannhelgi 13. kafla. sem ber fyrirsögnina „Um voðaverk“(l). Ábáðumstöðum er fjallað um bótaábyrgð vegna læknisverka. Af lögum frá síðari öldum má nefna tilskipun frá 5. september 1794 um straff fyrir hlaupa- læknira, og vareygð í næmum sóttum, samanber lög nr. 4/1884 (2). Fyrstu eiginlegu læknalögin voru lög nr. 38/1911 um lækn- ingaleyfi, en lög nr. 47/1932 um lækningaleyfi, um réttindi og skyldur lækna og annarra, er lækningaleyfi hafa, og um skottulækningar leystu þau af hólmi. Með þeim var í fyrsta sinn tekið á réttindum og skyld- um lækna. Þessi lög stóðu í grundvallaratriðum óbreytt þangað til núgildandi læknalög nr. 53/1988, samanber lög nr. 50/1990 og lög nr. 116/1993, voru sett. Réttindi lækna Ekki er ástæða til að rekja þessa sögu lengra, en í þess stað Erindi frá málþingi í tengslum við aðal- fund LÍ 30. september 1995. víkja að núgildandi læknalög- um. I þeim er kveðið á um rétt- indi og skyldur lækna og skal fyrst vikið að réttindum. Þar verða fyrir fjórir flokkar: 1. Réttur til að stunda almenn- ar lækningar. 2. Réttur til að nota aðstoðar- fólk. 3. Réttur til að skorast undan aðgerð. 4. Réttur til að ávísa lyfjum. Um réttindi til að stunda al- mennar lækningar er fjallað í 6. gr. laganna, en þar segir: „Sá einn á rétt á því að kalla sig lœkni og stunda lœkning- ar sem fengið hefur til þess leyfi skv. I. kafla laga þess- ara. Öðrum er óheimilt að nota starfsheiti eða kynning- arheiti sem til þess eru fallin að gefa hugmyndir um að þeir séu lœknar eða stundi lœkningar, sbr. nánar ákvœði laga þessara um skottulœkningar. “ í fyrsta kafla laganna eru ákvæði um lækningaleyfi og sérfræðileyfi. Þar segir í 1. gr. að rétt til að stunda lækningar hér á landi og kalla sig lækni hafi sá sem fengið hafi leyfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, samanber 2. og 3. gr., og sá sem fengið hafi staðfestingu heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra á lækningaleyfi í landi sem aðili sé að samningi um Evrópskt efnahagssvæði. í 2. gr. er mælt fyrir um hvaða menntun sé áskilin til að fá lækningaleyfi, en meginreglan er að læknir skal hafa lokið prófi frá læknadeild Háskóla Islands og tilteknu viðbótarnámi; áður en leyfi er veitt skal leita álits landlæknis og læknadeildar Há- skóla Islands. Þá eru í 3. gr. ákvæði um að veita megi manni lækningaleyfi sem lokið hafi prófi sambærilegu við próf frá læknadeild Háskóla íslands í landi utan hins Evrópska efna- hagssvæðis. 14. grein er heimil- að að fela kandídötum eða læknanemum sem lokið hafa 4. árs námi að gegna tilgreindum læknisstörfum um stundarsakir og hefur kandídatinn eða nem- inn þá lækningaleyfi meðan hann gegnir þeim störfum. I þessum tilvikum skal lækna- nemi starfa með lækni. Loks eru í 5. gr. ákvæði um hvenær mað- ur má kalla sig sérfræðing. Ýmis vandkvæði eru á því að skilgreina hvað felst í almennu lækningaleyfi. Næst verður komizt með því að orða það þannig að almennt lækninga- leyfi sé áskilið til þess að manni sé heimilt að taka sjúklinga til lækninga, gera sér lækningar að atvinnu, auglýsa sig eða kalla sig lækni, að ráðleggja mönnum og afhenda þeim lyf sem lyfsalar einir megi selja. Afdráttarlaus skilgreining á hugtakinu lækning er ekki til. Því er vandkvæðum bundið að svara því svo að óyggjandi sé hvaða starfsemi telst til lækn- inga. Takmarkatilfellin eru bundin við heilsuvernd og for- varnarstarf af ýmsu tagi. Mikil- væg vísbending yrði ávallt hvort orðið „lækning" er notað um starfsemina.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.